Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 40
Fimmtudagur Fimmtudagsmorguninn var enn þoka og mjög dimmt, svo ekki sást fram yfir ána. Þar sem ekkert hey var á staðnum tók nokkurn tíma að beita hestunum en ágætis hagar voru skammt neðan við kofann. Var farið að líða að hádegi þegar ákveðið var að fara af stað áleiðis fram í Gljúfur- leit. Fleldur birti til meðan við vorum að ferðbúast við Dalsárkofann, en frekar bætti í rigninguna. Við Steinþór fórum niður á Dalsárkrókinn og niður með Þjórsá. Fljót- lega herti sunnanáttina og rigndi óskaplega. Var því veðr- ið sem næst í fangið. Rétt innan við Dynk komum við á kindaför sem við töldum vera mjög nýleg. Þau voru hins vegar mjög út- runnin vegna bleytunnar. Leituðum við þarna nokkuð lengi á svæðinu án árangurs, en þar er mikið um klappir og stórgrýti. Vorum við ekki með hýrri há að fara án þess að finna kindur. Nokkru framar, á Ofærutanga, fundum við tvílembu og hófst nú rekstur hennar. í fyrstu gekk það sæmilega en þegar leið á daginn herti veðrið enn meira. Leituðust kindurnar mjög við að fara upp úr götum og komast í skjól. Ekki kom til greina að skilja þær eftir. Eftir því sem nær dró Gljúfurleitarkofanum jókst vatn í giljum og voru sum þeirra illfær fénu. Geldingaá og Hölkná voru slæmar. Urðum við oft að lyfta, sérstaklega lömbunum upp úr lækjunum, vegna þess að þau hrakti undan straumi og lentu í sjálfheldu. Við gátum ekki leitað mikið á þessu svæði, vegna þess- ara erfiðleika. Svo var nú líka sjálfhætt að líta í kringum sig vegna myrkurs. í Gljúfurleitarkofann komumst við þó seint og um síðir, gjörsamlega uppgefnir. Settum kindurnar í jarðfallið, hestana í kofann og skriðum sjálfir á bálkinn. Matarlystin var ekki mikil þetta kvöldið, en sjálfsagt höfum við drukkið kaffi. Valli og Hermann voru komnir löngu áður og voru orðnir órólegir. Það var ekki á okkur „þurr þráður“ og engin aðstað til að þurrka fötin. Menn sáu varla handaskil vegna móðu í kofanum. Ljósmeti var ekki mikið, aðeins eitt eða tvö kerti. Bæði gufaði upp af okkur og hestunum. Ég fór þetta kvöld úr nærfötunum til að geta undið úr þeinr vatnið og klæddist þeim síðan. Þá klæddist maður ullarnærfötum og ekki held ég að mér hafi orðið kalt. Svo var skriðið í svefnpokann og lagst til svefns. Þegar ég vaknaði seinnipart nætur, voru fötin sem ég svaf í, orðin nokkuð þurr, kannski voru þau bara volg. Svefnpokinn þyngdist að sama skapi því auðvitað hefur hann dregið í sig raka. Föstudagur Að morgni föstudagsins ferðbjuggumst við snemma að venju og fórum að skoða féð í réttinni. Þar var þá afskap- lega slæmt ástand og döpur aðkoma. Kindurnar voru nán- ast á sundi í moldarleðju. Lækur hafði brotið sér leið inn í farveginn og ræsi, sem var neðst í fyrirhleðslunni hafði stíflast og þess vegna flæddi. Kindurnar, sem flestar Á Fjóröungssandi. Gömul varða á Sprengisandsleið. höfðu verið hvítar þegar þær voru settar inn, voru nú orðnar mórauðar. Það urðu þó aftur litabrigði á þeim þeg- ar leið á daginn, því ennþá rigndi mjög mikið. Enn var haldið af stað áleiðis í Hólaskóg. Smalað fram Gljúfurleit og Skóga og síðan Bláskógar í Sandafelli. Um kvöldið vorum við búnir að finna alls 14 kindur innan við afréttargirðinguna. Um nóttina fór vel um féð. Það lá í safngerðinu þar sem var skjól undir réttarveggjum og sæmilega þurrt. Annar laugardagur Næsta dag, laugardaginn 24., var þokan enn ofsalega dimm en ekki mikil úrkoma. Varla sást í brúnina ofan við kofann og því vonlaust að reyna smalamennsku. Lágum við því um kyrrt, en beittum hestunum og kindunum. Valli og Hermann fóru eftir hádegið vestur í Fossárdal en sú ferð var gagnslaus vegna dimmviðris. Sögðust þeir ekki hafa séð lengra en niður á ístöðin. Ég hef áður getið um flatkökurnar og kjötið. A matinn var farið að ganga, þó ekki hafi nú verið borðað yfir sig undanfarna daga. „Nýja kjötið“ var orðið grænt og flat- kökurnar grámyglaðar. Hangikjötið var skárra, þó orðið ansi lint og kartöflurnar búnar. Meðan þeir Valli og Her- mann voru fjarverandi, datt okkur Steina í hug að búa til veislu. Kveiktum á olíuprímusnum og kyntum hann sem mest við máttum. Skárum kjötið í sneiðar og steiktum yfir loganum. Sama hátt höfðum við á með flatkökurnar. Myglan brann og þær urðu hið mesta lostæti, heitar með smjöri. Kvörtuðum við sáran undan hugmyndaleysi und- anfarinna daga. Þennan dag hvíldumst við ágætlega, enda kom það sér vel fyrir átök næsta dags. í Hólaskógi var orðið heylaust og því var hestunum beitt. Settum við þá út morguninn eftir og beittum þeim innan við girðinguna, svo ekki þurfti að vakta þá. Þeir voru húsbóndahollir og reyndu ekki strok. 184 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.