Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 104

Gátt - 2013, Blaðsíða 104
104 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, SVEINN VILHJÁLMSSON OG SÆVAR GUNNARSSON Þ R J Á R F Y R I R M Y N D I R Í N Á M I F U L L O R Ð I N N A 2 0 1 2 Ég starfa á leikskólanum Barnabóli á Þórshöfn. Ég fór ekki í framhaldsskóla á sínum tíma en það hefur alltaf blundað í mér að fara í nám sem tengdist leikskólanum þar sem ég hef unnið mestan hluta af mínum starfsaldri. Þegar mér bauðst að skrá mig í námsleiðina Fagnámskeið fyrir starfsmenn leik- skóla hjá Þekkingarneti Þingeyinga sló ég til og sé ekki eftir því. Við vorum þrjár saman í því námi sem við stunduðum í gegnum fjarfundarbúnað en búnaðurinn hefur verið alger bylting fyrir okkur sem búum úti á landi. Fagnámið var mjög góð byrjun fyrir mig en svo fór ég áfram í leikskólaliðann sem var kenndur í gegnum fjarfundarbúnað frá Framhalds- skólanum á Húsavík. Þá var Þekkingarnet Þingeyinga búið að opna starfsstöð á Þórshöfn í gegnum menntasetrið, þar fékk ég aðstöðu til námsins og sérlega góða þjónustu. Áður en námið hófst fór ég í raunfærnimat hjá Þekk- ingarnetinu. Það var býsna fróðlegt og þó að þar hafi komið fram að ég mætti sleppa einhverjum fögum ákvað ég samt að taka þau öll því að mér þótti þetta svo spennandi. Leik- skólaliðinn var krefjandi og skemmtilegt nám, ég vann verk- efni mín að mestu ein heima á Þórshöfn en hitti hópinn á Húsavík nokkrum sinnum og það var mjög skemmtilegt. Ég fékk mikla og góða hvatningu til að fara í nám en auðvitað hneyksluðust margir og spurðu hvað ég væri að baksa þetta á gamals aldri en það er aldrei of seint að byrja segi ég. Á þessum tíma voru dætur mínar tvær líka í fjarnámi á Þórshöfn, önnur frá Keili en hin í námsleiðinni Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum í gegnum Þekkingar- net Þingeyinga. Þannig hefur þessi þróun í fjarnámi breytt miklu fyrir mig og mína fjölskyldu og verið mjög gagnleg. Í vetur mun svo unglingurinn á heimilinu nýta sér aðstöðuna hjá menntasetrinu til að stunda nám í framhaldsskóladeild Þórshafnar. Þetta nám hefur breytt miklu fyrir mig. Við það að fara í nám opnuðust augu mín fyrir ýmsu, bæði í vinnu og einkalífi, ég er öruggari í vinnunni sem starfsmaður, finnst auðveldara að tjá mig fyrir framan hóp af fólki þó það sé ekki það auð- veldasta sem ég geri. Dóttir mín sagði við mig um daginn að fyrir þremur árum hefði hún ekki trúað því að ég ætti eftir að standa hér og tala fyrir framan fjölda fólks. Þetta hefur líka styrkt mig mikið félagslega og aukið sjálfstraust og sjálfsálit, ég sé alls ekki eftir því að hafa farið inn á þessa braut fyrir þremur árum. Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fimmtudaginn 29. nóvember 2012 hlutu þrír einstaklingar viðurkenn- inguna Fyrirmynd í námi fullorðinna. Þetta var sjötta skiptið sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitti viðurkenn- inguna Fyrirmynd í námi fullorðinna. Árið 2012 tengdust tilnefningar þema ársfundarins um nám og vinnumarkað. Að þessu sinni voru það Jóhanna Sigríður Jónsdóttir tilnefnd frá Þekkingarneti Þingeyinga, Sveinn Vilhjálmsson frá IÐUNNI fræðslusetri og Sævar Gunnarsson frá Fræðsluneti Suðurlands sem fengu viðurkenninguna ásamt blómvendi og iPad. Hér á eftir fara frásagnir þeirra af ferlinum og þeim hindrunum sem þau þurft að sigrast á. „ALDREI OF SEINT AÐ BYRJA“ Jóhanna Sigríður Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.