Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 39
Ólafur íshólm Jónsson: Eftirleit á Gnúpuerja- afrétti 1958 Seinni hluti að var orðið nokkuö kvöldsett þegar komið var að Bólstað og þar tókum við okkur náttstað öðru sinni. Við Kofann á Bólstað var ekki girðing en kindurnar geymdar í rétt sem búin var til úr hellum, sem reistar voru upp út frá kofaveggnum, ásmt því að reynt var að minnka undankomuleið Qárins með reiðingunum og heypokum. Heyið höfðu ijallsafnsmenn reitt inneftir á klökkum. Þriðjudagur Þriðjudaginn 21. náðum við í Kjálkaver og þann dag þvældust tveir okkar í Kisubotna í mjög lélegu skyggni því enn var þoka. Smöluðu þá einnig Norðuleitina niður með Kisu. Einn rak kindurnar eftir götunum og beitti þeim þegar koniið var í áfangastað, en annar fór um Ey- vafenskrókinn og niður með Þjórsá. Var þetta að öðru leyti tíðindalítill dagur. Miðvikudagur Morguninn eftir, miðvikudaginn 22. október, var þoka scm fyrr, en ekki mikil úrkoma. Þar sem hlýtt var í veðri fór ekki hjá því aö til tíöinda færi aö draga meö matinn. Flatkökurnar tóku að mygla og einnig rúgbrauðið. Hangi- kjötið var orðið dálítið lint og jafnvel farin aö koma af því fúkkalykt. Hiö eina sem ekki spilltist var kafl'ið. Geymsla þess var ckki háð hitastiginu og aðalatriöið var aö gcyma það i vatnsþéttri krukku. Ávallt var hitað kctil- kafTi, en þaö fór þannig fram að vatn var sett í ketil, í Ólafur í fjallferð árið 2002. hann látið hæfilegt magn af kaffi og einnig kaflfibæti, ex- porti, sem gæti hafa heitið Ludvig-David kaffibætir. Kaffibætirinn var í hörðum stöngum og geymdur í til þess gerðu járnboxi. Þessi blanda var siðan hituð upp í suðu. Þurfti að fylgjast nokkuð vel með þegar suðan kom upp, og voru því flautukatlar vinsælir til þessara hluta. Enginn vandi var þó að hita kaflfi í venjulegum potti. Þeg- ar suðan kom upp var þessi blanda látin malla örlitla stund og þess gætt að ekki syði upp úr. Þá var drykkurinn snöggkældur með einum bolla af vatni. Sögðu menn að það væri til að sökkva kafifikorginum til botns. Þetta bragðaðist bara vel og var hressandi. Oft var síð- an gefið út í kaffið, eins og kallað var, og þá auðvitað áfengi. Á þessum árum var það hvalreki hjá mönnum að ná í sem sterkast áfengi og var 96% spírinn vinsæll. Ég var, og er raunar enn, lélegur við drykkju þessa mjaðar, þó í kaflfi væri blandað. Gamall bóndi, sem ég fór eitt sinn með til fjalls, sagði að gott væri að taka í nefið, en ekkert jafnaðist á við kafifi og spíra og best væri blandan þegar menn tækju andköf „af helvítis kvölum'4. Það átti nú raunar líka við um neftóbaksnotkunina. Landi var mjög fáséður á þessum árum og menn í Gnúpverjahreppi ekki þeir snillingar við frantleiðsluna að vinsælda nyti. Við smöluðum Norðurleitina frani að Dalsá þó dimmt væri. I Dalsárkofanum tókum við okkur hvild og gistum þar. Heima er bezl 183

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.