Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 18
sem hér greinir. Aldrei barst mér nein at- hugasemd um faðemi vísunnar og hefur svo staðið í 52 ár. Ég hlýt því að leggja trúnað á orð Ingimanns um höfund vís- unnar. Við Ingimann unnum saman í bæjar- vinnu í Neskaupstað sumarpart 1942 og urðum þá málvinir, þótt aldursmunur væri ærinn. Hann var þá hátt á fimmtugs- aldri, en ég 16 ára menntaskólanemi. Okkur kom vel saman. Mér fannst gaman að tala við Ingimann. Hann var fróður um margt og greindur svo ekki leyndist. Svo vinsamlegur var hann mér að tala við mig sem fullorðinn mann og jafningja. Við áttum það m.a. sameiginlegt að hafa gaman af góðum vísnakveðskap og sög- um af skrýtnu eða eftirminnilegu fólki. Ingimann var sagður mjög pólitískur, sannur kommúnisti. En varla gat heitið að hann viki að pólitík við mig, ungling sem ég var og þó kominn úr annarri átt en hann og af þeim sökum valinn skot- spónn. Þeirri hlið sinni sneri hann ekki að mér, hvorki fyrr né síðar. Þótt það hafi verið aðalerindi mitt við Heima er bezt að þessu sinni að koma enn á framfæri þeirri einu vísu, sem ég þykist kunna eftir Ólaf Bergsson, ætla ég að lengja mál mitt lítið eitt og segja lesendum ögn frá þeim feðgum, Ólafi og Ingimanni, eftir því sem vitneskja mín hrekkur til, sem ég viðurkenni að er af skornum skammti, einkum hvað varðar Ólaf Bergsson. Hvað Ólaf áhrærir og æviferil hans, vísa ég til greinar eftir Vilhjálm Hjálmarsson í Múlaþingi 2000. Flest sem ég hef að segja lesendum Heima er bezt er nánast endursögn greinar Vilhjálms, sem ég notfæri mér samhengisins vegna og veit að Vilhjálmur misvirðir ekki við mig. Það, sem ég get sagt af Ingimanni Ólafssyni, er byggt á eigin kynnum og minningum og margs konar samtíningi og brotum úr viðtölum við fólk, sem ég vissi að kann sitthvað frásagnarvert af honum að segja. Skrif mín um þá feðga verður að skoða sem dálitla greinargerð með gleymdri stöku, sem mér finnst þess verð að muna hana sem ég man hana og höfund hennar, sem ég trúi að sé Ólafur Bergsson. Ólafur Bergsson Ólafur Bergsson fæddist á Brekku í Hróarstungu, Norður- Múlasýslu, árið 1854, en dó á Rangá í sömu sveit 1906. Faðir hans, Bergur Víglundsson, var ættaður af Langanesi, en átti lengst af heima í Múlasýslum, var m.a. bóndi í Efra-Miðbæ í Norðfirði, Suður-Múlasýslu. Kona Bergs, móðir Ólafs, hét Ingibjörg Jónsdóttir, ættuð úr Eyjaijarð- arsýslu. Hún var náskyld Jónasi Hallgrímssyni að sögn Vilhjálms á Brekku. Má því segja að Ólafur Bergsson hafi átt til skálda að telja. Ólafur bjó lítið sjálfstæðu búi, aðeins örfá ár. Hann framfleytti sér og sínum sem „húsmaður“ á bæjum, hefur trúlega átt einhveijar skepnur, en unnið hjá bændum fyrir hús- næði og fæði. I Kennaratali er hans minnst sem barnakennara eystra og getið nokkurra staða þar sem hann kenndi á árabilinu 1890-1901. Ólafur kvæntist 1888 Kristjönu Guð- nýju Kristjánsdóttur, sem fædd var 1862. Áður hafði hann verið í tygjum við konu sem Guðrún hét Guðmundsdóttir og eignast með henni tvo syni, Ágúst, sem bjó í Bakkagerðisþorpi í Borgarfirði ffam á gamals aldur, og Guðmund, sem fluttist til Ameríku ungur að árum og ól þar ald- ur sinn. Vilhjálmur Hjálmarsson lýsir Ólafi svo: „Hann var greindarmaður, vel að sér að hætti síns tíma en ekki naut hann skóla- göngu. Hagmæltur var hann, ágætur skrifari og mun hafa haldið dagbækur árum saman. Enginn var hann búsýslu- maður. Snyrtimenni í hvívetna.“ Eins og fram kemur í grein Vilhjálms í Múlaþingi hefur lítið varðveist af kveðskap Ólafs, svo að vitað sé. Sú saga gengur að kistill með ýmsum handritum hans hafi glatast að honum látnum. Hefur Vilhjálmur af því sannar fréttir að hirsla þessi hafi verið brennd með innihaldi sínu að Ólafi látnum. Þetta staðfestu tvær greinargóðar konur af Héraði, önnur fædd 1911, en hin 1915, í viðtölum við Vil- hjálm. Fer ekki milli mála að þessi hafa orðið örlög hand- rita Ólafs Bergssonar. Um skaðann þarf ekki að deila. Vil- hjálmur getur þess, að kvæði eftir Ólaf sé að finna í Austra, 3. árg. nr. 9 1893. Nefnist kvæðið „Jökulsá á Dal“. Þá birtir Vilhjálmur með grein sinni áður óprentað kvæði eftir Ólaf og kallar það „Við Lagarfljót", sjö erindi, fjórar línur hvert. Segir þar frá því þegar skáldið braust eitt sinn yfir Lagarfljót á skíðum, en ísinn á fljótinu lá undir snjó og því skíðafæri. Af sjö erindum kvæðisins geyma fimm þeirra almenna lýsingu á ferðalaginu. En í tveimur síðustu erindunum bregður skáldið fyrir sig heim- spekilegum eða siðfræðilegum hugleiðingum og breytir auk þess að nokkru um bragarhátt og segir: En oftar og hraðar er ís þó á reki í úthafi mannlífs á freyðandi bárum og sérdeilis strangari þörfin á þreki, ef þreyta skal róður til strandar með árum. Því ekki má guggna né úthella tárum og ekki er það hetja - þó veðrinu spilli, sem hættir þá móðlaus að andæfa árum og eys ekki skipið þótt brotsjórinn fylli. Hér talar maður sem kann skáldamál. Ólafúr Bergsson var óumdeilanlega skáldmæltur. Ingimann Ólafsson. 162 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.