Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 11
Sigurður og Guðrún dóttir hans að stíga á bak hesti sín- um fyrir réttarferðina haustið 1988. nú geymt í óljósri endurminningu en ég held þetta hafi allt haft heldur góð áhrif á böm og unglinga að alast upp við svona aðstæður. Það var engin ofneysla en sumt kannske í knappara lagi. Farskóli, ferming og frekara nám Mér er minnisstætt hvemig hagað var skólamálum, það var farskólaformið, kennsla heima á bæjunum. Einn fastur kennari var í fullu starfi, Pálmi Kristjánsson, en ýmsir fleiri gripu þama inn í, því skólahverfið var bæði fjölmennt og víðáttumikið. Þá fór þetta þannig fram að kennt var t. d. hálfan mánuð á þessum stað, fluttist svo hálfan mánuð ann- að og þá voru aðrir nemendur, en hinir lærðu heima. Þetta var nokkuð notadijúgt. Svo var það á vorin þegar próf nálguðust, þá var eldri árgöngum safnað saman og að segja mátti, lesið undir próf í þinghúsinu í Saurbæ. Þeim, sem áttu lengst að, var komið fyrir á nærliggjandi bæjum og þetta gekk alveg furðuvel. Að því er ég man til var fermingarundirbúningur sameig- inlegur í þremur hreppum, Saurbæjar- Hrafnagils- og Öng- ulsstaðahreppum. Þá var sr. Benjamín Kristjánsson sóknar- prestur og hann framkvæmdi uppfræðsluna á heimili sínu að Laugalandi og kona hans, Jónína Bjömsdóttir, veitti okkur af mikilli rausn. Bömum, sem áttu lengra að, var komið fyr- ir á bæjunum í kring. Eg man að ég var á Öngulsstöðum hjá ffændum mínum þar af Randversætt. Um hádegi mættu allir heima hjá prestinum. Á þessum ámm voru allir fermdir í Gmndarkirkju og var það þó nokkuð fjölmennur hópur. Ég man nú ekki nákvæm- lega hve mörg við fermdust saman en held við höfum verið 12 úr Saurbæjarhreppi en eitthvað færri úr hinum hreppun- um, en áreiðanlega vorum við yfir 20 fermingarböm árið 1941, þegar ég var fermdur. Síðan var það misjafnt hvert framhaldið varð, flestir lærðu þó eitthvað meira. Aðdragandi varð að því að ég færi í skóla, bæði var það að ég var heilsuveill um ferm- ingaraldurinn, það jaðraði við að ég lenti inn á Kristnes- hæli. En mér var hlíft við öllu volki og alinn á góðmeti og náði mér því án þess að þurfa hælisdvöl og fékk síðar góða heilsu. Það liðu þama ein 5 ár og ég vann heima að búi foreldra minna. En faðir minn féll frá á góðum aldri, þá var ég ekki nema 18 ára og var þá búinn að taka inntökupróf í Menntaskólann á Akureyri. En þrátt fyrir þetta áfall þá hélt ég mínu striki. Þá var mágur minn, Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, kvæntur Torfhildi systur minni og þau vom komin í Torfufell og stóðu þar fýrir búi að hálfu leyti á móti móður minni og það vom síðan fengnir vinnumenn til hjálpar. Ég komst yfir þann kafla að ná gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Reyndar hafði ég hugsað mér frekara nám og gat fengið að koma inn í 2. bekk Kennaraskólans en þá höguðu atvikin því þannig til að systir mín og Angantýr, maður hennar, misstu bæði heilsuna í lömunarveikifaraldri sem þá gekk. Svo að þá skiptum við um hlutverk og ég tók endanlega við búi en Angantýr fór út í skólanám og aflaði sér kennararéttinda. Þó æxluðust hlutimir þannig að ég stundaði kennslu í nokkur ár með búskapnum. Ég var viðloða við kennslu eina 8 vetur. Þá var ég giftur konu minni, Svövu Friðjónsdóttur frá Akureyri. Búskapurinn hafði aukist og við höfðum oft danskt fólk í vinnumennsku, sem reyndist mjög vel. Ekki aðeins að það ynni hjá okkur tíma og tíma heldur höfum við haldið tengsl- um við þetta fólk æ síðan með bréfaskiptum og heimsókn- um. Islenskir unnu okkur einnig vel. Sælureitur í Leyningshólum Þó ég muni það ekki glöggt þá hef ég það á tilfinningunni að árferði milli 1930 og 1940 og þar um kring hafi verið mjög milt. Það voraði vel og maður naut veðurblíðunnar. Um 1940 var enn nokkuð margt ungt fólk heima í sveitinni og þá var oft farið á hestum á sunnudögum í reiðtúra, þegar ástæður leyfðu. Leyningshólar voru eiginlega miðstöðin, þar var komið saman. Þetta gat verið um 20 manns og þá var farið í allskonar leiki, fót- og handbolta. Stundum voru fam- ar ferðir sem við kölluðum dalatúra ffarn á dali, það var far- ið á grasafjall og til beija, svo að dæmi séu nefnd. Ekki má gleyma því að einn ákveðinn sunnudag, þann fyrsta í ágúst, sem er verslunarmannahelgin, er hafði ekki nein bein áhrif þama inni í sveitinni, og var nefndur Leyn- ingshóladagur. Þá safnaðist fólk, bæði ungir og aldnir, í Leyn- ingshóla. Fólk varð að ganga af þjóðvegi, nema þeir sem komu ríðandi, þar til ruddur var með jarðýtu, akfær vegar- slóði um hólana. Þama voru einhver dagskráratriði og fólk hittist og spjallaði saman og naut veðurblíðu, þegar svo féll. Um kvöldið var haldið svokallað Leyningshólaball og þótti kannski ekki að öllu leyti heppilegt fyrir vinnandi menn að það skyldi vera á sunnudagskvöldi og mánudagur á eftir. Bindindisfélagið Dalbúinn, sem áður er nefnt, reisti norð- an við Leyningshólana hermannaskála er var notaður sem samkomuhús í nokkur ár og var nefndur Dalakofinn. Þetta var á mörkum jarðanna Jómnnarstaða og Leynings og með- an þetta hús var og hét þá vom haldin þar þessi Leynings- hólaböll. Stundum var ort um viðburði þar og ég minnist þess að Benedikt Ingimarsson, skáldbóndi á Hálsi, orti mik- inn ljóðabálk um Leyningshóladaginn og atferli honum tengt. Þessar ljóðlínur man ég: Heima er bezt 155

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.