Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 25
TYRI FURSTA FVRSTI Kom^mímmute efli«puma irtoranj Æ'«íýn 'n8 mlfcío prpn,l'n hSJt’ rir”»Sí Svo *•£ *£!!?"■ ’"nrtmo blaayT; rm" ***"'■ kr. 20.nn >w^urin"1 »* S55ítí Hefnd kókainsmyglarai SöSusafn XJUmkó h, heimi/am 1 ■ Hrykjaru, um lagið. Til dæmis var einn verslun- areigandinn, kona nokkur, farin að bjóða mér kaffisopa úr brúsanum sín- um, þegar ég leit þangað inn. Já, svona geta Danir verið alúðlegir. Það var notalegt að spjalla við það viðfelldna fólk er þarna réði ríkjum. En hvemig stóð á öllu þessu grúski mínu? Um þetta leyti var ég viðriðinn fornbókasölu heima í Reykjavík og var oft spurður um hinn óþekkta höf- und Basils fursta, víðþekkts saka- málarits, sem var útgefið um langa hríð i Reykjavík af Sögusafni heimil- anna og var vinsælt lesefhi um mið- bik 20. aldarinnar. Eg var semsé á höttunum eftir upplýsingum um þennan höfund, sem m.a. hafði skrif- að ijöldann allan af sakamálasögum, jafnframt því er hann starfaði sem bókavörður hjá dagblaðinu Politiken á fyrrihluta aldarinnar. Þar á bæ kannaðist hins vegar enginn við manninn. Næstu dagar fóru í þessar forvitnis- ferðir mínar um höfundinn, þangað til að ég rakst loks inn í litla fornbóka- búð ofarlega á „Gamel Kongevej“, og þar hitti ég fyrir gamlan vin þessa huldumanns, sem reyndist heita Niels Meyn. Hér var þá fundinn höfundur Basils fursta, sem hafði fallið frá á sjötugsaldri, árið 1957. Að sögn forn- bókasalans var Niels Meyn ekki víð- förull maður öðruvísi en með pennann, en hann mun hafa sótt yrkisefni sitt í viðtöl við menn á öldurhús- um Kaupmannahafn- ar. Alls munu hafa ver- ið gefin út hér 52 eða jafnvel fleiri, Basil- hefti og helsti þýðandi þeirra er talinn hafa verið Páll Sveinsson, kennari í Hafnarfirði, auk þess sem Steindór Sigurðsson rithöfund- ur var nefndur til sög- unnar, en vitað er að hann og Niels Meyn þekktust frá Hafnar- dvöl Steindórs á þriðja áratugnum. Jónshús í Kaupmannahöfn. A rölti meðfram gömlwn byggingum. Af frásögn danska fornbókasalans hefur Niels Meyn verið afkastamikill rithöfundur, sem skrifaði gjarnan undir dulnefni. Talið er að Niels hafi skrifað hátt á annað hundrað titla sakamálasagna um sína daga, undir nöfnum eins og Anne Lykke, Charles Bristol, David Gartner, George Griffith, Gustav Hardner, Harold Chester, Rex Nelson, auk efnis þar sem höfundar er ekki getið, eins og komið hefur fram með Basil fursta. Nefna má bók með einu þessara dulnefna, Sj ónræningj adrottninguna, effir Charles Bristol, sem Vasaútgáf- an gaf hér út á fimmta áratugnum. Það er náttúrlega nauða ómerkilegt að segja ffá þessu stússi mínu í Kaup- mannahöfn, en fyrir spennusagnaflkil og „plottaðra reyfara“, var þessi leit ótrúlega spennandi, hvar leiðin lá oft á tíðum um þröngar götur og húsa- sund meðal gamalla bygginga er hýstu fornbókakjallara, sem sannarlega var vert að kynnast, eins konar heimi út af fyrir sig, en nóg um það. Um þrjúleytið dags hitt- umst við oftast öll úr fjöl- skyldunni á Amagertorgi og fengum okkur þar hressingu, en stundum lá leiðin þaðan inn í „Kron- Prinsensgade“, á veitinga- staðinn „Sommerskou“ Basil fursti þótti spennandi lestrar- efni á unglingsárum greinar- höfundar og leitin að upplýs- ingum um höfundinn, Niels Meyn, í Kaupmannahöfn árið 1996, var einnig spennandi. Ein af mörgum fornbókabúðum sem greinarhöfundur heim- sótti. Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.