Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 5
Torfufell, séð úr hlíðinni vestan bœjarins. Bærinn austan Eyjajjarðarár eru Halldórsstaðir. Guðmundur Gunnarsson: Viðmœlandi minn í eftirfarandi grein er Sigurður Jós- efsson, fyrrum bóndi að Torfufelli í Eyjafirði. Hann er á þeim aldri að hann man að mestu þá breytingu er varð þar í héraði á jjórða áratug nýliðinnar ald- ar, að byggðarlagið breyttist: „... úr því að vera slakt miðl- ungshérað frá landbúnaðarlegu sjónarmiði, í það að verða í fremstu röð búskapar og almennrar velmegunar bændasam- félagsins “ eins og segir í „Sögu Kaupfélags Eyfirðinga 1886 - 1986“ eftir Hjört E. Þórarinsson, bónda á Tjörn í Svarfaðardal, þar sem fjallað er um stofnun Mjólkursamlags KEA. Frá eyfirskum byggðum og öræfaslóðum Sama sjónarmið kemur einmitt fram í greininni af hálfu Sigurðar en frásögn hans beinist þó meir að öðrum efnum. Þar eiga örœfin sunnan Eyjafjarðar mikið rúm sem eðlilegt er því að óðal hans, Torfufell, var í uppvexti hans eitt af syðstu byggðum ból- Furðusmið natturunnar, fundin ífjallgöngu Svövu og Sigurðar á Torfufell 5. ágúst 2000. Myndverkið á steininum sem Sigurður heldur á er ekki af manna- höndum gert. Rœtt við Sigurð Jósefsson frá TorfufeUi í Eyjafirði um í héraðinu og í nálœgð við þau. „Allt er þegar þrennt er, “ segir málshátt- urinn. Eðlilegt var að Eyfirðinga fýsti að opna sér akfera leið suður á miðhálendið um 1940, þegar Arnesingum, Rangœingum og Þingeyingum voru fœrar leiðir þangað úr byggðum sínum. En í orðsins Jýllstu merkingu var meira á brattann að sækja fyrir Eyfirðinga í þessu efni og því varð ekki fyrr en í þriðju tilraun að opnaðist leið sem viðunandi reyndist. 1 þessu starfi var Sigurður beinn þátttak- andi svo sem fram kemur hér á eftir. Þeim sem vildu kynna sér nánar það svæði sem um er fallað, skal bent á kortblað Land- mælinga Islands, í mœlikvarða 1 : 100.000, númer 64, sem ber nafnið „ Vatnahjaliavegur. “ Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.