Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 60

Gátt - 2013, Blaðsíða 60
60 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Þ R Ó U N F J A R N Á M S Á Í S L A N D I Fjarnám er ekki nýtt af nálinni á Íslandi. Það má segja að fjar- kennsla hafi hafist á Íslandi árið 1931 en þá hóf Ríkisútvarpið kennslu í ensku og þýsku. Nokkrum árum síðar bættust svo danska og íslenska við. Næsta fjarnám var Bréfaskóli SÍS sem var stofnaður 1940, síðar Bréfaskóli SÍS og ASÍ sem starf- aði frá 1965–1974 og loks Bréfaskólinn frá 1974. Markmið bréfaskólanna, eins og útvarpskennslunnar, var að ná til fólks sem ekki hafði tök á að sækja skóla. Kennaraháskóli Íslands á sér lengstu sögu háskóla um fjarnám á Íslandi. Fjarnámið var starfrækt með hléum allt frá árinu 1971 til ársins 1993. Um var að ræða nám til kennslu- réttinda fyrir leiðbeinendur í grunnskóla á landsbyggðinni en á þessum árum var mikill skortur á menntuðum kennurum á landsbyggðinni. Í náminu var notast við bréfaskólatæknina, þ.e. samin voru kennslubréf sem í voru verkefni sem leysa skyldi og senda kennurum lausnirnar. Það var svo árið 1993 að Kennaraháskólinn hóf að bjóða fjarnám með aðstoð tölvutækninnar. Námið var fullt bakkalárnám til grunnskóla- kennaraprófs og var það fyrst og fremst hugsað sem jafnrétti til náms og að gera fleirum kleift að mennta sig en þeim sem bjuggu í nánd við skóla (Þuríður J. Kristjánsdóttir og Ingi- björg B. Frímannsdóttir 2007, Þuríður Jóhannsdóttir og Sól- veig Jakobsdóttir, 2011). Margt hefur breyst frá því Kennaraháskólinn hóf að bjóða upp á fjarnám. Það sem stendur upp úr í því sambandi er að áður fyrr var fjarnám úrræði fyrir fólk á landsbyggðinni en nú er það val hvers einstaklings hvort hann kýs að stunda fjarnám eða staðnám, búseta er ekki lengur forsenda vals- ins. (Þuríður J. Kristjánsdóttir og Ingibjörg B. Frímannsdóttir 2007, Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir, 2011). Fjarnám við Háskólann á Akureyri hefur verið í gangi frá árinu 1998 er boðið var upp á fjarkennslu í hjúkrunarfræði í gegnum fjarfundarbúnað til Ísafjarðar (Háskólinn á Akur- eyri, 2013). Þar er hægt að taka sumar námsleiðir í fjarnámi og er aðallega notast við fjarfundarbúnað. Um er að ræða staðnám, því nemendur mæta í kennslustundir þar sem fjar- fundarbúnaður er staðsettur og taka þannig þátt í kennslunni hvar sem þeir eru staddir á landinu (Anna Ólafsdóttir, 2004; Háskólinn á Akureyri, 2013). S A M A Þ R Ó U N A N N A R S S T A Ð A R Hinar dreifðu byggðir í Skotlandi hafa átt í sama vanda og við Íslendingar, þ.e. fólksfækkun í hálöndunum og á eyjunum umhverfis landið. Árið 1991 var tekin ákvörðun um að skipa ráðgjafahóp sem hefði það hlutverk að skoða möguleika á að stofna háskóla sem þjóna myndi hálöndunum og eyjunum með aðild háskólastofnana á svæðinu. Það sem meðal ann- ars réði þessari ákvörðun var þróun tölvutækninnar, það er upplýsinga- og samskiptatækni og internetið. Í því sáu menn möguleika á að tengja stofnanir saman. Það var svo árið 1996 að ráðamenn í Skotlandi lýstu því yfir að setja ætti fjármagn í að stofna Háskóla Hálanda og eyja. Ástæðan var sú að þar sáu menn tækifæri til að breyta Skotlandi úr framleiðslu- þjóðfélagi yfir í þekkingarþjóðfélag og að hinir hefðbundnu háskólar væru of íhaldssamir til þess að geta gegnt lykilhlut- verki í þeirri breytingu (Hills o.fl., 2003). Einnig telja Skotar að uppbygging háskólasamfélags í skosku hálöndunum sé lykilatriði til þess að snúa við þeirri þróun sem hefur átt sér stað hjá þeim, þ.e. fólksflótta úr hinum dreifðu byggðum og einhæft atvinnulíf. Framtíðarsýn Háskóla Hálanda og eyja er að tengja saman háskóla og rannsóknarstofnanir á svæðinu sem munu verða sambærilegar við aðrar stofnanir hvað gæðamál varðar og gegna mikilvægu hlutverki í menntun- arlegri, efnahagslegri, félagslegri og menningarlegri þróun svæðisins (UHI Millenium Institute, 2005). Sömu sögu er að segja frá Ástralíu. Vegna þess hve landið er dreifbýlt þróaðist fjarnám á grunnskólastigi. Miklar fjar- lægðir og erfiðar samgöngur leiddu til þess að mörg svæði í Ástralíu urðu einangruð og fámenn og fjarnám var ódýrasta lausnin í stöðunni. Þróun fjarnámsins þar nær allt frá árinu 1909 þegar nemendum á unglingastigi í dreifðum byggðum var boðið upp á fjarnám sem byggðist á bréfaskóla. Eftir því sem tækninni fleygði fram hefur hún fylgt fjarnáminu, fyrst var það útvarpið, síðan kennsla í gegnum sjónvarp og mynd- bönd en eftir að internetið varð að veruleika hefur nettengt fjarnám með aðstoð tölva og fjarfundarbúnaðar tekið völdin (Stacey, 2005). Fjarnámið er við lýði í öllu ástralska skóla- kerfinu, allt frá grunnskóla til háskóla. K O N U R O G M E N N T U N Konur hafa á síðustu árum nýtt sér aukna möguleika til að afla sér menntunar í meira mæli en karlar og nú er svo komið að á Íslandi stunda fleiri konur háskólanám almennt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.