Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 29
menn kæmust suður yfir Álfta- skálará, er fellur milli Grímstungu og Haukagils, og grýtti á móti þeim. Tók nú Björn ísaksson á sig tötur og fór suður yfir ána. Ætlaði Einar hann förumann og grýtti að honum. Réðist þá Björn að presti og áttu þeir fang- brögð. Mátti Björn betur, kom presti undir, sleit niður brækur hans og barði á honum. Hvekktist prestur við þetta og gætti sín betur en áður. Svo fór að lokum að hann var ákærður fyrir óviðeigandi framkomu og dæmdur frá prestskap og var hon- um margt til fundið, enda af nógu að taka svo sem prang brennivíns, hneykslanlegur drykkjuskapur og ósæmilegt orðbragð. Eitt var það að vinnukona hans er Helga hét, varð þunguð og féll grunur á að væri af völdum prests. Eitt sinn fóru þau fram á Grímstungnaheiði í fjaðraleit og þótti hún eftir það verða léttari en er tilrætt var um það hafði klerkur það í spotti og mælti: „Ojá, ójá, mað- ur“ - það var máltak hans - „ef Sýr- vatnsás kynni að tala vissi hann af barninu hennar Helgu.“ Heitir svo örnefni eitt á Grímstunguheiði. Aldrei varð það þó upplýst honum til sakfellis. Jónas prófastur á Höskuldsstöðum kvað upp þann dóm, ásamt sínum meðdómsmönnum, að Einar prestur skyldi láta af embætti og yfirgefa staðinn. Er prófastur hafði lesið upp dóminn í Grímstungukirkju, i viður- vist klerks og meðdómsmanna sinna, mælti hann: „Þér verðið nú, monseur Einar, að gjalda mönnum þessum fyrir ómak sitt.“ Einar mælti: „Nú, má það ekki vera nema mon- seur.“ Hljóp hann þá fram eftir kirkjunni að bita sem hempa hans var lögð á, tók hana, hljóp innar að kórsdyrum, kastaði henni til þeirra og sagði: „Takið þið við henni brúnku og skeinið ykkur á henni, og svei henni.“ Varð nú Einar prestur undan að láta og fór að Öxl í þingi, en Jón Jónsson, er verið hafði prestur og prófastur að Rípi í Hegranesþingi í ártugi, fluttist vestur að Grímstungu. Að Öxl er hann íjórum árum síð- ar,1789, en fer þá að búa í Hvamm- koti við Hvamm í Vatnsdal. Fylgdi honum kona hans, fmba strympa, og sonurinn, Ólafúr drellir. Ekki mun Einar prestur hafa ver- ið staðfastur við búskapinn. Flakkaði hann á sumrum og kallaði ferðir þær reisur. Eitt sinn var hann til vetursetu á Akri með Ambimi frænda sínum, syni Árna prests á Bægisá. Arnbjöm átti Sigurlaugu dóttur Guðrúnar Skúladóttur á Torfalæk og Bjarna - bónda eins er búið hafði að Kálfs- hamri. Átti Guðrún og aðra dóttur óskilgetna er Guðrún hét. Eitt sinn var Einar spurður hvernig honum líkaði vist á Akri. Svaraði hann þá: „Þar er aðgjörðalaust meinlæti, ánægjulegur friður og yfirgnæfanlegt hungur.“ Þau hjón kallaði hann „Skarnbjörn pjaka“ og „Laugu nurtu“ Nú var það um vorið 1810 að Ein- ar fór um Vatnsdal að austanverðu og út að vestan, en er hann kom á Gils- staði fór hann yfir til Hvamms. Bjó þá þar Jón hreppstjóri Jónsson og kona hans Sigríður Bjarnadóttir prests frá Mælifelli. Einar settist á bekk í bæjardyrum og sagði við hús- freyju: „Nú er ég kominn að deyja hjá þér.“ „Ekki er það víst, Einar minn,“ sagði hún. „Látum svo vera,“ kvað hann, „ég ætla að gista hjá þér í nótt.“ Að morgni var hann veikur og færður í rúm frarn í stofu og báru menn hann. Hélt hann þó á keyri í annarri hendi en peningabuddu í hinni, spurði að flauelsbuxum sínum, hældi keyrinu og spurði: „Þykir ykkur það ekki fallegt?“ Lá nú Einar í niðurgangssýki í hálfan mánuð. Að Hvammi kom Páll prestur að Undirfelli og spurði Einar þá hvort Pjakkur“ væri á stað kom- inn. Lét hann sér fátt um finnast komu hans en örvænti sér þó. Öðru sinni kom prestur og spurði þá hús- freyja hvort Einar vildi eigi að hann kæmi til hans. Einar svarar: „Hvað mun hann segja nema það ég veit, sem verið hefi kapelán og prestur í 27 ár. Veit ég allt hvað hann segir og mun segja.“ En er hann var spurður því hann kallaði prest „Pjakk“ svaraði hann: „Er ekki pjakkað með páli? Nú held- urðu kannski, Sigríður Bjamadóttir, að ég sé skammlífur, en sá vísi mað- ur Halldór prestur á Breiðabólstað fyrrum mælti - og mundi hann vel vita - að ég yrði áttræður. Nú er eitt ár þangað til.“ En stundu seinna var Einar lát- inn. Skorti hann einn vetur á áttræð- an. Lokið var þá ævi hins eftirminni- lega guðsmanns, Einars prests Ei- ríkssonar í Grímstungu, er fékk við- urnefhið prestlausi eftir að hempan var af honum dæmd. Hann var gáfu- maður að vitsmunum sem frændur hans, segir Gísli Konráðsson, en undarlegur í háttum, hrekkjóttur og illur, styrkur að afli, illa þokkaður og engum harmdauði. Skýringar. Grímstunga: Bær, stórbýli, og fyrr- um kirkjustaður innarlega í vestan- verðum Vatnsdal i Austur-Húna- vatnssýslu Smálki: matarleifar Sleikja um gáms eða gams eða gamms: lifa á munnvatninu. Monseur: ekki mátti nefna hann séra eftir að hempan hafði verið dæmd af honum Heimildir: íslandssaga L - Ö eftir Einar Laxness, bls 37 Húnvetnigasaga eftir Gísia Konráðsson bls: 167, 249, 304, 305, 319, 336, 339 - 342, 489,490. Islenskar æviskrár 1. bindi Blanda III, bls 167-172. Heimaerbezt 173

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.