Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 10
hesturinn var gripinn til snúast í kringum kýr og kindur, bara ef maður hafði snæri í vasanum, þá var vandinn leystur. Mér eru minnisstæðir flutningar á hestasleðum þegar bílar komust ekki alla leið vegna snjóa. Þá beitti maður hesti íyrir sleða og flutti mjólk og vaming til og ffá bílnum. Það var eins og hestamir hefðu gaman af að brokka fyrir sleðanum þar sem færð var góð, t. d. á ísum. Seinna meir var þessi vandi leystur með því að setja snjóbelti á dráttarvél. Og það var farið í göngur, en göngur vom stuttar á Torfú- fellsdal. Faðir minn og Ingólfúr smöluðu dalinn off tveir ein- ir. Faðir minn átti gjaman góða hunda og þeir höfðu svo skemmtilegt samspil við forystuféð, því að góður hundur hann siðaði forystuféð til þannig að það hlýddi alveg hans töktum og sýndi enga óþægð. Ég man eftir dæmi um for- ystusauð, sem var ungur og ætlaði að taka hliðarspor í fjalls- hlíð upp í fjallaskarð en þá var hundurinn sendur á eftir hon- um og tók hann alveg niður á flatlendi og götur og eftir það sýndi hann enga óþægð, hann vissi hvar hann átti að vera. Þetta er dæmi um samspil manns og dýra. Ótrúlega vel gekk að smala en manni finnst nú í seinni tíð, þegar hundar em orðnir lélegir, að það sé hálfgert vandræðamál að fást við smalamennsku. Kindumar kunnu vel að hlýða vilja hunds- ins og það er eftirsjá í því eins og svo mörgu öðm. Tóvinnan var bjargræði I leikjum vomm við systkinin samrýnd og áttum mikinn bú- stofn. Innanhúss vom það einkum völur og leggir, en á sumrin úti þá höfðum heilmikinn búskap í gömlum kvíum, þar vom horn og allskonar dót og undum við þar löngum stundum. Þegar leið á haustið eftir fjárleitir og sláturtíð þá var tekið til við tóskap inni í baðstofúnni, þar var pijónavél, sem foreldrar mínir pijónuðu á til skiptis. Mikið var pijónað af sjóvettlingum og jafnvel stundum sokkum. Þetta var þæft og dregið á máta, þurrkað þannig og gengið frá því. Þegar frá leið, ég man nú ekki tímasetninguna á því, þá tóku nokkrir bændur sig saman og keyptu spunavél, 25 þráða vél og urðu margir mjög liprir að spinna. Þetta var bakgrunnur- inn að tóvinnu heimilanna, víða var unnið að sjóvettlinga- gerð og sokkagerð líka og jólainnkaup vom gerð fyrir það sem fékkst út úr þessari tóvinnu. I sambandi við jólaferðina þá var mikil eftirvænting og það var eplalyktin sem var alveg einstaklega ljúf en maður finnur hana ekki eins vel nú í seinni tíð. Það var heldur ekki daglegur viðburður að epli væru á borðum en þá vom þó venjulega tekin epli til jólanna. Á þessum árum, á fjórða áratugnum, þá var kreppan í al- gleymingi og maður skynjaði það kannske meira eftir á, að víða var þröngt fyrir dymm þó að aldrei væri beinn skortur. Og ég held að það hafi verið mest að þakka nægjusemi og aðgát, að nýta allt sem nýtanlegt var, að maður fann raunar aldrei fyrir því að neinn skortur væri. Húsakynni og húslestrar Húsakynnin voru torfbær að mestu leyti, baðstofan var bak- hús, áður vom þrjár framburstir en það tíðkaðist töluvert víða að byggð voru svokölluð framhús. Þá voru burstimar Fjórar systur í Torfufelli. Frá vinstri: Guðrún , Bjarney, Hólmfríður og Sigrún, vœntanlega á leið í réttir haustið 1988. rofnar og þykkir veggir og byggð timburhús inn í torfbæinn ffamanverðan. í Torfúfelli var byggt svona framhús, líklega fljótt eftir fyrra stríðið, þá voru afúrðir á tímabili í nokkuð góðu verði og menn höfðu meiri peningaráð en ella, en ég veit ekki tímasetninguna á þeirri framkvæmd. Þetta vom mun rúmbetri vistarverur en ekki mjög hlýjar. Mér fannst aldrei kalt í baðstofúnni, þar var reyndar upphit- un því eldhús var í öðrum endanum og ofn var í húsinu. Baðstofan var fimm stafgólf eða sjö stafgólf með eldhúsinu. Hvert stafgólf eða bil á milli sperra eða bita mun hafa verið ca. 1,5 metrar. Baðstofan var hólfúð sundur, tvö stafgólf vom kölluð húsið, hinn hlutinn ffambaðstofa og þetta var aðaldvalarstaður fólksins. I ffambænum var ffamhúsið sem áður var nefht og stofa með ffamburst, sem kölluð var norðurstofa og þar var reyndar alltaf búið. En í ffamhúsinu var svonefnd suðurstofa þar sem gestum var boðið inn en þar var kaldara yfir vetur- inn þvi engin bein upphitun var þar og maður fann muninn hvað það var miklu meiri ylur í baðstofúnni. Suma þessa vetur var sett upp í vef og ofið og þá lenti það gjama í hlut okkar barnanna að spóla upp á spólur, sem sett- ar vom í skyttuna og snúast svona í einu og öðm. Á milli þess vorum við með okkar völur og dót. Það var alveg fastur siður þegar yfir stóð svona kyrrlátari handavinna eins og ganga ffá tóvinnu, sjóvettlingum og slíku, þá var lesið á vök- unni og áður en útvarpið kom þá vom alltaf lesnir húslestrar. Það vom sunnudagshúslestrar og svo á föstunni Passíusálm- amir og Píslarsagan. Reyndar leiddist manni þetta nú ffekar, maður mátti ekki bæra neitt á sér. Mér fannst sumt af þessu svolítið skrítið eins og orðin „Kóngur klár.“ Það skildi ég ekki vel, fannst þetta gæti verið upptalning, kóngur, klár og svo gæti verið áfram: kerra, plógur, hestur, einhver slík runa. Um þetta gmflaði maður en fékk skilning á þessu seinna. Lestrarfélag var starfandi í sveitinni eins og í flestum byggóarlögum og nýjar bækur vom keyptar og gengu milli bæja og voru allar lesnar af miklum spenningi. Ég held ég muni best eftir Heiðarbýlissögum Jóns Trausta, þær komu svona dálítið við mann. Margt annað er 154 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.