Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 20
fyrri hluta 20. aldar. Ingimann var ekki mikill fyrir mann að sjá og enginn burðamaður, en afkastamikill við slátt á túni og engjum vegna þess hversu vel hann stóð að slætti. Hann sló ekki fyrir afl handleggjanna einna, heldur sótti hann orkuna í samræmda beitingu líkamsaflsins alls. Þannig skáraði Ingimann öðrum mönnum stærra og vannst betur ýmsum, sem voru meiri að líkamsburðum. Svo lýsir Lúðvík verklagni Ingimanns. Hann gat því kennt byrjendum í „sláttutækni orfs og ljáa“ skynsamlegt verk- lag. Lúðvík man til þess að Ingimann var hagmæltur og kvað vísur, sem féllu að hversdagsstörfum hans og atvik- um stundarinnar. Sem dæmi þess er sú saga, sem Ingi- mann sagði Lúðvíki, að eitt sinn hafi hann verið á skaki úti á Olafsmiði, en varla orðið fiska var fyrr en þorsktittur hljóp á snærið hjá honum og ekki beysinn fengur. Þá kvað Ingimann: Lítinn afla á bátinn ber, beittur veiðikrókur. Þakksamlega þeginn er þessi blöndulókur. Síðan bætti hann við eftirfarandi „bæn“: Allir mega óska sér eftir bestu vonum. Góði drottinn, gef þú mér graðýsu með honum! Er ekki að sökum að spurja, að á öngul Ingimanns kræktist stórýsa, og róðurinn varð arðvænlegri en á horfð- ist í fyrstu. Guðmundur Sigurjónsson á Strönd (f. 1924) þekkti vel til Ingimanns og hefur staðfest að hann hafi verið hag- mæltur. Hins vegar kann hann ekki annað eftir hann en vísukom, sem raunar er eignað báðum, Ingimanni og Ein- ari Sveini Frímann. Úr því að á Einar Svein er minnst er vert að kynna hann örfáum orðum. Hann var Héraðsmaður eins og Ingimann, kennari að mennt og lengst af búsettur á Norðfirði. Einar Sveinn var með sanni gott skáld, sem hafði bundið og óbundið mál vel á valdi sínu, en virtist ekki hafa haft metnað til að halda sjálfum sér fram. Hann var fáskiptinn einfari og hefur goldið þess. Ég man vel eftir Einari Sveini, en þekkti hann bara af afspurn. Mér hafa sagt dómbærir menn að hann hafi verið gáfumaður og skáldefni. En vísukom það, sem Guðmundur Sigurjónsson minntist á við mig og sagt er vera eftir Ingimann og Einar Svein í sameiningu, hljóðar þannig: Fjendur sögðu: „Ekki er upphefð nein að slíkum feng. “ Engir vilja af okkur hér eiga „móra “ og „tófuspreng ", Þessi vísa er illskiljanleg óinnvígðum án skýringa um til- efhið, sem í þessu falli er reyndar harla ómerkilegt. Sagt er að þeir Ingimann og Einar Sveinn hafi ort heilan bálk út af nöfnum og uppnefnum tveggja nafngreindra manna á Norðfirði, og hétu báðir Jón. Ef einhver veit meira af þess- um móra- og tófusprengsvísum væri þó ffóðlegt að heyra af því. Þórður M. Þórðarson (f. 1925) man vel eftir Ingimanni á Norðfirði, en hafði ekki af honum persónuleg kynni að heitið getur. Þórður kenndi mér hins vegar dálitla söngvísu eftir Ingimann, sem felur í sér gamansama sjálfslýsingu: Ingimann er frúarlaus og á því hef éggát. A öllu sínu kvennafari verður hann því mát. Um himnaríki hefur 'ann því heldur litla von, því hann vill ekki trúa nema á Einar Olgeirsson. Þessa vísu lærði Þórður af Maríu Jónsdóttur í Vík, en þar var Ingimann heimilisvinur og lét sér annt um Víkursystur, Maríu og Önnu, þegar þær voru að vaxa úr grasi. Anna í Vík segir skemmtilega frá kynnum sínum af Ingimanni í Afmælisblaði Neskaupstaðar 1979, og fýlgir grein hennar ljósmynd af honum, þar sem hann kemur kunnugum ljós- lifandi fýrir sjónir uppábúinn, en ekki vinnuklæddur, sem algengast var að hitta á Ingimann. En hvort sem hann var uppábúinn eða vinnuklæddur var hann „snyrtimenni í hví- vetna“ eins og Vilhjálmur á Brekku lýsir Ólafi föður hans. Enda var haft fyrir satt á Norðfirði forðum að snyrti- mennska gengi í ættir, ekki síður en sóðaskapur! Þess er vert að geta að Guðmundur Siguijónsson telur að vísan sem geymir sjálfslýsingu Ingimanns, sé úr „Kommúnista- brag“ svokölluðum, sem Ingimann og Einar Sveinn ortu í sameiningu á sinni tíð. Guðmundur álítur að þessi bragur hljóti að vera til einhvers staðar í handriti eða á prenti. Ég hef getið þess fyrr að Ingimann hélt heimili með móður sinni á Norðfirði um árabil, hátt í tuttugu ár eða meira. Aldrei munu þau hafa verið eigendur að húsi eða íbúð. Trúlega hafa þau eitthvað flust milli húsa í Neskaupstað. En gleggst man ég eftir því á árunum fyrir stríð að þau áttu heima í risinu í gamla Stefánshúsinu utarlega í Víkinni. Varla voru það rúmmikil híbýli, en ekki verri en margur lét sér lynda á þessum tíma. A jarðhæðinni bjuggu hjónin Kristján Imsland og Marta Höskuldsdóttir frá Djúpavogi. Þangað kom ég stundum að hitta Kristján, því að hann vann sitthvað fyrir föður minn, Gísla á Bjargi, við viðhald á bátum og húsum. Ég var þá „handlangari“ Kristjáns og eins konar nemi í málarafuski og smáviðgerðum. Kristján var seyðfirskur Norðmaður, snillingur í höndunum og bráðskemmtilegur vinnufélagi, vel máli farinn og kunni ógrynni af gamansögum (sönnum og lognum) sem hann var fús að segja mér, þótt nú séu þær flestar gleymdar. í bernsku minni og æskuárum á Norðfirði moraði allt af snilldarfólki, sem þar hafði safnast saman og snjóaði niður úr öllum áttum, svo að mannlífið var býsna fjölskrúðugt, en ekki svo einhæft og aumkunarvert sem heimska hjá- 164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.