Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 20

Gátt - 2013, Blaðsíða 20
20 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 verkefnastjórnun, vöruhönnun og fleiri og fleiri námsgreinar en það er kannski ekki raunhæft að krefjast þess að hann ljúki öllum námskeiðum á viðkomandi námsbrautum heldur aðeins þeim sem henta sérhæfingu hans. Það má jafnvel sjá fyrir sér að samsett leið eins og sú sem gæti gagnast kerfishönnuðinum okkar gæti dugað honum sem námsleið alveg upp á háskólastigið. Töluverð reynsla er komin á allar þessar leiðir (nema kannski þá síðustu) og ef þrepaskiptingu náms, ásamt gæða- vottun, námsráðgjöf og eftirliti væri beitt til að samstilla kröfur þá er erfitt fyrir leikmanninn að sjá hvað geti mælt á móti því að bjóða svona leiðir. L O K A O R Ð Flestar þeirra leiða sem hér hafa verið reifaðar eru tilbúnar, eða eru að minnsta kosti á teikniborðinu hjá einhverjum af þeim mörgu sem koma að þróun og viðhaldi þekkingar. En svo að einhverjar hugmyndanna geti orðið að veruleika þarf að ganga frá nokkrum atriðum. Formfesta þarf verklag við staðfestingu og vottun inn á menntaþrep fyrir allt nám og raunfærnimat svo einfaldara sé að taka á móti einstaklingum sem þurfa að nýta sér sam- setta leið að settu takmarki. Gæðavottun og eftirlit skipta því miklu til að einstaklingar og fyrirtæki geti nýtt sér niður- stöður óháð því hvar og hvernig þekkingar hefur verið aflað. Á einhvern hátt þarf svo að tryggja að það viðmót sem snýr að einstaklingnum sem hyggur á nám sem byggt er á þessum óhefðbundnari leiðum, gefi mynd af heildstæðri lausn með skýr lokamarkmið. Tryggja þyrfti að fjármögnun sé ekki bundin við bara einn þátt (viðmiðaramma, námskrárgerð, raunfærnimat) heldur heildarlausn sem hefði það að takmarki að bjóða til- teknum hópi upp á leið til að hækka sig um eitt menntaþrep. Þá er ljóst að slíkt ferli krefst samstarfs atvinnulífs, starfs- greinaráða og fræðsluaðila á öllum skólastigum. Loks er að nefna námsráðgjöf, sem er gríðarlega mikilvægur þáttur í ferlum sem þessum. Upphaf verkefna sem FTR hefur tekið þátt í er sprottið úr grasrótinni, hjá fagfélögum eða atvinnurekendum. Við erum með eyrað við jörðina, í góðum tengslum við þróun innan viðkomandi fags og það ætti því að vera frekar auðveldur leikur að skilgreina hagsmunaaðila sem þurfa að koma að viðkomandi verkefni. Það er hinsvegar ekki gefið mál að stéttarfélögin hafi nægjanlegt innsæi inn í menntakerfið til að geta sótt stuðn- ing til réttu aðilanna svo unnt verði að koma þessum verk- efnum áfram. Leiðin þarf því að vera skýr: Hver getur tekið við keflinu og hlaupið með það áfram? Slíkur umsjónaraðili gæti til dæmis verið til innan fræðslustofnana stéttarfélag- anna eða öðrum skyldum aðilum. Í dag er kerfið svolítið að vinna í verkefnum, stórum og litlum, sem eru hver í sínu horni. Á meðan þau verkefni eru unnin sem rannsóknar- og þróunarverkefni þá er það vel skiljanlegt, en mögulega erum við að komast að þeim tíma- punkti að við getum farið að setja saman heildarferli með fast verklag, – hver veit? U M H Ö F U N D I N N Jakob Tryggvason hefur unnið sem hljóðhönnuður, hljóð- maður og tæknimaður við leikhús, upptökuver og tónleika hér heima og í Bretlandi frá árinu 1992. Hann var fastráð- inn hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 2000 og hefur verið for- stöðumaður hljóðdeildar frá árinu 2007. Jakob hefur unnið hljóðmynd við fjölda leiksýninga auk ýmissa danssýninga á vegum Íslenska dansflokksins auk fjölda annarra sýninga stórra og smárra. Auk þess að starfa hjá Borgarleikhúsinu er Jakob formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði. Jakob sat í íslenska stýrihópnum fyrir REVOW-verkefnið fyrir hönd FTR auk þess að koma að kynningu verkefnisins á vinnustöðum og upplýsingafundum til þátttakenda. Hann var einnig sem aðstoðarmatsaðili við verkefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.