Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 19
Svo enn sé vísað til Vilhjálms Hjálmarssonar, er víst að þau Ólafur Bergsson og Guðný Kristjánsdóttir fluttust oft milli bæja og sveita á húsmennskuævi sinni. Komið gat fyrir að þau dveldust á sínum bænum hvort. Og hvar voru börnin? Þau eignuðust saman fimm börn. Elstur var Sig- urður, sem drukknaði á Borgarfirði sumarið 1908, þá Kristján (dó á fyrsta ári), þá Helga, lengi á Hafursá á Völlum, þá Jón, verkamaður í Reykjavík og yngstur Ingi- mann, sem hér er helst sagt frá. Hann var skírður Berg Ingemann, en vildi ekki heyra það nafn, enda ekki svo nefndur nema í opinberum plöggum, þar sem ofitúlkun skriffinnskunnar réð ríkjum. Sú saga er uppi og mun sönn, að Ingimann hafi neitað að taka við ellilaunum, sem stíluð voru á þennan meinta „Berg lngemann“, og vildi ekki við hann kannast eða hafa af honum fé! Guðný Kristjánsdóttir lifði Ólaf eiginmann sinn og var ekkja 40 ár. Hún andaðist á Norðfirði á 84. aldursári snemma árs 1946. Margt var henni öndvert á ævinni eins og greina má af því sem hér hefur verið sagt. Ekki hafði hún tök á að hafa börn sín öll reglulega hjá sér við þær að- stæður sem hún bjó við í hjúskap sínum og ekkjudómi. Síður en svo. Þó mun Ingimann alltaf hafa fylgt móður sinni, barn og fullorðinn. Við, gamlir Norðfirðingar, mun- um Guðnýju vel, þar sem þau héldu heimili mæðginin um áratuga skeið og farnaðist býsna vel, þótt ekki væri efnum fyrir að fara. Guðnýju Kristjánsdóttur var ekki fisjað sam- an. Hún var merkiskona og kunni fótum sínum forráð. Hún sá við heiminum, hafi hún ekki boðið honum birg- inn. Ingimann Ólafsson Ingimann Ólafsson fæddist 10. ágúst 1895, yngstur fimm barna Ólafs og Guðnýjar. Sem fyrr er að vikið var hann hið eina barnanna, sem alltaf fylgdi móð- ur sinni. Ellefu ára gamall missti hann föður sinn. En föðurminningin var honum án efa mjög kær. Hann kynnti föður sinn sem skáld og hélt heiðri hans á loft. Ingimann var ljóðelskur og hagmælt- ur. Gáfur og greind hans komu fram í fleiru en því að kunna skilin milli skáldskapar og leirburðar. Hann var einnig góður skákmaður og vel máli farinn. Ingimann var sjálfmenntaður eins og oft var um alþýðumenn, vel lesinn um margt og margfróður. Varla mun hann hafa notið annarrar formlegrar uppfræðingar en takmarkaðrar barna- fræðslu og þess sem krafist var til ferm- ingar. Fermingarlærdómurinn dugði þó skammt til að þess að gera hann kirkju- rækinn eða elskan að prédikunum prest- anna. Á Norðfirði kynnti hann sig bein- línis sem andstæðing kirkjunnar og þrá- aðist við að greiða sóknargjöld. í þeim efnum var hann trúr kenningum Karls Marx, Lenins og Stalíns. Vonir hans og væntingar um réttlátt þjóðfélag og farsæld mannkyns voru tengdar kenningum lærifeðra kommúnismans. Ingimann var á Norðfjarðarárunum, eins og minnisstætt er, heill í pólitískum skoðunum sínum og eftir því stéttvís verkalýðssinni. Hann var ætíð daglauna- maður, sem hvergi var fastráðinn, maður sem átti sitt und- ir árstíðabundnum verkefnum atvinnulífs staðarins og annarri hendingu atvinnustarfsemi síns tíma. Auk þess að vera landverkamaður sótti hann líka sjó á skektum og trill- um. Hann var maður sem varla fór úr vinnugallanum. Stéttvísi Ingimanns hlýtur raunar að vekja á honum aðdá- un. Pólitískar skoðanir hans áttu sér góða og gilda skýr- ingu. Þær varði hann fimlega, þegar í brýnu sló. Hann var virkur félagsmaður í Verkalýðsfélagi Norðfjarðar og tók síðar þátt í störfum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík af miklum áhuga eftir að hann fluttist þangað. Stéttvísi brást honum ekki. Heilindi hans leyfðu engan undanslátt í því efni. Eg hef lagt mig nokkuð eftir því að leita uppi kveðskap eftir Ingimann, því að hann var að flestra sögn vel hag- mæltur og skaut oft fram vísum af ýmsu tilefni. Eftirtekja leitar minnar er á hinn bóginn heldur rýr. Núlifandi menn hafa vísur efitir hann ekki á hraðbergi og fátt er að finna á eftirlátnum blöðum hans eða annarra um kveðskap hans. Hins vegar vænti ég þess að einhverjir lesendur Heima er bezt geti bætt hér úr. Skora ég á þá, sem kunna vísur eða kvæði eftir Ingimann Ólafsson, að koma þeim á framfæri. Hins vegar geyma margir ýmsar minningar um Ingimann, því að hann var minnisstæður maður fyrir margra hluta sakir. Af honum ganga ýmsar sögur og frásagnir á Norð- firði, því að þar lifði hann að mörgu leyti hið frís- kasta skeið ævi sinnar, og er þó ekki sagt að það hafi allt verið tómir hamingjudagar. Síður en svo. Mér er næst að ætla að lífs- hamingju hafi hann ekki kynnst fyrr en eftir Norðfjarðarveruna, þegar hann var sestur að í Reykjavík og eignaðist þar fjölskyldu, sem hann lét sér annt um og naut sjálfur elsku hennar og i virðingar. En nú skal vikið að nokkrum sög- I um og sögnum af Ingimanni Ólafs- syni og yfirleitt stuðst við frásagnir gamalla Norðfirðinga. Lúðvík Ingvarsson frá Ekru (f. 1912), móðurbróðir minn, var allvel kunnur Ingimanni á unglingsárum sínum eftir að Ingimann fluttist til Norðljarðar á þriðja áratug aldarinnar. Segir Lúðvík að hann hafi verið viðkynningargóður og vel hafi farið á með þeim. Lúðvíki er m.a. minnisstætt sláttulag Ingimanns, hversu liðlega hann sló með orfi og ljá, sem voru hin algengu heyvinnslutæki Ingimann með móður sinni, Krist- jönu Guðnýju Kristjánsdóttur og Jóni Olafssyni bróður sínum. Heima er bezt 163

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.