Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 28
en alveg sérstaklega við skólabræður sína, enda gerðu þeir að honum að- súg og neyddu hann til að biðja fyrir- gefningar á hrekkjum sínum er hann yfirgaf staðinn að loknu stúdents- prófi árið 1754. Vegna framferðis hans í skóla þráaðist biskup við að vígja hann, en fyrir þrábeiðni föður hans fékk hann vígslu og er sagt að þá hafi biskup mælt: „Hempuna skal hann fá en hrekk- vís verður hann alla tíð.“ Vígðist hann þá aðstoðarprestur föður síns og voru þá liðin fimm ár frá útskrift hans úr skólanum. Presta- kallið fékk hann svo í febrúar 1778 að föður sínum látnum. þótti hann strax verrfeðrungur mikill. Kom þá betur í ljós illt innræti hans, er föður hans naut ekki lengur við; bitnaði það jafnt á sóknarbörnum sem á gestum og gangandi. Rétt er þó að hafa í huga að á prestskaparárum Einars var árferði illt og yfir þjóðina dundu móðuharðindin svokölluðu er Lakagígar gusu og Skaftáreldahraun rann, grös urðu eitruð, fénaður drapst í högum, hungur svarf að og fólk flosnaði upp frá heimkynnum sínum og leitaði þangað sem haldin var einhver mat- arvon. Ef til vill hefur aldrei sorfið fastar að íslenskri þjóð en einmitt á prestsárum Grímstungu-Einars og má ef til vill hafa það að einhverju honum til afbötunar á framferði hans í embættinu. Móðir Einars prests var Þórdís Arnbjamardóttir, prests á Undirfelli Jónssonar. Var hún systir Jóns Arn- bjarnarsonar hins ríka á Stóm-Giljá og Valgerðar, móður séra Árna Tóm- assonar á Bægisá. Þórdís náði háum aldri, en varð úti milli bæja í Vatns- dal 88 ára gömul. Einar kvæntist 1772 Þóru Jóns- dóttur frá Kvíabekk í Olafsfirði, prests þar Sigurðssonar. Bróðir Þóru var Þorkell Fjelsted er þá var lög- maður í Færeyjum, allauðugur mað- ur, skrifar Gísli Konráðsson, og hafði aldrei til Færeyja komið. Þóra var allvæn kona, en þeim Einari varð ekki barna auðið og áttu ekki sam- vistir nema í þrjú ár, enda lék prestur hana illa. Lauk samvistum þeirra með því að hún flúði að heiman og gerðist húskona hjá Ólafi bónda á Haukagili, sem var meðhjálpari í Grímstungukirkju og hjá honum and- aðist hún árið 1784. Þegar klerkur gekk frá leiði hennar að aflokinni jarðarför, segir hann í auðmýkt: „Lof sé guði vorum. Lausn er gerð,“gengur fáein spor, hlær hátt og segir: „Létt er þeim sem lausum flakkar.“ Heldur var kalt milli meðhjálpara og prests, enda líkaði Ólafi illa fram- koma hans og atferli. Ekki bætti um milli þeirra er skrifaðar voru upp eigur Þóru eftir andlát hennar að prestur dró undan peningakistil er hún átti. Komst það upp fyrir atbeina Ólafs og eftir það kallaði Einar hann jafnan „Rellu-Láfa.“ Óvild prests í garð Þóru náði út yfir gröf og dauða; sagt var að jafnan hrækti hann á leiði hennar er hann gekk fram hjá því. Eftir lát Þóru bjó hann alla- jafnan með systur sinni er Kristín hét, en er stiftsyfirvöld tóku síðast próf um hann, lýsti þerna hans, Ingi- björg að nafni, hann föður að þunga er hún gekk með. Giftist hann þernu sinni árið 1786, ári eftir að hann var sviptur hempunni og kvað þar um: Lengi hefur lúðurinn góma látið Jyrir eyrum hljóma að hún vildi eiga prest, aldrei komst hún að þeim sóma, af því missti meydómsblóma, í tómri tunnu bylur best. Ingibjörg var Guðmundsdóttir. Gísli Konráðsson segir hana verið hafa lítilla manna. Bróðir hennar var Kerlingar-Gvöndur, sá er húskarl var séra Björns í Bólstaðarhlíð og stal mjólk úr kúm hans. Hann bjó síðar á Meðalheimi á Ásum og var illa þokkaður. Ingibjörgu, konu sína, kallaði prestur jafnan Imbu strympu. Þau bjuggu saman með úlfuð í mörg ár og eignuðust einn son er Ólafur hét og kallaði prestur hann „drellir“ og festist það nafn við hann. Svo virðist sem Einar hafi haft meiri mætur á hundi sínum en kon- um. Tík átti hann sem hann nefndi Dimmu; kenndi hann öðrum um ótímabæran dauða hennar, orti um hana eftirmæli og er þetta upphaf að: Þeir sem drápu Dimmu kind drýgðu mikla höfuðsynd. Prestur hafði þann sið sér til gam- ans og aðhláturs að uppnefna bændur í Vatnsdal. Jón Pálsson hreppstjóra í Hvammi kallaði hann „Ríka mann.“ Jón Oddson er bjó í Torfkoti kallaði hann „Nirfil í Koti.“ Bjama bónda Steindórsson á Gilsstöðum nefndi hann „Heimska-Bjama“ eða þá „Kiðil“ og stundum „Kiðufót", af því hann var lágur vexti og lágur til knés. Jón í Miðhópi hlaut nafnið „Jón með postulafæturnar.“ Jónas prófast á Höskuldsstöðum nefndi han „Digra Jút.“ Guðmund prest á Undirfelli „Þyrilfaxa.“ Björn prest í Bólstaðar- hlíð „Hlíðarsneril“, og Rafn prest á Hjaltabakka „Bakka Krumma“. Og mörgum mönnum öðrum lagði hann til ýmsar óvirðingar. Einu sinni er kerling ein kom síðust inn til skrifta, sagði prest- ur: „Nei, snú þu aftur Langa-Setta. Þú skalt nú sleikja um gáms í dag,“ og spratt við það upp úr skriftasætinu. Sagt var að Einar hefði þann sið í uppvexti sínum er snauðir menn og vesalingar komu að Grímstungu, að bjóða þeim bita og er þeir vildu taka hann mælti hann: „Ójá, maður, það er héma“ og stakk honum í munn sér. Sama illsið hafði hann er hann var prestur orðinn að bjóða aumingjum smálka að narra þá og mælti þá oft: „Þetta étur presturinn í Grímstungu en þú mátt snapa gáms, vesalingur- inn þinn.“ Mælt er að í harðindunum á níunda tug aldarinnar að eitt sinn er hann lét sjóða hangið kjöt handa sér og föru- menn ætluðu að súpa soðið þá tæki hann soðpottinn og migi í hann svo að aumingjum yrði ekki að nytjum. Maður hét Björn ísaksson er verið hafði á Haukagili hjá Ólafi bónda þar áður nefndum. Hann var mikill vexti og afrenndur að aíli. Prestur reyndi að koma í veg fyrir að föru- 172 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.