Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 101

Gátt - 2013, Qupperneq 101
101 A F S J Ó N A R H Ó L I G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 SIGRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR V I Ð H O R F Í F J Ö L S K Y L D U N N I H A F A A F G E R A N D I Á H R I F ! Lena Hulda Nílsen Myrkrið víkur fyrir bleik blárri birtu tindrandi vetrarmorguns í þann mund að við háskólastúdentinn viðmælandi minn, og fyrrum samstarfskona hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), Lena Hulda Nílsen komum okkur fyrir til þess að ræða um námsferil hennar. Hún er rúmlega þrítug og hefur með þrautseigju og uppörvun eiginmanns yfirstigið ótal hindranir, gengið langa, grýtta leið með ýmsum hliðarsporum til þess að geta hafið háskólanám. Lena ólst upp í fjölskyldu þar sem lítil sem engin hefð var fyrir námi. Foreldrarnir verkafólk og hún yngst fjögurra systkina. Lífið snerist um vinnu og að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn. Lenu gekk ekki vel í grunnskóla og eftir fyrirmynd tveggja eldri systkinanna sem höfðu farið að vinna fyrir sér strax að loknum grunnskóla gerði hún það líka. Henni fannst hún ekki geta neitt í skóla og það var aldrei inni í planinu að fara áfram í nám. „Viðkvæðið heima var að maður gæti alltaf fengið vinnu. Það var ekkert annað í boði. Það var aldrei lagt neitt upp úr námi. Ég féll á samræmdu prófunum en það skipti mig engu máli. Ég hafði engan áhuga á námi og gat ekkert í skóla. Svo ég fór að vinna og hélt því áfram í mörg ár,“ segir Lena. S T Æ R S T A S K R E F I Ð Lífið breyttist, Lena eignaðist kærasta, hann Vigni. Hann trúði statt og stöðugt á að hún gæti lært, henni væru allir vegir færir. Árið 2002 eignaðist Lena fyrsta barnið þeirra og kærastinn hvatti hana eindregið til þess að halda áfram námi. Hún lét hikandi undan, fór í Námsflokkana til þess að taka upp samræmdu prófin, ljúka tíunda bekknum. Þá komst hún að því að kærastinn hafði rétt fyrir sér. „Ég komst að því að ég var ekki jafn vitlaus og ég hélt. Mér gekk ágætlega og þegar maður eldist og þroskast þá kemst maður að því að kennararnir skipta rosalega miklu máli.“ Með aldrinum varð Lenu líka ljóst að hún gæti ekki starfað áfram við verkamannavinnu. Hún hafði verið að vinna í apóteki og þau Vignir ræddu saman um þetta. Lena komst að því að hún gat alveg hugsað sér að vinna á skrif- stofu við tölvur og þvíumlíkt en til þess að geta það yrði hún að læra meira. „Ég sá fyrir mér að ef ég veldi eina leið myndi ég ljúka henni og fara að vinna aftur. Þetta var náttúrulega langstærsta skrefið. Að hefja nám á skrifstofubrautinni MK 2004, ég sem hafði aldrei stigið fæti inn í menntaskóla. Ég var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist af brautinni. Við höfðum lokið 32 ein- ingum. Kennslan var í dagskóla og ég var hræddust við stærðfræðina og íslenskuna. Kennarinn okkar í stærðfræði var alger snillingur og ég fékk níu í stærðfræði.“ Þegar hún hafði lokið skrifstofubrautinni fékk Lena starf hjá Miðlun við símaþjónustu hjá Gulu línunni. Svo við inn- heimtu, henni fannst það ágætt en ekki sérstaklega spenn- andi til lengdar. „Þá fékk ég nasasjón af þessu, kannski á það ekki við mig að sitja kyrr á stól. Ég hafði alltaf verið að vinna líkamlega krefjandi vinnu, í fiski, svo í þvottahúsi og í apóteki þetta var í fyrsta skipti sem ég varð að sitja á rass- inum allan daginn. Ég sakna þess eiginlega að vera ekki á fótunum.“ Svo var öllum sagt upp og í framhaldinu var Lenu boðið starf við sölumennsku, úthringingar á kvöldin sem henni þótti ekki spennandi. Með vinnunni hjá Miðlun lagði hún stund á fjarnám til þess að ná sér í þær einingar sem hún þurfti til að ljúka stúdentsprófi. A L L T A F Í S K Ó L A N U M , A L L T A F A Ð L Æ R A Þegar hér var komið sótti hún um starf við símavörslu og móttöku hjá FA og fékk það. Seinna frétti hún að það hafi komið henni til góða að hún var eins og markhópur FA, ein- staklingur sem ekki hafði lokið námi í framhaldsskóla en var að vinna að því. Árin sem hún starfaði hjá Fræðslumiðstöðinni var hún alltaf í námi. Var að ná sér í einingar, ýmist með fjarnámi, kvöldskóla eða í sumarnámi. Vignir var líka í námi á sama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.