Gátt - 2013, Blaðsíða 101
101
A F S J Ó N A R H Ó L I
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
SIGRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR
V I Ð H O R F Í F J Ö L S K Y L D U N N I H A F A A F G E R A N D I
Á H R I F !
Lena Hulda Nílsen
Myrkrið víkur fyrir bleik blárri birtu tindrandi vetrarmorguns
í þann mund að við háskólastúdentinn viðmælandi minn,
og fyrrum samstarfskona hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
(FA), Lena Hulda Nílsen komum okkur fyrir til þess að ræða
um námsferil hennar. Hún er rúmlega þrítug og hefur með
þrautseigju og uppörvun eiginmanns yfirstigið ótal hindranir,
gengið langa, grýtta leið með ýmsum hliðarsporum til þess
að geta hafið háskólanám.
Lena ólst upp í fjölskyldu þar sem lítil sem engin hefð
var fyrir námi. Foreldrarnir verkafólk og hún yngst fjögurra
systkina. Lífið snerist um vinnu og að komast sem fyrst út
á vinnumarkaðinn. Lenu gekk ekki vel í grunnskóla og eftir
fyrirmynd tveggja eldri systkinanna sem höfðu farið að vinna
fyrir sér strax að loknum grunnskóla gerði hún það líka.
Henni fannst hún ekki geta neitt í skóla og það var aldrei
inni í planinu að fara áfram í nám. „Viðkvæðið heima var að
maður gæti alltaf fengið vinnu. Það var ekkert annað í boði.
Það var aldrei lagt neitt upp úr námi. Ég féll á samræmdu
prófunum en það skipti mig engu máli. Ég hafði engan áhuga
á námi og gat ekkert í skóla. Svo ég fór að vinna og hélt því
áfram í mörg ár,“ segir Lena.
S T Æ R S T A S K R E F I Ð
Lífið breyttist, Lena eignaðist kærasta, hann Vigni. Hann
trúði statt og stöðugt á að hún gæti lært, henni væru allir
vegir færir. Árið 2002 eignaðist Lena fyrsta barnið þeirra
og kærastinn hvatti hana eindregið til þess að halda áfram
námi. Hún lét hikandi undan, fór í Námsflokkana til þess að
taka upp samræmdu prófin, ljúka tíunda bekknum. Þá komst
hún að því að kærastinn hafði rétt fyrir sér. „Ég komst að því
að ég var ekki jafn vitlaus og ég hélt. Mér gekk ágætlega og
þegar maður eldist og þroskast þá kemst maður að því að
kennararnir skipta rosalega miklu máli.“
Með aldrinum varð Lenu líka ljóst að hún gæti ekki
starfað áfram við verkamannavinnu. Hún hafði verið að
vinna í apóteki og þau Vignir ræddu saman um þetta. Lena
komst að því að hún gat alveg hugsað sér að vinna á skrif-
stofu við tölvur og þvíumlíkt en til þess að geta það yrði hún
að læra meira. „Ég sá fyrir mér að
ef ég veldi eina leið myndi ég ljúka
henni og fara að vinna aftur. Þetta
var náttúrulega langstærsta skrefið.
Að hefja nám á skrifstofubrautinni
MK 2004, ég sem hafði aldrei stigið
fæti inn í menntaskóla. Ég var í
fyrsta hópnum sem útskrifaðist af
brautinni. Við höfðum lokið 32 ein-
ingum. Kennslan var í dagskóla og
ég var hræddust við stærðfræðina
og íslenskuna. Kennarinn okkar í
stærðfræði var alger snillingur og ég
fékk níu í stærðfræði.“
Þegar hún hafði lokið skrifstofubrautinni fékk Lena starf
hjá Miðlun við símaþjónustu hjá Gulu línunni. Svo við inn-
heimtu, henni fannst það ágætt en ekki sérstaklega spenn-
andi til lengdar. „Þá fékk ég nasasjón af þessu, kannski á
það ekki við mig að sitja kyrr á stól. Ég hafði alltaf verið að
vinna líkamlega krefjandi vinnu, í fiski, svo í þvottahúsi og í
apóteki þetta var í fyrsta skipti sem ég varð að sitja á rass-
inum allan daginn. Ég sakna þess eiginlega að vera ekki á
fótunum.“ Svo var öllum sagt upp og í framhaldinu var Lenu
boðið starf við sölumennsku, úthringingar á kvöldin sem
henni þótti ekki spennandi. Með vinnunni hjá Miðlun lagði
hún stund á fjarnám til þess að ná sér í þær einingar sem hún
þurfti til að ljúka stúdentsprófi.
A L L T A F Í S K Ó L A N U M , A L L T A F A Ð
L Æ R A
Þegar hér var komið sótti hún um starf við símavörslu og
móttöku hjá FA og fékk það. Seinna frétti hún að það hafi
komið henni til góða að hún var eins og markhópur FA, ein-
staklingur sem ekki hafði lokið námi í framhaldsskóla en var
að vinna að því.
Árin sem hún starfaði hjá Fræðslumiðstöðinni var hún
alltaf í námi. Var að ná sér í einingar, ýmist með fjarnámi,
kvöldskóla eða í sumarnámi. Vignir var líka í námi á sama