Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 30
Egill Guðmundsson frá Þvottá: Sé ég eftir sauðunum Þáttur af Gísla Sigurðssyni á Múla í Suður-Múlasýslu Ein bezta bújörð í Álftafirði í Suður-Múlasýslu er jörðin Múli. Lítil hlunnindi fylgja þeirri jörð en hún er afburða sauð- fjátjörð. Þar bjuggu bændur sem áttu margt og vænt fé. En göngur eru langar og erfiðar. Árið 1824 keypti jörðina Sigurður Brynjólfsson frá Heydölum fæddur þar en hóf búskap á jörðinni Ósi í Breiðdal, leiguliði þar uns hann keypti Múla. Sigurður var sonur séra Brynjólfs Gíslasonar og Kristínar Nikulásdóttur. Kona Sig- urðar var Ingveldur Jónsdóttir prests að Kolfreyjustað. Hálfbróðir hennar var Finnur í Virkishólaseli (sam- mæðra). Vorið 1824 keypti Sigurður Múla, eins og áður segir og bjó þar til æviloka. Hann varð sannkallaður sveitarhöfðingi. Líklega hafa Álft- firðingar verið svolítið stoltir af því að fá þennan menntaða prestsson í sveitina til sín. Sigurður lærði smíðar í Danmörku. Vann það afrek ásamt dönskum skipstjóra að synda yfir Eyrarsund er hann var við nám ytra. Eftir að hann kom til búskapar að Múla varð hann umsvifamikill og ráðamaður í sveitinni í mörgum mál- um. Var lengi hreppstjóri og þing- maður eitt ár fyrir Múlasýslu. Þau Sigurður og Ingveldur eignuð- ust mörg böm. Þau voru: Kristín, er giftist Birni Antoníus- syni og bjuggu þau á Flugustöðum. Gísli dó ungur. Þórunn gift Jóni Jóhannessyni. Þau bjuggu í Hnaukum og eignuðust 9 börn. Sæmundur. Kona hans hét Ólöf Ólafsdóttir frá Hellisfirði, áttu fjögur börn og bjuggu á Þvottá. Rósa bjó fyrst í Hólum í Horna- firði, gift Eiríki Þorleifssyni og áttu þau eina dóttur. Seinni maður Krist- ján Jónsson frá Hvannavöllum. Sjötta barn þeirra var Gísli, kona hans Guðríður Ólafsdóttir frá Hellis- firði. Þau áttu tvær dætur. Gísli var skírður í höfuðið á föðurbróður sín- um, séra Gísla á Hólmum. Hann drukknaði í Reyðarfirði laust fyrir 1830. Foreldrar Gísla vildu að hann lærði til prests. En svar Gísla var „Minn söfnuður verða sauðirnir,“ sem merkti það að hann ætlaði að verða bóndi á Múla, sem og varð. Hann tók við búskap þar eftir foreldra sína. Keypti arfhlut systkina sinna í jörð- inni, nema Sæmundar, sem hélt sín- um en veðsetti hann fljótlega verzlun Örum og Wulff á Djúpavogi og eign- aðist verzlunin fljótlega þann part í jörðinni, þar sem Sæmundur stóð ekki í skilum. Mikill myndarbúskapur hafði verið á Múla meðan Sigurður bjó þar. Átti hann margt fé og þar af marga sauði. Sumir þeirra urðu gamlir og fyrir- ferðarmiklir og enginn leikur að kljást við þá er ullin var tekin af þeim á vorin. Ingveldur kona Sigurðar andaðist 1855. Sigurður hélt áfram búskap með Gísla syni sínum en fækkaði fénu og sinnti öðru til 1860, að Gísli tók alveg við búskap á Múla. Fyrstu búskaparár Gisla á Múla gekk honum allt í haginn. Fjölgaði hann sauðum mikið, hafði góða að- stöðu til þess. Skiffi við menn á gimbrum og geldingum og virtist allt sem áður var með sauðafjöldann. En svo fór allt í einu að síga á ógæfu- hliðina. í fáum orðum sagt, óhöppin dundu yfir. Eitt haust missti hann margt fé í norðan stórhríð langt inn á dal þar sem heita Brekkur. Þar eru hættur víða í pyttum og ræsum, sem hélað hafði yfir og snjóað og féð var- aði sig ekki á. Eins og áður segir átti Gísli marga sauði og voru þeir hans metnaður. Kosturinn við sauðina var sá að þeir voru léttir á fóðrum. Gengu frjálsir um hinn gróðursæla Múladal á sumr- in ásamt móðurlausu lömbunum en ærnar bundnar við stekkinn. Eng- 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.