Gátt - 2013, Blaðsíða 55
55
F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
Af nemendum í átakinu voru 147 einstaklingar sem hætt
höfðu námi að loknum fyrstu tveimur mánuðum haustannar
og 52 sem hætt höfðu námi að loknum fyrstu tveimur mán-
uðum vorannar. Fjöldi nemenda sem haft var samband við
til að spyrja út í ástæður brotthvarfs, byggt á þeirra eigin
reynslu voru samanlagt 199. Þar af náðist í 189 einstaklinga
og samþykktu þeir allir að taka þátt í könnuninni, sem er
þátttaka upp á 94,97%. Vert er að benda á að þátttakan
þykir afburða góð og er þetta hærra svarhlutfall en almennt
þekkist í símakönnunum.
Þátttakendur voru á ólíkum aldri, allt frá rétt rúmlega
átján ára til rúmlega fimmtugs en aldursbreiddin var meiri
í hópi þeirra þátttakenda sem voru á skrá hjá Vinnumála-
stofnun. Meðalaldur þeirra sem rætt var við úr hópi 18–24
ára nemenda var 21,9 ár og meðalaldur þátttakenda sem
rætt var við úr hópi VMST var 26,6 ár. Karlar voru meirihluti
þátttakenda, eða alls 58,79% en konur 41,21%. Námsbak-
grunnur viðmælenda var fjölbreyttur. Einhverjir nemendur
höfðu átt góðu gengi að fagna en hætt námi, en fleiri áttu
það sameiginlegt að hafa glímt við hindranir í námi allt aftur
í grunnskóla og námsferlar þeirra báru þess merki.
N I Ð U R S T Ö Ð U R
Hér verður fjallað um hvernig brotthvarf birtist meðal
nemenda átaksverkefnisins og hvernig það breyttist á milli
anna. Því næst fáum við innsýn í bakgrunn nemenda og fyrri
skólagöngu, með það fyrir augum að öðlast betri skilning
á ástæðum brotthvarfs. Þar á eftir verður fjallað um helstu
ástæður brotthvarfs meðal nemenda átaksverkefnisins. Að
lokum verður svo fjallað um hvernig framtíðarsýn þátttak-
enda birtist gagnvart frekara námi.
Birtingarmynd brotthvarfs meðal nemenda
átaksverkefnisins
Alls innrituðust 1.479 nemendur í nám á framhaldsskólastigi
undir formerkjum átaksins Nám er vinnandi vegur, haustið
2011. Talsvert brotthvarf varð úr nemendahópnum á haus-
tönn eða 21,37%. Þá höfðu 88 nemendur af rúmlega fimm-
hundruð manna nemendahópi VMST hætt námi eða saman-
lagt 16,73%. Á sama tíma höfðu 228 nemendur af tæplega
þúsund manna nemendahópi þeirra sem voru á aldrinum
18–24 ára og höfðu verið án skólavistar hætt námi, sem
gerði 23,82%. Verulega dró úr brotthvarfi meðal nemenda
átaksins á vorönn og mældist það 11,49% í lok annar. Það
hafði því lækkað um tæplega 10% og var nánast helmingi
minna en á haustönn. Þá höfðu 29 nemendur af rúmlega
300 manna nemendahóp VMST hætt námi eða samanlagt
8,98%. Á sama tíma höfðu 118 nemendur af tæplega þús-
und manna nemendahópi 18–24 ára hætt námi eða 13,24%.
Sé brotthvarf skoðað eftir námsbrautum fyrir hvorn hóp,
annars vegar út frá bóknámi og hins vegar út frá starfs-
námi, þá kemur fram að brotthvarf meðal bóknámsnema var
áberandi mest af almennum námsbrautum, en þar stunda
nemendur nám sem ekki hafa lokið inntökuskilyrðum inn á
stúdentsprófsbrautir. Þar á eftir var brotthvarf mest af félags-
fræðibraut. Brotthvarf meðal starfsnámsnema dreifðist yfir
fjölda ólíkra námsbrauta á hvorri önn, en var þó einna mest
í grunndeildum málmiðna og rafiðna, listnámsbraut, sjúkra-
liðabraut og tölvufræðibraut.
Fyrri skólaganga
Fram kom í orðum þátttakenda að margir þeirra höfðu lengi
glímt við hindranir í námi. Ástæður fyrir því voru fjölbreyttar
og margar hindranir sem nemendur nefndu voru samfelldar
yfir tíma og höfðu því haft einkennandi áhrif á alla skóla-
göngu þeirra. Má þar nefna sértæka námsörðugleika líkt og
lesblindu. Aðrar hindranir sem nemendur nefndu voru meðal
annars athyglisbrestur, líkamleg veikindi, andleg veikindi, að
upplifa sig utangátta félagslega, einelti, léleg skólasókn og
áhugaleysi. Þannig var grunnskólareynsla í minningu margra
þátttakenda neikvæð upplifun eða erfið. Aðrir nemendur, en
þó mun færri, bjuggu að góðum árangri á grunnskólaárum
og jafnvel fram á fyrstu annir framhaldsskólanáms. Í þeim til-
fellum höfðu nemendur gjarnan átt sögu um þunglyndi sem
varð svo síðar til þess að þeir flosnuðu upp úr námi. Enn aðrir
nemendur upplifðu grunnskólaárin með jákvæðum hætti
þrátt fyrir að hafa glímt við erfiðleika tengda námi og slakan
námsárangur. Mikil breidd einkenndi upplifun og reynslu
nemenda en hér er reynt að gera grein fyrir algengustu
þemunum sem fram komu í orðum þátttakenda. Umfram allt
var gengi viðmælenda í námi misjafnt og mikil breidd innan
hópsins.
Uppgefnar ástæður brotthvarfs samkvæmt
nemendum
Algengustu ástæður sem nemendur nefndu fyrir brotthvarfi
voru flokkaðar í 13 þætti. Það eru atvinna, fjárhagsástæður,
námsörðugleikar eða ADHD, nám ekki við hæfi áhuga eða
getu, féll á mætingu eða vísað úr skóla, veikindi barna,