Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 40

Gátt - 2013, Blaðsíða 40
40 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Myndaðir voru fimm vinnuhóp- ar frá jafnmörgum útgerðum frá Grinda vík, Reykjavík, Ísafirði, Ólafs- firði og Akureyri. Ákveðið hafði verið í samstarfi við SSÍ og LÍÚ að afmarka verkefnið við háseta og bátsmenn sem starfa á frystitogurum og var greiningin gerð meðal þess hóps en niðurstöðurnar má í mörgum tilfellum yfirfæra og nýta fyrir aðrar stéttir til sjós og á öðrum tegundum fiskiskipa. Samtals tóku 23 hásetar og bátsmenn þátt í verkefninu, þar af voru hásetar 17 og bátsmenn 6. Starfsreynsla þeirra til sjós var allt frá 4 árum og upp í 34 ár. Flestir höfðu einungis lokið grunnskóla, í einstaka tilfellum einhverjum einingum í framhaldsskóla og síðan sótt Slysavarnarskóla sjómanna. Örfáir voru búnir að bæta við sig menntun og höfðu lokið stýrimannsprófi eða vélstjóraprófi og einn þátttakendi var í háskólanámi í viðskiptalögfræði. Þátttakendur voru mjög jákvæðir og áhugasamir um verkefnið. Misjafnt var þó hvort þeir töldu að hægt væri að kenna það sem til þarf fyrir hásetastarfið en voru þó sammála um að ákveðin grunnfræðsla og almennur undir- búningur kæmi öllum vel og væri af hinu góða. Þeir lögðu töluverða áherslu á að kennsla væri sem mest verkleg og vildu hafa verklega kennslu í mun meira mæli en bóklega. Þá var það auðheyrt að hópunum fannst ekki hafa verið margt í boði fyrir þessar starfsstéttir á undanförnum árum. Sjá má helstu niðurstöður verkefnisins hér síðar, grein- ing var unnin eftir aðferð sem er í þróun hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og byggir á gögnum frá kanadísku fyrirtæki sem heitir HRSG (hrsg.ca). FA hefur þýtt efni úr gangabanka þeirra og nýtt hér á landi. Þátttakendur í vinnuhópunum unnu saman að því að velja færniþætti fyrir störf sín og ákvörðuðu svo á hvaða þrepi (1., 2. eða 3.) færninnar væri krafist í þeirra störfum. Lagt var upp með að greina starf háseta á frystitog- ara og miðað við „meðal“ háseta, sem sagt starfsmann sem ekki væri nýliði og ekki heldur reynsluboltinn um borð heldur meðal starfsmaður sem væri búinn að fá viðeigandi þjálfun og reynslu til að teljast fullgildur háseti. F Æ R N I Þ Æ T T I R Í S T A R F I H Á S E T A Í töflunni koma fram þeir færniþættir sem þýddir hafa verið úr kanadíska gagnabankanum og sjá má hvaða þættir urðu fyrir valinu hjá hásetunum sem þátt tóku í verkefninu. Færni- þættir bátsmanna eru ekki merktir inn í töfluna en lesa má um niðurstöður þeirra hér aðeins neðar. Færniþættir flokkast á 3 þrep, þeir þættir sem krefjast lítillar eða lágmarks hæfni eru á þrepi 1 en þeir þættir sem krefjast mjög mikillar hæfni á viðkomandi sviði eru á þrepi 3. Færniþættirnir, sem valdir voru fyrir starf háseta og fram koma í töflu 1 eiga einnig allir við fyrir starf bátsmanns. Auk þess eiga þættirnir Aðstoð við starfsþróun annarra og Notkun upplýsingatækni einnig við í starfi bátsmannsins. Varðandi fyrri þáttinn þá vildu bátsmenn velja hann í merkingu þess að taka á móti nýliða og þjálfa upp og kenna nýjum starfsmanni en það væri á þeirra ábyrgð að koma nýjum manni inn í starfið og hlúa að „sínum“ mönnum. Einnig nýta flestir bátsmenn tölvur í starfi sínu og þurfa að geta unnið gögn og skýrslur á tölvutæku formi. Það er þó misjafnt hve mikið bátsmenn sinna þessum verkefnum en þetta eru verkefni sem oftast þarf að Birna Vilborg Jakobsdóttir BIRNA VILBORG JAKOBSDÓTTIR F Æ R N I Þ Æ T T I R F Y R I R S T Ö R F H Á S E T A O G B Á T S M A N N A Á F R Y S T I T O G U R U M Greiningin var unnin fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins á fyrri hluta ársins 2013 þar sem kannað var hverjir mikilvægustu þættirnir væru í störfum háseta og bátsmanna og hvers konar færni þyrfti til að sinna þessum þáttum og starfinu í heild. Einnig var kannað eftir hverju þessi hópur sæktist varðandi nám og þjálfun og hvað boðið hefur verið upp á undan- farin ár. Greiningin var unnin af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum með góðri aðstoð frá SÍMEY og Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Að verkefninu komu einnig Sjómannasamband Íslands (SSÍ) og Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.