Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 35
við gullinn foss í gljúfrum há einn gráti þrunginn halur lá. Hann höfði þreyttu hallaði að hörðum steini og guð sinn bað, og andvarp leið frá hjarta hljótt; það heyrði aðeins þögul nótt. Þar háði 'ann einn sitt harða stríð, að hugsa um margt frá liðinni tíð, en innst í hjarta sorgin sveið; og söng hann hóf á þessa leið: „Nú gleði sviptur aleinn eg einmana reika lífs um veg. Faðir og móðir mætust er í myrkri grafar hulin mér. Við þennan foss hjá þýðri hrund ég þreyði marga aftanstund í unaðssœlum, ástardraum, öllum fráskilinn heimsins glaum. Ég þekkti ei sorg né svik né tál en söng um ástar töframál, samstillt við fagran fuglaklið, fossbúans dimma hörpunið. Þá lifði von í hjarta hrein, er harma firrti og sérhvert mein, en fossinn söng um sjöfn og ró, og svása hörpustrengi sló. En sú er liðin sœlustund; nú sofna vil ég hinsta blund. Ó, foss minn kœri, ífaðmi þér þú frið og ró skalt veita mér “. Björgun við Látrabjarg Látrabjarg er breitt og hátt, brim á klettum sargar, þar sem hetjur hafa átt hættustundir margar. Sveinalið var saman hvatt; sögð var fregnin mörgum. Útlent skip var illa statt út af Látrabjörgum. Upp að rifi rekið var; reyndu skipi að bjarga. Gátu ekkert aðhafst þar; óhug sló á marga. Skrúfan brotin, skipið fast; skipti brúnni særinn. Vetrarnótt og veður hvasst; veiðar- töpuð- færin. Skipshöfn þreyttri brá í brún: bjargið hátt að líta. Yfirmenn af enska Dhoon aldan gleypti hvíta. Sjómenn fundu sína smæð; sálarrónni bifa. Margra hundrað metra hæð mundi enginn klifa. Skorti svefninn, skjól og brauð skipshöfn lengi hrjáða. Undir þiljum sjórinn sauð; sölum vildi ráða. Vaskir synir íslands enn afl og djörfung sýna. Okkar bestu afreksmenn ótal dyggðir krýna. Sigu þeir í svelluð björg; sinu lífi hættu, til að fœra Bretum björg, bjarga þeim, ef mœttu. Gekk það eftir óskum fljótt, allir landi náðu. Uppi í bjargi eina nótt úti-gisting þáðu. Sendu þeir frá bjargi band; bar það vonarneista. Þreytt að draga lið á land landsmenn vildu freista. Ei var nœturværðin vær; vörðinn landsmenn héldu. Öskurok og úfinn sœr, ís og grjót þá hrelldu. Fluttu Bretum föt og brauð, flettu blautum klæðum. Sérhver alla aðstoð bauð; ekki stóð á gœðum. Einn, er sagt að setti met, sýndi mestu gœðin, Björgunin við Látrabjarg er mörgu eldra fólki í minni. Um hana orti Guðrún M. Benónýsdóttir (f. 1895) er lengi bjó á Hvammstanga. Ríman um Látrabjarg er ort í apríl 1948. Hún er alls 21 erindi, breskt skip, Dhoon að nafni, strandaði við Látrabjarg 13. des. 1947, og var 12 mönn- um bjargað þar úr lífsháska. Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.