Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 16
menn hentuðu betur til þess en Islendingar að fara norður að íshafi. Kaup var um þessar mundir 1 dollari á dag og þótti allgott. En þeg- ar Hannes sagði mér að stjórnin byði þeim 10 dollara á dag, sem til þessarar ferðar vildu ráðast og frían fatnað að auki, þá fór ég nú að leggja við hlustirnar. „Og komdu nú heim með mér og talaðu við þann skoska,“ sagði Hannes. Ég féllst á það. Skotinn reyndist fjári skemmtilegur og reffi- legur karl og hinn við- ræðu besti. Hann stað- festi þau ummæli Hann- sleða. “ esar að stjórnina fýsti mjög að fá íslendinga til þessarar farar en fengi víst fáa. Ég spurði hvers konar vinna þetta væri aðallega. „Flutningar, flutningar á hundasleðum," svaraði Skot- inn. „Ja, hver andskotinn,“ varð mér að orði á góðri og gildri íslensku, rétt eins og ég væri ennþá staddur heima í minni kæru Blönduhlíð. Ég kvaðst að vísu þekkja hunda sæmilega vel en óvanir værum við því á íslandi að beita þeim fyrir sleða. Mér duldist ekki að það starf sem hér var í boði, hlyti að vera erfitt, ef til vill lífshættulegt, öðruvísi varð það varla skýrt hversu treglega gekk að fá menn til þess, þrátt fyrir hið geysiháa kaup. Hins vegar langaði mig til þess að kynnast sem best þessu landi sem ég var, eða taldi mér a.m.k. trú um að ég væri, í aðra röndina, alltaf að sækjast eftir. Þarna mundi ég sjálfsagt umgangast Eskimóa og ef- laust sæi ég um alla heima og geima þarna norðurfrá. Teningunum kastað Ég bað um umhugsunarfrest. Vildi m.a. ráðgast við Stef- án. „Já, andskoti er nú kaupið hátt,“ sagði hann. „Guð hjálpi þér, drengur,“ sagði aftur á móti Pálína kona hans (hún var frá Þverá í Blönduhlíð, systir Jóns á Hamri), „þú drepur þig á þessu,“ og fannst á að gömlu konunni þótti það fánýtt erindi til Ameríku. „Ég veit nú bara ekki hvað ég hefði gert, hefði ég verið yngri,“ sagði Stefán. Og með þessi orð gömlu hjónanna í huga, sem ég vissi nú raunar ekki hvort ég átti heldur að meta sem uppörvun eða úrtölur, skundaði ég á fund Skotans og var þá með sjálfum mér ákveðinn í að taka tilboðinu. „Því maður getur þá alltaf hætt,“ sagði ég við hann. „Nei“, svaraði hann, „þú verður að halda það út a.m.k. í ár.“ Nú, geti aðrir þraukað það þá ætti ég að geta það líka. Og þar með var teningunum kastað og lagt upp um næstu helgi. - Hvað voruð þið margir? - Mig minnir að við værum 16, a.m.k. til að byrja með. Auk mín voru í hópnum tveir Islendingar, Kristján Þor- steinsson og Ólafur Jónsson. Annars voru þetta allra þjóða kvikindi. Hundarnir þoldu ekki kuldann - í hvaða sambandi stóðu svo þessir hundaflutningar? - Jú, stjórnin hafði fundið upp á því að byggja haf- skipabryggju norður við Hudsonflóa. Þangað þurfti svo að leggja járnbraut til flutnings á hveitinu frá Vesturfylkj- unum, en það var margfalt styttra en að flytja það til Montreal. En svo kom bara fljótlega á daginn að stað- setning þessara mannvirkja var algerlega misráðin, því Nelsonfljótið bar fram svo mikinn aur að moka þurfti upp höfnina á hverju ári. Varð því úr að haldið var 200 mílur norður með ströndinni og höfnin byggð í mynni Churchill-árinnar. Innsigling er þar mjög þröng en djúp og þegar inn fyrir er komið er sem skipin liggi á stöðu- vatni, svo ágæt er höfnin. Hlutverk okkar hundasleðakeyrara átti m.a. að vera það að flytja um veturinn matvæli o.fl. úr vöruskemmum í Port Nelson og norður yfir flóann. Nú, nú, keyptir voru í skyndi 60 hundar og sendir á undan okkur norður eftir. Það var þeirra síðasta ferð, margra hverra. Þessir Winnipeg-hundar, en þaðan voru þeir margir, þoldu blátt áfram ekki kuldann og drápust. 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.