Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 45
stundað það þó nokkuð að fara í ferðalög, bæði hérlendis og erlendis og orðið þau eítirminnileg. Við höfum komist lengst til Austurríkis og Ítalíu, einnig heimsótt Norðurlöndin svo og Bandaríkin og Kanada. Hér innanlands höfum við ferðast bæði um öræfi og byggðir. Við höfum líka farið í fjallgöngur eftir að við flutt- um úr sveitinni, til dæmis gengið yfir Nýjabæjaríjall yfir til Skagafjarðar fyrir svona einum ijórum eða fimm árum, sem þykir nokkuð erfiður fjallgarður. Við vorum þar á göngu í eina tíu tíma og lentum í kafþoku en það kom ekki að sök en tafði okkur aðeins og gistum svo í Hildarseli í Austurdal. Gengum svo heimleiðis um Austurdal daginn eftir í glamp- andi sólskini. Við vorum þama ásamt öðmm hjónum, sem hafa farið með okkur í fjallgöngur og ferðast þó nokkuð með okkur. Ég hafði samið við þann ágæta mann sem þá var við líði, Helga á Merkigili, að koma á sínum jeppa fram að Ábæ, sýna okkur kirkjuna og keyra okkur svo út að Merki- gili, sem er þó nokkur vegalengd, á sömu forsendum og hann gerði fyrir Ferðafélag Akureyrar, við vorum þá sex sem gengum yfir fjallið og gistum líka í Hildarseli. Við átt- um í bæði þessi skipti mjög góðan dag með Helga, hann hélt okkur svo veislu heima á Merkigili. Hann var mikill höfð- ingi heim að sækja og sorglegt hver hans endalok urðu. Nú, svo em ekki nema þijú ár síðan ég gekk á mitt gamla fjall, Torfufellið, og þá hafði ég ekki farið það í ein fimmtán ár og mér fannst það hafa hækkað nokkuð. Einnig hefi ég ferðast nokkuð á hestum. Það em alveg frá- bær ferðalög að vera í góðra vina hópi á hestum og maður kemst ekki í betri snertingu við landið á annan hátt. Það em ekki nema tvö ár síðan að synir mínir og tengda- dætur drifu mig í það að fara með sér vestur yfir Hjaltadals- heiði. Við vomm tvo daga í Skagafirði og fómm hinn seinni út á Kolkuós. Fómm svo Heljardalsheiði til baka og niður í Svarfaðardal. Þetta var hin ágætasta ferð og þá var ég búinn að fara yfir flest ijallaskörð á Tröllaskaga, hafði klárað það dæmi. Ég hef farið allmargar ferðir um Þingeyjarsýslu. Ég vil að lokum segja nokkm nánar ffá einni ferð sem við fórum frá Akureyri ffam Eyjafjörð og höfðum náttstað á Torfufelli. Lögðum síðan næsta morgun upp þaðan, fómm ffam á Vatnahjalla og síðan leið sem ekki er almennt farin en ég hafði kynnt mér hana, fórum vestur á milli Lfrðarvatna og niður með Hvítárdal hinum syðri, fómm ekki niður Hvít- ármúlann sem er á milli Hvítárdalanna, heldur sunnan við Syðri-Hvítárdalinn og það er tiltölulega greiðfær leið og ran- inn niður í Austurdalinn er miklu mildari og greiðfærari. Við riðum svo niður allan Austurdal, yfir Merkilgilið, niður í Kelduland og hvíldum þar heilan dag hjá Stefáni bónda og fómm á Vindheimamela þar sem þá var hestamannamót. Eftir þá hvíld fórum við út Norðurárdal, yfir Hörgárdals- heiði og höfðum nætursetu í Hörgárdal hjá Ármanni á Myrkárbakka. Síðasta áfangann fórum út og yfir hjá Vindheimum á Þelamörk, yfir heiðina þar og niður í Kræklingahlíð. Enduðum í hesthúsahverfunum hér ofan við bæinn og var þá orðið nokkkuð kvöldsett. Ferðalagið tók þannig fimm daga með hvíld einn daginn, við vorum heppin með veður og þetta var hin ágætasta ferð. MELTINGAR- BÓT Þrjár tegundir áhrifaríkra mjólkursýrugerla frá Institut Rosell, sem eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru líkamans. Inntaka mjólkur- sýrugerla er árangursrík leið til að viðhalda jafnvægi og reglu á meltingu. í hverju hylki eru 5 billjónir lifandi gerla. Lýsi hf www.lysi.is

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.