Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 8
Nánasta umhvefi Grána. Nœst er Sesseljubúð, þá Gráni og framhjá honum streymir Geld- ingsá fram. Myndin tekin í áður- nefndum leiðangri á Eyfirðinga- vegi 22. ágúst 1980. (Ljósmynd: Rúnar Sigþórsson.) félagskonum fækki nú í samræmi við fækkun í sveitum. Hitt atriðið, sem skipti mikið sköpum í Eyjafirði, það var aftur ári seinna, 1928, stofnun mjólk- ursamlagsins. Það gjörbreytti al- veg búskaparaðstöðu í Eyjafirði, sem fram til þess hafði ekki mikil vaxtarskilyrði sakir þéttbýlis og landþrengsla til sauðfjárbúskapar. En sakir veðursældar og öruggrar heyöflunar á vel ræktuðum túnum, hentar héraðið vel til nautgriparæktar eins og reynslan sannar og lyfti eínahag bænda á hærra plan en annars hefði orðið. Saga mjólkursamlagsins er samfelld síðan og hefur lengst- um einkennst af vexti og viðgangi. Um það eru til nægar heimildir. Þar var Jónas Kristjánsson frá Víðigerði helsta driffjöðrin og stjómandi um áratugaskeið. Hann lærði, ég vil segja, mjólkurffæði í Danmörku og var hvatamaður og vann manna mest að þessari stofnun, sem hefur verið mikið gæfú- Gangnakofinn Gráni. Myndin tek- in 22. ágúst 1980 í ferð sem farin var til að endurreisa gamlar vörð- ur á svokölluðum Eyfirðingavegi, fornri þjóðleið sem liggur frá Vatnahjallavegi að Eyfirðingavaði á Jökulsá eystri. (Ljósmynd: Rúnar Sigþórsson) spor fyrir héraðið og landbúnaðinn í heild. Vilhjálmur Þór var þá kaupfé- lagsstjóri og stóð einbeittur á bak við þetta framtak. Félagslíf í fjölmennri sveit Á þessum tíma, á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar og millistríðsárunum, var mjög marg- mennt í Saurbæjarhreppi. Ég sá í einhverri heimild að þá hafi verið yfir 600 íbúar í sveitarfélaginu. Þá hafa sennilega verið um 70 býli í byggð en mikill fjöldi af þeim er kominn í eyði núna. Á stærri jörðum var tvíbýlt og þríbýlt, áður en fólk fór að flytjast á mölina, hingað til Akureyrar. En á fjórða áratugnum, árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, þá streymdi fólk úr sveitinni hingað í bæinn og það hafði á vissan hátt lamandi áhrif á félagslíf í sveitinni. Varðan Drottning endurreist og auðkennd með nafni sínu. Hjá henni standa Þorlákur Hjálm- arsson frá Villingadal vinstra megin og bróðir hans, Angantýr Hjörvar, hægra megin. Mynd þessi einnig tekin 22. ágúst 1980. (Ljósmynd: Rúnar Sigþórsson) 152 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.