Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 30

Gátt - 2013, Blaðsíða 30
30 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 talinu. Svona viðtöl ættu að koma meira inn í menntakerfið.“ (Umsögn nemanda frá vorönn 2012.) Slík viðtöl bjóða upp á aukin tengsl námsins við atvinnu- lífið. Hugur stendur til að nýta framsagnarþáttinn betur til að undirbúa atvinnuviðtalið og ferilskrárgerðina og auka þannig áherslu á bein tengsl við atvinnulífið. Almenn ánægja hefur komið fram í umsögnum nemenda um námið að undanförnu og það gefur okkur hjá Mími byr undir báða vængi varðandi frekari þróun námsins. Þess má geta að námsleiðin hefur verið aðlöguð og kennd Pólverjum við mikla ánægju nem- enda. Til stendur einnig að bjóða innflytjendum af öðrum þjóðernum upp á að sækja þetta nám. Þróun námsleiðarinnar Þjónusta við ferðamenn hefur verið áhugavert ferli sem við hjá Mími höfum lært af. Hún sýnir mikilvægi þess að hlusta á raddir nemenda, nýta þann auð sem býr í sérfræðingunum (kennurunum) og þá möguleika sem sveigjanlegar námsskrár bjóða upp á. Einnig er verið að þróa námsmat í Þjónustu við ferðamenn í náinni samvinnu við kennara. Nemendur vinna lokaverkefni og í því ferli eiga þeir að nýta allt sem þeir hafa lært í náminu. Því er nærtækast að vinna formlegt námsmat í tengslum við þetta lokaverkefni. Ferðaþjónusta er síbreytileg og vaxandi atvinnugrein á Íslandi og því ljóst að námið þarf að vera í sífelldri endur- skoðun í takt við atvinnulífið. Það eru takmarkaðir mögu- leikar fyrir fólk að sækja námskeið eða komast í stutt nám í þessu fagi. Það koma jafnt nemendur með framhaldsskóla- próf eða styttra nám að baki inn í þetta nám. Þó nokkrir hafa farið í ferðamálanám í kjölfar þessa námskeiðs. Það er metn- aðarmál okkar hjá Mími að koma til móts við ólíkar þarfir og væntingar nemenda og auka möguleika þeirra á spennandi störfum í margbreytileika ferðageirans á Íslandi. U M H Ö F U N D A N A Þorbjörg Halldórsdóttir er með B.Ed.-gráðu frá Kenn- araháskóla Íslands og M.Paed.-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Mími-símenntun frá árinu 2005 við verkefnastjórnun og íslenskukennslu. Joanna Dominiczak er með B.A.-gráðu í íslensku fyrir erlenda stúdenta með kvikmyndafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og er löggiltur skjalaþýðandi. Hún hefur starfað hjá Mími-símenntun síðan árið 2007 við íslensku- kennslu fyrir útlendinga og verkefnastjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.