Gátt - 2013, Blaðsíða 31
31
Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
Þóra Ásgeirsdóttir Helga Lára Haarde
ÞÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR OG HELGA LÁRA HAARDE
H V E R J I R S T A R F A V I Ð F E R Ð A Þ J Ó N U S T U ?
H V E R J I R S T A R F A Í F E R Ð A Þ J Ó N -
U S T U ?
Niðurstöður könnunarinnar gefa gott yfirlit yfir hverjir sinna
hvaða störfum innan ferðaþjónustunnar á gisti- og veitinga-
húsum en það var megintilgangur verkefnisins. Þar var um
að ræða yfirlit yfir ferns konar störf, í eldhúsi, veitingasal,
móttöku og þvottum og þrifum.
Um 45% hópsins hefur lokið grunnskólaprófi eða minni
menntun og svipað hlutfall hefur lokið framhaldsskóla og
hluti þess hafið nám í háskóla.
Hópurinn hafði að meðaltali starfað 4,65 ár við ferða-
þjónustu. Aðeins um fjórðungur svarenda hafði starfað við
ferðaþjónustu lengur en fimm ár en yfir 30% sögðu starfs-
aldur sinn vera eitt ár eða styttri. Þeir sem hafa stysta starfs-
aldurinn (eitt ár eða styttra) vinna fremur við þvotta og
þrif en þeir sem hafa fimm ára starfsaldur eða lengri starfa
fremur í eldhúsi en annars staðar. Svarendur af erlendu þjóð-
erni virðast fremur ílengjast í störfum sínum en Íslendingar
en meirihluti Íslendinga sem svöruðu hafa starfað í eitt ár
eða styttra innan ferðaþjónustunnar. Meirihluti svarenda af
erlendu þjóðerni hefur starfað í ferðaþjónustu lengur en tvö
og hálft ár en skemur en fimm ár. Eftir því sem fólk hefur
unnið lengur þeim mun líklegra er það til að ætla að halda
áfram að starfa við ferðaþjónustu. Þegar litið er til mennt-
unar sést að af þeim sem hafa lokið háskólaprófi og starfa
innan ferðaþjónustunnar hafa flestir starfað fimm ár eða
lengur en af þeim sem hafa lokið grunnskólaprófi hafa flestir
starfað eitt ár eða styttra.
Starfshlutfall starfsmanna ferðaþjónustunnar er marg-
breytilegt en aðeins rösklega þriðjungur starfsmanna var í
fullu starfi eða meira síðustu 12 mánuði áður en könnunin
var gerð. Um 15% svarenda sögðust einungis hafa verið í
starfi sínu á sumrin. Aðrir hafa verið í hlutastarfi eða ýmist
í hlutastarfi og fullu starfi. Þeir sem ekki hafa íslensku að
móðurmáli eru mun líklegri til að vera í fullu starfi eða meira.
Það má því álykta að Íslendingar líti á þessi störf frekar sem
aukastörf en þeir sem eru af erlendu bergi brotnir. Algengara
er að þeir sem hafa unnið í fullu starfi síðustu 12 mánuði
starfi í eldhúsi en til dæmis í veitingasal en þeir sem vinna
Maskína vann rannsókn fyrir Samtök ferðaþjónust-
unnar og fleiri aðila. Rannsóknin var unnin með milli-
göngu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og var liður
í vinnu á greiningu á færnikröfum í ferðaþjónustu.
Í þessari grein verður farið yfir helstu niðurstöður
rannsóknarinnar sem gerð var meðal starfsmanna og
stjórnenda í ferðaþjónustu.
Unnið var með svokallaða „blandaða aðferð“,
þ.e. beitt var bæði eigindlegri og megindlegri rann-
sóknaraðferð. Verkefnið hófst með Fjarumræðuborði
Maskínu. Í Fjarumræðuborðinu ræddu stjórnendur sín
á milli um samsetningu vinnuafls, skoðanir á því hvað
mætti betur fara, hvað vel væri gert og hugmyndir um
námskeið eða menntun til að auka færni starfsfólks.
Könnun var lögð fyrir starfsfólk og stjórnendur í ferðaþjónustu á Íslandi og var hún að hluta til byggð á niður-
stöðum Fjarumræðuboðsins. Um var að ræða stjórnendur sem eru félagar í SAF og starfsfólk, um allt land, sem
eru félagar í stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands. Könnunin var lögð fyrir starfsmenn á þremur
tungumálum, íslensku, ensku og pólsku og var hægt að svara bæði í síma og á netinu.