Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 17
Hver verður næstur? Sjálfir lögðum við svo af stað með járnbraut nokkru á eftir félögum okkar, hundunum. Það var, vægast sagt, óþverra ferðalag. Fengum við á okkur moldbyl, sem end- aði með því að lestin sat föst vegna fannfergis, komst hvorki aftur né fram. Og þarna máttum við dúsa í járn- brautarlestinni í viku og matarlausir seinustu dagana. En ekki nóg með það. Einn maðurinn veiktist af tauga- veiki. Lifði í tvo eða þrjá daga og dó svo. Fór þá heldur að fara um mannskapinn, sem von var til. Nóg var nú að vera matarlaus þótt ekki bættist það við að upp kæmi í þessu innilokaða samfélagi, bráðsmitandi og banvænn sjúkdómur. Ég held að alveg sé óhætt að segja að enginn okkar hafi verið farinn að búast við að komast lifandi úr þessu ferðalagi. Og mér var farið að verða nokkuð oft hugsað til orða Pálínu minnar. Sá ekki betur en að þau ætluðu bókstaflega að rætast þegar í byrjun ferðarinnar. Flvað sem öðru leið, kom okkur saman um að ótækt væri að hafa þann andaóa í lestinni. Brutumst við því út, grófum holu í skafl og stungum honum þar ofan í. Öllum yfirsöng var sleppt, enda jarðarfararveðrið ekki sem heppilegast. Norðanbylurinn sá urn að kasta rekunum og moka ofan í gröfina. Eftir andartak var félagi okkar hul- inn hreinni og kaldri mjöll norðurhjarans. En sjálfum var okkur efst i huga spurningin: Ffver verður næstur? Ingvar Gíslason: Greinargerð með gleymdri vísu Af Ólafi Bergssyni, Guðnýju Krist- jánsdóttur og Ingimanni Ólafssyni ^\lkunn er þessi vísa eftir Pál Ólafsson: Okkur berst hjálp En það varð enginn okkar næstur að sinni. Þegar að því kom að járnbrautarlestinni þótti hafa seinkað úr hófi, var snjóplógur sendur til móts við okkur. Og loks náðum við brautarendanum. En þá voru eftir 60 mílur til Port Nelson og á annað hundrað mílur til Churchill. Þessa vegalengd lá nú fyrir að kjaga í botnlausri ófærð með þyngsla byrð- ar í bak og fyrir. Kom nú í ljós hve óskynsamlegt var að senda hundana á undan, því ella hefðum við a.m.k. getað flutt farangurinn á hundasleðunum og hefði það þó verið allur munur. Ég held, að þegar hér var komið sögu, hafi flestir okkar verið orðnir fremur framlágir og farnir að sjá eftir þessu flani, þrátt fyrir loforðið góða um 10 dalina. Miðja vegu milli brautarendans og Port Nelson var bjálkakofi, eins konar sæluhús. Og það reyndist okkur líka sannkallað sæluhús eftir það sem á undan var gengið, því þegar þangað kom voru þar fyrir tveir menn, næg upphitun og gnægðir brýnustu nauðsynja. Mikið lifandi skelfing urðum við þá fegnir. Og hér kveðjwn við þá Stefán að sinni, þar sem hann, ásamt félögum sínum, er staddur í bjálkakofanum góða, norður við Hudsonflóa. Framhald í nœsta blaði. Þegar mín er brostin brá, búið Grím að heygja, Þorsteinn líka fallinn frá ferhendurnar deyja. Vísa þessi er birt (enn sem oftar) í fróðlegri grein um Pál í Heima er bezt, 5. hefti 2002, bls. 209, eftir Einar Ge- org Einarsson. Færri munu vita að þessi fræga vísa Páls var samtíma- manni hans á Héraði tilefni stöku af sömu gerð, en þó með annarri niðurstöðu. Fæst þar ein sönnunin enn, að orð kvikna af orði, vísa af vísu. Ólafur Bergsson, „húsmaður“ (sem þá var kallað) og kennari eystra á ofanverðri 19. öld, „sneri“ vísu Páls svo: Þó að Páli bresti brá og bili Grim að skrifa, Þorsteinn líka fallinn frá, ferhendurnar lifa. Þessa skemmtilegu og bráðsnjöllu vísu kenndi mér fyrir áratugum sonur Ólafs Bergssonar, Ingimann Ólafsson, sem lengi átti heima á Norðfirði á fyrri hluta nýliðinnar aldar á uppvaxtarárum mínum eystra. Um vísuna tók Ingi- mann það fram við mig, að hún væri „stundum eignuð öðrum“, en fullyrti að það væri rangt, vísan væri eftir Ólaf Bergsson. Þess er að geta, að vísan var birt í mánaðarrit- inu „Allt til skemmtunar og fróðleiks“, 1. árg. 6. hefti 1950, að mínu frumkvæði með þeim fyrirvara um höfund Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.