Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 26
„Den lille havfrue“, tákn Kaupmanna- hafnar og bátur frá „Havne-Kanal- rundefarten “ á siglingu. / baksýn er skipasmiðja Burmeister & Wain, en þar hafa mörg íslensk kaupskip verið smíðuð. sem angaði ávallt af góðri matarlykt og var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þama hvíldumst við og gæddum okk- ur á kaffi, öli og góðum réttum. Því miður gat Hörður ekki verið mikið með okkur, því hann var í erf- iðum próflestri varðandi nám sitt og svo var einnig stundum með Lindu, sem um þetta leyti stundaði nám við „Haandarbejdes Fremmes Semeari- um“. A eftir fórum við svo í gönguferðir um Strikið, þessa nafntoguðu göngu- götu með aragrúa verslana, allt frá Ráðhústorginu niður að Kóngsins Nýjatorgi, einnig margar hliðargötur sem bugðast misbreiðar út frá torgun- um á þessari miklu gönguleið. Þungamiðja Striksins mun vera Amagertorg, sem áður er nefnt, en þar má einnig finna nöfn eins og „Östergade“, „Vimmelskaftet“, „Nygade", Gamlatorg og „Frederiks- berggade“. En Kaupmannahöfn er einnig ann- að og meira en Strikið. Það er líka gaman að rölta um og dvelja í Tívolí í hlýju rökkri sumarkvöldsins, hlusta á hróp, köll og hlátra gestanna í tækj- unum meðan maður sötrar kalt öl undir laufskrúði trjánna. Eitt kvöldið bauð Linda okkur í Konunglega leikhúsið, þar sem hún hafði stundaði kvöldvinnu um vetur- inn. Þá fórum við Sigrún í einar þrjár siglingar með Havne-Kanalrundfart- A götu í Kristjánshöfn. I baksýn er sá frægi staður, Kristjanía. Ökuferð um Kaupmannahafnargötur upp á gamla móðinn, var vinsæl af mörgum. en, en óvíða nýtur maður betri sýnar til hinna virðulegu, gömlu bygginga meðfram síkjaskurðunum eða til kop- argrænu tumanna, sem svo mjög ein- kenna „borgina við sundið“. Gönguferðir um íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn með leiðsögubók Bjöms Th. Björnssonar í farteskinu, sem reyndar heitir „Á íslendingaslóð- um í Kaupmannahöfn“, er ómissandi á svona ferðalagi og ekki má gleyma því að héðan var málefnum íslands stjórnað í fimm aldir samfleytt og hér hófst einnig sjálfstæðisbarátta íslend- inga. Hér gengu Fjölnismenn um göt- ur og litu inn á Hvít og Mjóna, þar sem enn er hægt að fá sér ölglas. Hér drukku íslenskir námsmenn af bmnn- um evrópskrar menningar og urðu þekktir listamenn. Eitt þeirra húsa, sem tengist sögu okkar, er Jónshús. Þar bjuggu hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einars- dóttir, árin 1852-1879. Þar réðust mörg þau mál er mörkuðu spor í sögu íslensku þjóðarinnar. Á horni Gömlustrandar og Snöru- götu, þar sem nú er til húsa mennta- málaráðuneyti Dana, var veðlánastof- an sem kölluð var „Frændi“, staður- inn sem íslenskir námsmenn skiptu mikið við, þegar þeir voru blankir og biðu eftir peningasendingu með póst- skipinu að heiman. Og svona mætti halda lengur áfram, því víða liggja spor landans um götur þessa gamla borgarhluta. Svo var 4. júní allt í einu runninn upp og komið að kveðjustund. Boeing-þota Flugleiða tók flugið frá Kastmp, hallaðist á vinstri vænginn, hvar við okkur blasti borg hinna mörgu tuma, þar sem þeir dottuðu í sumarhitanum. Enn einni Kaupmannahafnardvöl- inni var lokið. 170 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.