Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 31
Frœndsystkini á Starmýri, árið 1925. Langömmubörn Kristínar á Flugustöðum. í baksýn má sjá gamla hjalla. lendingar keyptu sauði á fæti og borguðu í gulli. Sauðir voru gulls ígildi. Markaðir þessir voru haldnir á Múla á haustin. Hvenær sauðamark- aðirnir hófust veit ég ekki. Á vetrum lágu sauðirnir við opið hús en ekki alveg unrhirðulausir þvi smalinn fór til þeirra öðru hvoru. Um klukkutíma gangur var til beitar- húsanna. Sauðirnir héldu sig mikið innundir svokölluðu Mýrarfelli. Ef eitthvað amaði að veðri höfðu þeir sig í hús. En svo var það eitt sinn á þorra, Öskudag, rétt fyrir 1880, að setti niður mikinn snjó. Síðan skall á svartabylur með hörku frosti. í þess- um veðurofsa komust fáir sauðanna í hús, þar sem móti veðri var að sækja og þeir vítt um. Drápust þarna marg- ir vænir sauðirnir. Mikil leit að þeim átti sér stað, en bar lítinn árangur, enda mikill snjór í giljum og veður óhagstæð. Sumir sauðirnir fundust ekki fyrr en um vorið er snjóa leysti í djúpu gili. Þetta var mikið áfall, svartur öskudagur, sem Gísli gleymdi ekki. Yfirleitt sáu menn Gísla ekki bregða við mótlæti en í þetta skifti hafði hann orð á því við kunningja sinn dapur í bragði og sagði: „Sé ég eftir sauðunum“. Eftir þetta slys fjölgaði Gísli ekki sauðum. Sauðir þeir er lifðu af þessa stórhríð voru teknir heim í hús stutt frá bæ og gefið hey. Fé Gísla fækk- aði óðum. Oft misfórust nýfædd lömb á vorin með ýmsu móti. SigfÚS hét maður Jónsson. Hann var leigu- liði Gísla og bjó á Hvannavöllum í Múladal, mikill röskleika maður. Það var eitt sinn seint í júní að Sigfús átti leið fram Múladal á leið í kaupstað á Djúpavogi. Er hann kom þangað sem heita Brekkur, sá hann dauð lömb á víð og dreif auðsjáanlega var skæður dýrbítur þar að verki. Hraðaði Sigfús sér í Múla og sagði Gísla að greni mundi vera þarna inn á dalnum og féllst Gísli á það. Engan mann hafði Gísli til að senda í Starmýri, en þar bjó þá grenjaskyttan Sigurður Björnsson. Bauðst þá Sigfús til að sækja Sig- urð og var því vel tekið. Var sagt að Sigfús hefði slegið vel undir nára og verið fljótur í förum, sem hans var vani. Kom hann með Sigurð um kvöldið og fór hann strax í grenjaleit inn á dal og Sigfús með honum enda manna kunnugastur þarna inn á daln- um og virtist vera búinn að gleyma kaupstaðarferðinni. Kom það sér vel fyrir Gísla því hann hafði engan mann til að senda í grenjaleitina með Sigurði nema stráksérvitring. Þeir Sigurður og Sigfús fundu fljótt grenið, enda mátti minna sjá. Aðkoman við grenið var ljót. Þarna var mikið af beinum úr lömbum og fuglum, fyrir utan það sem Sigfús fann um morguninn og var auðséð að ekki hafði verið sultur í búi á þessu greni. í morgunsárið komu þeir aftur í Múla, höfðu þá unnið grenið. Sigfús fékk sér hænublund þar og hélt svo áfram í kaupstaðarferðina. Það var mörgu eldra fólki minnis- stætt, ofsaveðrið 7. janúar 1886, Knútsbylurinn, sem kallaður var. Þá var vinnumaður hjá Gísla, Guð- mundur Einarsson síðar bóndi í Markúsarseli. Hann passaði fé fyrir Gísla. Beitarhúsin voru nokkuð langt Heimaerbezt 175

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.