Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 85

Gátt - 2013, Blaðsíða 85
85 R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Á vefnum verða upplýsingar um hvernig hafa má sam- band við náms- og starfsráðgjafa á vettvangi framhalds- fræðslunnar. Í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmið- stöðvarnar verður mótuð sú ráðgjöf sem mun verða í boði í beinum tengslum við vefgáttina, t.d. símaráðgjöf og mögu- lega netspjall sem eykur aðgengi markópsins að þjónustunni í tíma og rúmi. Að sjálfsögðu getur vefgáttin nýst einstak- lingum og náms- og starfsráðgjöfum utan markhópsins og mun gera það í auknum mæli þegar til áframhaldandi þró- unar kemur. K Y N N I N G Á A F U R Ð U M Í lok verkefnisins verða raunfærnimatsleiðirnar og upp- lýsinga- og ráðgjafarkerfi um nám og störf kynnt í helstu fjölmiðlum þannig að markhópurinn fái upplýsingar um þá möguleika sem í afurðunum felast. Í kjölfarið má gera ráð fyrir að mun fleiri úr markhópnum nýti sér tækifæri á vett- vangi framhaldsfræðslunnar. H V A Ð S V O ? Í niðurstöðum könnunar OECD á færni fullorðinna (Pro- gramme for International Assessment of Adult Competen- cies, PIAAC), sem birtar voru á þessu ári, eru dregin fram lykilatriði fyrir stefnumótun í málaflokknum. Þar er meðal annars mælt með því að: • Boðið sé upp á viðurkenningu á raunfærni til að auð- velda fullorðnum aðgengi að námi og hvetja þá með því til áframhaldandi náms. Bent er á að raunfærnimat stytti leiðir að útskrift á námsbrautum og spari því fjár- magn. • Nýta vefinn til að gera upplýsingar og ráðgjöf aðgengi- legri fyrir fólk með litla formlega menntun í því skyni að hjálpa þeim að skilgreina eigin fræðsluþarfir og finna hentugar leiðir. Það er ljóst að í þessu verkefni er unnið ötullega að ofan- greinum málaflokkum. Í lok þess verður búið að opna 47 nýjar leiðir í raunfærnimati. Samtals verða þá um 80 leiðir tilbúnar í gegnum raunfærnimatskerfið (með þeim 30 sem fyrir voru) hér á landi. Gert er fastlega ráð fyrir því að fleiri einstaklingar vilji nýta sér þau tækifæri að kynningarherferð lokinni. Að auki verður búið að opna upplýsinga- og ráð- gjafarvef sem þarf að uppfæra og viðhalda svo að hann verði áreiðanlegt og gagnlegt tæki við hvatningu til náms. Það er því afar brýnt að unnið sé að áframhaldandi samstarfi og fjármögnun þannig að raunfærnimatskerfið og vefurinn verði varanlegar og sjálfbærar stoðir í íslensku menntakerfi. Stoðir sem geta verið til fyrirmyndar í samfélagi þjóðanna. U M H Ö F U N D I N N Fjóla María Lárusdóttir er verkefnastjóri IPA verkefnisins Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Hún hefur starfað sem náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins frá árinu 2003 en vann m.a. áður hjá MFA og Mími-símenntun. Hún er með M.Sc. próf í náms- og starfsráðgjöf frá California State University á Long Beach og B.Ed próf frá Kennaraháskóla Íslands. Helstu verkefni hennar tengjast náms- og starfsráð- gjöf í atvinnu lífinu og mati á raunfærni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.