Gátt - 2013, Blaðsíða 128
128
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
undir ramma lagana um framhaldsfræðslu og mæti sýnilegri
þörf fyrir menntunarúrræði.
Alls veitti sjóðurinn 18 styrki í þessari fyrstu úthlutun að
upphæð 29.900.000,- kr. Sjá yfirlit yfir úthlutanir í töflu 1,
hér fyrir aftan.
Um haustið 2011 var aftur úthlutað úr sjóðnum. Er þetta
eina skiptið sem úthlutað hefur verið tvisvar úr sjóðnum
sama árið. Í seinni úthlutuninni 2011 voru áherslur sjóðsins
eftirfarandi: Samstarf símenntunarstöðva og framhaldsskóla
um brúarleiðir, samstarf símenntunarstöðva um fjarkennslu
vottaðra námsleiða og samstarf fræðsluaðila um gerð náms-
efnis sem snýr að vottaðri námsleið sem Fræðslusjóður
styrkir. Það efni skyldi hugsað til framtíðarnotkunar og unnið
á þeirri forsendu, t.d. rafrænt. Alls voru veittir styrkir til fimm
verkefna að upphæð 11.410.600 kr. Sjá yfirlit yfir úthlutanir
í töflu 2, hér fyrir aftan.
Þriðja úthlutun úr Þróunarsjóði var vorið 2012. Forgangs-
Tafla 4. Úthlutun 2013
Umsækjandi Heiti verkefnis Upphæð
Austurbrú Vélfræði fyrir vélafólk 1.280.000
Farskólinn – miðstöð símenntunar á
Norðurlandi vestra
Árangur og ánægja í verslunarstörfum 977.000
Framvegis – miðstöð símenntunar Þróun á grunnnámi í kerfisstjórnun 1.500.000
Fræðslumiðstöð Vestfjarða Fræðsla í fiskeldi 2.500.000
Fræðslumiðstöð Vestfjarða Skrifstofuskóli II 2.500.000
Fræðslunet Suðurlands Ull í mund 2.500.000
Fræðslunet Suðurlands Tæki-færi 1.568.000
Mímir-símenntun Hönnun námsleiðar fyrir starfsfólk í vöruhúsum 2.500.000
Mímir-símenntun Þjónusta og upplýsingagjöf 1.982.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar SÍMEY Nám fyrir starfsfólk í ræstingum 1.010.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar SÍMEY Nám fyrir millistjórnendur 1.051.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar SÍMEY Bóknám fyrir sjómenn 875.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar SÍMEY Lífsleikni fyrir fatlaða 1.051.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar SÍMEY Sá er sæll sem sínu ann. Styrkur er máttur. 1.000.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar SÍMEY HELP– start– námskrá 1.375.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar SÍMEY Nýliðaþjálfun í fiskvinnslu fyrir innflytjendur 975.000
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi Listnámsbraut 2.500.000
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi Skapandi tæknivitund 1.280.000
Starfsgreinasamband Íslands NPA-fræðsla fyrir aðstoðarfólk 800.000
Verkmenntaskóli Austurlands Tæknilausn 1.388.000
Þekkingarnet Þingeyinga Þróun námsleiðar fyrir fólk með geðfötlun 1.215.000
Þekkingarnet Þingeyinga Efling starfsmenntunar sjómanna á Raufarhöfn 1.905.000
svið við úthlutun voru: Þróunarverkefni í framhaldsfræðslu
sem stuðla að samstarfi skólastiga og/eða landsvæða. Þróun
námsmats í framhaldsfræðslu og mats á námskrám FA inn
í framhaldsskóla (samstarf framhaldsfræðsluaðila og fram-
haldsskóla). Opinn flokkur – áhersla á nýsköpun og þróun
innan framhaldsfræðslu. Viðmiðin sem Þróunarsjóðurinn
gekk út frá við val á verkefnum voru að þau næðu til þeirra
sem falla undir ramma laganna um framhaldsfræðslu og
mættu sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhalds-
fræðslu.
Árið 2012 úthlutaði Þróunarsjóður 37.672.800 kr. til 23
verkefna. Sjá yfirlit yfir úthlutanir í töflu 3, hér fyrir aftan.
Vorið 2013 var úthlutað úr Þróunarsjóði framhalds-
fræðslunnar í fjórða sinn. Áherslur sjóðsins í það sinn voru:
hönnun á nýju námi innan framhaldsfræðslu fyrir hópa,
þar sem skort hefur á framboð og tækifæri til náms, þróun
verkferla innan framhaldsfræðslu við skipulag starfsþjálfunar