Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 7

Gátt - 2013, Blaðsíða 7
7 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 JÓN TORFI JÓNASSON F O R T Í Ð O G F R A M T Í Ð Í F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L U Jón Torfi Jónasson H U G T Ö K I N F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A O G F R A M H A L D S F R Æ Ð S L A Hugtökin sem notuð eru í tengslum við fullorðinsfræðslu eru á reiki og merking sumra þeirra hefur tekið breytingum í tímans rás. Í daglegri umræðu er ekki talað um fullorðins- fræðslu þegar vísað er til menntunar innan formlega skóla- kerfisins, jafnvel þótt harðfullorðið fólk eigi í hlut. Þegar við síðan skoðum málin fjarri skólakerfinu er óljóst að hvaða marki sjálfstæð en markviss fræðsla einstaklinga eða skipu- lögð menntun, sem er alfarið ótengd skóla eða réttindum af einhverju tagi, eigi að teljast til fullorðinsfræðslu, til dæmis skipulögð starfsþróun tengd ákveðnum störfum eða verkefnum. Oft er farinn sá millivegur að nota hugtakið full- orðinsfræðsla í þröngri merkinu, þ.e. um fræðslu eða skóla- starf þeirra sem minnsta menntun hafa fyrir og jafnframt að sú fræðsla sé utan skólakerfisins. Í lögum um framhaldsfræðslu, sem tóku gildi 1. október 2010 og eru í hugum margra lög um fullorðinsfræðslu, er samt sneitt hjá skilgreiningunni á fullorðinsfræðslu og orðið framhaldsfræðsla notað til þess að undirstrika afmarkaða skírskotun laganna. Lögin vísa til fræðslu til handa þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu námi úr framhaldsskóla en þiggja síðan fræðslu utan skóla- kerfisins. Þau hafa verið túlkuð þannig að þau rúmi einnig þann hóp fólks (oftast af erlendum uppruna) sem hefur lokið sambærilegu námi erlendis en hefur samt ekki fengið það viðurkennt til starfa í íslensku samfélagi. Orðsins hljóðan á að benda til þess að um sé að ræða fræðslu sem er fram- hald grunnskólanáms eða einhvers takmarkaðs náms í framhaldsskóla sem fari fram utan skólakerfisins; þess vegna er talað um framhalds- fræðslu en ekki framhaldsskólafræðslu. Samkvæmt þessari afmörkun er margvísleg fræðsla fullorðinna (t.d. þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi eða iðnnámi), sem fer fram utan skólakerfisins, jafnframt utan við ramma laganna. En þótt afmörkun laganna sé tiltölu- lega þröng að þessu leyti er hún opin á aðra vegu, því orðið fræðsla hefur í lögunum mjög víða merkingu. Þannig er litið svo á að mat á hæfni fólks til starfa, raunfærnimat, falli undir lögin, enda sé markmið þessa mats ekki síst að viðurkenna færni sem ígildi náms sem megi þannig meta jafngilt ein- ingabæru námi í framhaldsskóla. Jafnframt viðurkenna lögin að innan þeirra rúmist stuðningur og leiðsögn til þess hóps sem þau tilgreina í formi ráðgjafar af ýmsu tagi. Stundum skipta skilgreiningar aðeins máli til þess að fá almenna hug- mynd um það málefni sem er til umræðu hverju sinni. En þau skipta meira máli þegar fjármagn hangir á spýtunni eins og á við um lögin um framhaldsfræðslu. L Ö G U M F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U Lögin um framhaldsfræðslu (nr. 27/2010) eru um margt bæði merkileg og áhugaverð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram frumvarp í desember 2008 og síðan Katrín Jakobsdóttir, í stórum dráttum sama frumvarpið, í desember 2009. Lögin voru samþykkt vorið eftir og tóku gildi 1. október 2010. Í allri Síðasti áratugur hefur verið viðburðaríkur á margan hátt. Efnahagslífið hefur verið óstöð- ugt, einkum vegna hruns bankakerfisins og erfiðrar stöðu bæði í almennu atvinnulífi og opinberum rekstri. Fjölmargt hefur gerst í fræðslumálum, ekki síst hvað varðar skólagöngu og endurmenntun fólks á fullorðinsárum. Kerfi og innviðir fullorðinsfræðslunnar hafa breyst og margir mjög eftirtektarverðir þættir náð fótfestu. Í þessu hefti Gáttar verða margir þess- ara þátta raktir. Í undanförnum árgöngum ritsins er að finna ítarlegar greinargerðir um flesta þætti sem hér eru nefndir, meðal annars ítarleg söguleg ágrip. Hér verða aðeins dregnar hinar grófu línur og hugleidd þýðing þess sem hefur gerst og við hvað er að etja í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.