Gátt - 2013, Blaðsíða 50
50
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
1. Hæfniviðmið
Áhrifa þess að nota hæfniviðmið – það sem námsmaður
þekkir, skilur og getur gert að loknu námsferli – gætir í ríkari
mæli í evrópskri stefnu og verklagi í menntun og þjálfun.
Þess er vænst að hæfniviðmið hjálpi til við að skilja hvað
stendur á bak við hæfisvottun, auki ábyrgð þeirra sem votta
hæfi og hvetji til náms. Hvernig til tekst ræðst af því hvernig
hæfniviðmið eru skilgreind og hvernig þau eru notuð. Ein
lausn fyrir alla á ekki við hér. Brýnt er að skilgreina og lýsa
hæfniviðmiðum nákvæmlega og í samræmi við tilgang
hverju sinni.
Gæðastarf á þessu sviði á að ganga út á að vakta og
bæta notkun hæfniviðmiða á gagnrýninn og kerfisbundinn
hátt. Með gæðakerfum er sjónum annars vegar beint að því
að jafnvægis sé gætt milli almennrar og sértækrar leikni og
svo að hinu, að hve miklu leyti hægt sé að meta útfærslu á
lýsingum viðmiðarammanna. Þá er nauðsynlegt að meta á
gagnrýninn hátt hvaða áhrif lýsingar hæfniviðmiða hafa á
kennslu og þjálfun og kanna áhrif þeirra á sjálft námsferlið.
Gæði hæfniviðmiða verður því að tryggja kerfisbundið
á nokkrum stigum: við útfærslu lýsinga í viðmiðarömmum,
þegar skilgreind eru viðmið starfa og við námsskrárritun og
val á matsviðmiðum. Nánar er fjallað um tengsl hæfnivið-
miða og ritun námskráa í grein Höllu Valgeirsdóttur hér í
Gátt.
2.Mat og staðfesting
Með aukinni fjölbreytni og sveigjanleika við öflun hæfisvott-
unar verður mat á hæfniviðmiðum mikilvægara. Gæði ólíkra
leiða, eins og náms á vinnustað, er aðeins hægt að tryggja
með því að þróa áreiðanlegar leiðir til þess að ákveða hvort
kröfum um hæfniviðmið hafi verið náð.
Til dæmis fer áreiðanleiki raunfærnimats eftir því hvort
framsetning hæfniviðmiða er nægilega skýr til að hægt sé
að fylgja þeim nákvæmlega eftir. Evrópuráðið fjallar um
þetta í tilmælum sínum sem samþykkt voru í desember 2012
um mat á óformlegu og formlausu námi. Þar er mælst til að
aðildarlöndin komi á verklagi fyrir mat á óformlegu og form-
lausu námi og tengi það við viðmiðaramma og gæðakerfi
sín. Áhersla á mat og traust á mælikvarða sem byggja á
hæfniviðmiðum endurspeglast í gæðaviðmiðum raunfærni-
mats nokkurra Evrópuþjóða (til dæmis Frakka, Portúgala og
Finna).
3. Stofnanir sem uppfylla skilyrði til að votta
hæfi
Hefð hefur verið fyrir því að stofnanir sem votta hæfi séu
menntastofnanir á borð við háskóla, eða opinber yfirvöld
eins og menntamálaráðuneyti. En einkafyrirtækjum (einkum
fjölþjóðlegum), samtökum atvinnugreina og alþjóðlegum
stofnunum sem votta hæfi hefur fjölgað. Til að komast hjá
misferli og handvömm við hæfisvottun sem getur grafið
undan trausti á vottun, verður gæðaeftirlit að ná lengra en
til opinberra stofnana. Þessum nýju kringumstæðum verður
að mæta af festu. Nokkrar aðildarþjóðir hafa þegar gert það.
Hollendingar og Svíar hafa ákveðin gæðaviðmið og verklag
sem gera þeim kleift að fella hæfi, sem veitt hefur verið utan
formlegra mennta- og fræðslustofnana, að viðmiðaramma
landanna. Í Hollandi þurfa fyrirtæki sem vilja að vottanir
þeirra falli að viðmiðaramma landsins að hafa verið vottuð
í fimm ár. Ennfremur þurfa þau að skilgreina fyrir hæfisvott-
unina: þrep, hæfniviðmið, vinnuálag og matsferli sem beitt
er og vísa til viðeigandi starfs. Guðfinna Harðardóttir fjallar
í grein sinni hér í Gátt um vottun fræðsluaðila í framhalds-
fræðslu hér á landi.
Þess er vænst að reglur og umsýsla vegna slíkra hæfis-
Skilgreining á hæfi
Hæfi (e. qualification) er formleg niðurstaða (skírteini,
námstitill) mats og staðfestingar sem fæst með því að
viðurkenndur vottunaraðili hefur komist að niðurstöðu
um að einstaklingur standist hæfniviðmið samkvæmt
skilgreindum viðmiðum.
Þessi skilgreining beinir athygli að þeim þáttum
vottunar sem ákvarða trúverðugleika hennar.
1. Hæfniviðmið (e. learning outcomes)
2. Mat og staðfesting (e. assessment and validation)
3. Viðurkenndur vottunaraðili (e. competent body)
4. Viðmið starfa (e. standards)
Aukin áhersla á hæfniviðmiðin, og auknar kröfur til
gæðakerfa að þessu leyti – þýða ekki að draga eigi
úr athygli á gæðum menntunarinnar. Skilaboðin ætti
heldur að skilja á þann veg að núverandi gæðakerfi
vanmeti mikilvægi vottunarinnar. Gæði allra þátta
fræðslunnar, kennslu, náms og afraksturs, eru að sjálf-
sögðu jafn mikilvæg.