Gátt - 2013, Blaðsíða 104
104
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, SVEINN VILHJÁLMSSON OG SÆVAR GUNNARSSON
Þ R J Á R F Y R I R M Y N D I R Í N Á M I F U L L O R Ð I N N A
2 0 1 2
Ég starfa á leikskólanum Barnabóli á Þórshöfn. Ég fór ekki
í framhaldsskóla á sínum tíma en það hefur alltaf blundað í
mér að fara í nám sem tengdist leikskólanum þar sem ég hef
unnið mestan hluta af mínum starfsaldri. Þegar mér bauðst
að skrá mig í námsleiðina Fagnámskeið fyrir starfsmenn leik-
skóla hjá Þekkingarneti Þingeyinga sló ég til og sé ekki eftir
því.
Við vorum þrjár saman í því námi sem við stunduðum
í gegnum fjarfundarbúnað en búnaðurinn hefur verið alger
bylting fyrir okkur sem búum úti á landi. Fagnámið var mjög
góð byrjun fyrir mig en svo fór ég áfram í leikskólaliðann
sem var kenndur í gegnum fjarfundarbúnað frá Framhalds-
skólanum á Húsavík. Þá var Þekkingarnet Þingeyinga búið að
opna starfsstöð á Þórshöfn í gegnum menntasetrið, þar fékk
ég aðstöðu til námsins og sérlega góða þjónustu.
Áður en námið hófst fór ég í raunfærnimat hjá Þekk-
ingarnetinu. Það var býsna fróðlegt og þó að þar hafi komið
fram að ég mætti sleppa einhverjum fögum ákvað ég samt
að taka þau öll því að mér þótti þetta svo spennandi. Leik-
skólaliðinn var krefjandi og skemmtilegt nám, ég vann verk-
efni mín að mestu ein heima á Þórshöfn en hitti hópinn á
Húsavík nokkrum sinnum og það var mjög skemmtilegt.
Ég fékk mikla og góða hvatningu til að fara í nám en
auðvitað hneyksluðust margir og spurðu hvað ég væri að
baksa þetta á gamals aldri en það er aldrei of seint að byrja
segi ég. Á þessum tíma voru dætur mínar tvær líka í fjarnámi
á Þórshöfn, önnur frá Keili en hin í námsleiðinni Nám og
þjálfun í almennum bóklegum greinum í gegnum Þekkingar-
net Þingeyinga. Þannig hefur þessi þróun í fjarnámi breytt
miklu fyrir mig og mína fjölskyldu og verið mjög gagnleg. Í
vetur mun svo unglingurinn á heimilinu nýta sér aðstöðuna
hjá menntasetrinu til að stunda nám í framhaldsskóladeild
Þórshafnar.
Þetta nám hefur breytt miklu fyrir mig. Við það að fara í
nám opnuðust augu mín fyrir ýmsu, bæði í vinnu og einkalífi,
ég er öruggari í vinnunni sem starfsmaður, finnst auðveldara
að tjá mig fyrir framan hóp af fólki þó það sé ekki það auð-
veldasta sem ég geri. Dóttir mín sagði við mig um daginn að
fyrir þremur árum hefði hún ekki trúað því að ég ætti eftir að
standa hér og tala fyrir framan fjölda fólks. Þetta hefur líka
styrkt mig mikið félagslega og aukið sjálfstraust og sjálfsálit,
ég sé alls ekki eftir því að hafa farið inn á þessa braut fyrir
þremur árum.
Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fimmtudaginn 29. nóvember 2012 hlutu þrír einstaklingar viðurkenn-
inguna Fyrirmynd í námi fullorðinna. Þetta var sjötta skiptið sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitti viðurkenn-
inguna Fyrirmynd í námi fullorðinna. Árið 2012 tengdust tilnefningar þema ársfundarins um nám og vinnumarkað.
Að þessu sinni voru það Jóhanna Sigríður Jónsdóttir tilnefnd frá Þekkingarneti Þingeyinga, Sveinn Vilhjálmsson
frá IÐUNNI fræðslusetri og Sævar Gunnarsson frá Fræðsluneti Suðurlands sem fengu viðurkenninguna ásamt
blómvendi og iPad. Hér á eftir fara frásagnir þeirra af ferlinum og þeim hindrunum sem þau þurft að sigrast á.
„ALDREI OF SEINT AÐ BYRJA“
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir