Gátt - 2013, Blaðsíða 124
124
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
efnisins sem kom út í desember 2012. Heiti skýrslunnar er
Utdanning skaper utvikling i glesbygden (Menntun örvar
byggðaþróun) og er hægt að nálgast hana á slóðinni http://
www.nordvux.net/download/7274/distans_report_2013_
corr.pdf
F Æ R N I Þ R Ó U N A R V E R K E F N I N V L
2 0 0 9 – 2 0 1 2
Fulltrúi Íslands hefur ennfremur borið ábyrgð á færni þróunar-
verkefni NVL 2009–2012. Tveir norrænir hópar hafa komið
að verkefninu, annars vegar hópur sem markaði stefnu og
skipulagði framkvæmd verkefnisins og hins vegar hópur
fræðimanna sem vann við greiningu og skýrslugerð.
Markmið verkefnisins var að greina á þriðja tug
árangurs ríkra menntaverkefna frá öllum Norðurlöndunum
til þess að komast að því hvað einkenndi þau verkefni þar
sem best hafði tekist, á ólíkan hátt, að mæta áskorunum,
grípa tækifærin og stuðla að uppbyggilegum breytingum í
samfélaginu og á vinnumarkaði. Skýrsla fræðimannanna er á
ensku undir heitinu Analysiws of Nordic Educational Projects
designed to meet challenges in society: Defining the Success
Factors. Ingegerd Green skrifaði samantekt í handhægu hefti
á sænsku undir yfirskriftinni 8 Fremgångsfaktorer.
Heftið hefur verið mikið notað, jafnt til þess að meta
menntaverkefni, umsóknir um ný verkefni og aðra starfsemi
af ýmsu tagi. Um leið og kynning á niðurstöðum verkefnisins
hófst komu fram óskir um að heftið yrði þýtt á fleiri tungu-
mál. Það hefur nú verið gert og núna í nóvember 2013 er
heftið aðgengilegt á fjórum tungumálum, ensku, dönsku,
grænlensku og íslensku, á vef NVL, http://www.nordvux.net/
page/1140/kompetensutveckling.htm.
Kynningar, með þátttöku fulltrúa landsins í skipulags-
hópnum, eins fræðimanns og fulltrúa Íslands, hafa þegar
farið fram í Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum og Ósló. Auk
þess að kynna niðurstöður verkefnisins er markmiðið að
opna umræður um hvernig þátttakendur í hverju landi sjá
fyrir sér að hægt sé að nýta niðurstöðurnar. Safna á upp-
lýsingum saman og miðla þeim áfram til Norrænu ráðherra-
nefndarinnar. Næstu kynningar í Svíþjóð og Finnlandi hafa
verið undirbúnar og fara fram í nóvember.
N Ý R V I N N U H Ó P U R Í U N D I R B Ú N -
I N G I
Fulltrúi Íslands undirbýr stofnun nýs vinnuhóps um færni-
þróun í atvinnulífinu. Ætlunin er að leiða saman aðila vinnu-
markaðarins til þess að huga að uppfærslu á skýrslu norræna
Fundur NVL á Grand Hótel í janúar 2013