Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 33
Minningar eiga rík ítök í okkur flestum. Það er eins og ég sagði eitt sinn, er við gamlir skólafélagar hittumst eftir langa íjarvcru: Efviö hefðum ekki neins að minnast, ósköp vœri lífið gleðisnautt. Þeir, sem aldrei öðrum fá að kynnast, endurfunda bíða munu trautt. Þeir, sem lífi þjóna eins og Gísli, þarna í sinni eyðilegu sveit, verða eflaust veraldar í sýsli, viðundur á mannfélagsins reit. Já, það væri ömurleg tilvera. En staðreynd er, að margt fólk lokar sig af, vitandi vits, og gerir þar með líf sitt fátæk- legt og einhæft. Félag eldri borgara víða um land á aðallega tvenns konar hlutverki að gegna: að ijúfa einangrun og auðga þannig mannlífið og í öðru lagi að lagfæra íjárhags- legar aðstæður. Þetta skilar árangri með tímanum. En það skilar engu, að hver sitji í sínu homi og tali við sjálfan sig. Mér barst bréf ffá Jóhönnu Helgu Halldórsdóttur á Brandsstöðum í Blöndudal. Hún segir: „Einn góðan veðurdag hittust þeir, vinimir Rósberg G. Snæadal og Angantýr Jónsson, örlítið við skál, að Fagranesi í Langadal. Þegar þeir kvöddust, höfðu þeir bundið það fastmælum, að sá sem dæi seinna en hinn, yrði að yrkja eft- irmæli um þann, sem færi á undan. Eftirmælin em úr fómm Bylgju Angantýsdóttur á Móbergi, dóttur Angantýs. Finnst mér vel við eiga, að þau birtist í vísnaþætti Heima er bezt að þessu sinni. Um leið er Angantýr hagyrðingur aprílmán- aðar. Rósberg G. Snædal, rithöfundur og skáld. Fæddur8. 8. 1919, dáinn 9. 1. 1983. Að mér færist fregnin slík; fljótt á sœring dynur, að þú vœrir liðið lík, Ijóðakæri vinur. Heljar slóðir hniginn á; hnignar óðar hlynum. Drengur góður fallinn frá, fœkkar óðar vinum. Þín var besta bragaglóð bráðvel sett í letur. Einatt mestur ortir Ijóð öðrum flestum betur. Eg þess minnist ávallt hér við öll mín kynni fræða: geymist inni í muna mér máttur þinna kvæða. Þó á sigi þokuloft og þrýsti á nýjar undir, í sumarfríum œði oft áttum hlýjar stundir. Vel úr lœðing leystum firá Ijóða að glæða vökur. Oft í næði undum þá; ortum kvœði og stökur. Agœt kynni eru mér uppgrip þinna Ijóða. Ljúfa inni á ég hér endurminning hljóða. Kveð þig, vinur, klökkt með þel, kuldahrinum sleginn. Lifðu í skini Ijóssins vel í landinu hinu megin. Þetta kvað Angantýr 18. janúar 1983, eða 9 dögum eftir lát Rósbergs, vinar síns. Angantýr er látinn fyrir allmörgum árum. Hann var sonur Jóns Þorfinnssonar og Guðrúnar Arnadóttur ffá Lundi, sem var þekktur skáldsagnahöfundur. Jón var góður hagyrðingur, svo að Angantýr átti ekki langt að sækja hagmælskuna. Eftir Jón Þorfinnsson er þessi vísa, sem er dæmi um vel gerða stöku og lipurt kveðna : Nótt að beði sígur senn; sofnar gleði á vörum. Við skulum kveða eina einn áður en héðan förum. Eitt sinn hittust Rósberg og Angantýr á Skagaströnd, en Heima er bezt 177

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.