Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 34
þar bjó sá síðarnefndi um skeið. Mælti þá Angantýr: Att hef ég margan erfðagrip innst í sálarpokum. Marga hef ég séð í svip, en sumum týnt að lokum. Rósberg setti þá saman eftirfarandi stöku: Ur mér hripast enn á ný efni í lipra stöku. Ennþá gripið get ég í góða piparköku. Hér á eftir fara nokkrar lausavísur Angantýs, og sem ekki þarfnast skýringa: Þegar lífsins þungu spor þjaka mínu sinni, alltaf vakir æskuvor innst í sálu minni. Þegar sólin signir brá á sumarblíðum kvöldum, finn ég eins ogylinn frá æðri máttarvöldum. Hver sem ekki á í sjóð æskubjarta daga, getur aldrei Ijúflingsljóð leikið á hörpu Braga. Viljans besta vinarhönd veganesti býður, þó að bresti þankans bönd, þegar mest á ríður. Angantýr Jónson orti þetta ljóð, sem hann nefnir Skáld: Þaó er skáldsins orka og andi af efla í sínu föðurlandi fleygar vísur, Jogur kvæði, flétta saman granna þrœði. Stœla hugann, herða máttinn, hefja þýðan Ijóðasláttinn, mynda línur, listum unna, leggja nýja og betri grunna. Það er andans gagn og gæði gera stökur, yrkja kvæði, halda réttu móðurmáli, móta vilja úr hörðu stáli. Fylgja jafnan réttum reglum, raða eftir vindi seglum, bugast ei þótt blási á móti byljir lífs með ölduróti. Og margt er enn hagyrðinga til að láta Ijós sitt skína. Ekki meira að sinni. Dægurljóð Allt vaknar, er vorar að, stendur einhvers staðar. Skammdeg- ið var nokkuð langt að þessu sinni, vegna þess hversu jörðin var auð. Snjórinn er þá ekki alvondur. Hann eykur birtu að vissu marki. Og ósköp er nú þægilegt að geta dvalið innan íjögurra veggja, þegar regnið eða hríðin á rúðunum dynur. Alltaf rekur eitthvað á tjörur hjá dægurljóðaþættinum. Kona ein á Blönduósi, sem látin er fyrir nokkru, Osk Skarp- héðinsdóttir, orti nokkuð og birti í blöðum og tímaritum. Er það ekki draumur þeirra, sem eitthvað vilja láta í sér heyra á opinberum vettvangi? Ljóðið hennar Oskar heitir VÖKU- DRAUMUR 1940, og er á þessa leið: 0, bara ef ég í happdrœttinu háan vinning fengi, svo hjartanlega ánægð ég verða mundi þá. Ég hrópa skyldi af gleði og hlæja dátt og lengi. Svo heimsækti ég staði, sem mig langar til að sjá. Ég skyldi ekki þreytast á að skemmta mér og njóta skógarilms og fuglasöngs í byggðum Norðurlands. A bifreiðum ég skyldi yfir blómleg héruð þjóta. Og bærinn mundi gleymast og lystisemdir hans. Og upp um allar heiðar ég skyldi þar næst skálma, þótt skýin tœkju að dökkna og veðrið yrði svalt, því heimskulegt mér þykir að hræðast farartálma; ef hugur minn er léttur, mér finnst ég geta allt. Ég tjald mitt vildi reisa á blárrar tjarnar bakka, og blunda þar og dreyma í sumarnætur frið, uns sál mín fylltist gieði og þrá til þess að þakka þeim, sam hafa fundið upp blessað happdrættið. En hvað er ég að hugsa? Ég hefi engan vinning! Og heima bíða miðar, sem endurnýja þarf. Já, þannig er af lífinu löngum þeirra kynning, sem lítil hafa efni og tóku ei neitt í arf. Ég er samt að vona, að minn vökudraumur rætist, ég vinni nœsta sumar og fái að skemmta mér, þvi þeirrar trúar er ég, aó úr böli allra bœtist, sem bara reyna aftur, - á ný ef illa fer. Og mér barst í hendur ljóð, sem heitir „Við fossinn“, sem er eftir Hinrik B. Þorláksson (1873-1956) á Flateyri. Ljóð þetta birtir mikil og þung örlög. Það er alls 22 er- indi, og birtist hér á eftir fyrri hluti þess, sem telur 8 er- indi, en síðari hlutinn birtist í maíheftinu. VIÐ FOSSINN Eitt sinn um þögla óttustund er al-náttúran festi blund, 17 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.