Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 32
frá bæ. Þeir Guðmundur og Gísli voru hikandi þennan morgun um hvort hleypa ætti fénu út. Allmikill snjór var á jörð og veðurútlit ljótt. Niðurstaðan varð sú að Guðmundur léti féð út en væri kyrr í húsunum og því fljótur til ef veður versnaði. Guð- mundur gerði því svo, en er hann hafði verið góða stund inni í húsun- um og dundað við að raka krærnar, skall allt í einu á ofsaveður. Guð- mundur hljóp út en veðurofsinn feykti honum um koll og rétt komst hann inn í húsið aftur. Sá hann að vonlaust var að eiga neitt við féð, sem sjálfsagt hefur hrakið undan veðrinu og þá frá húsunum því móti veðri var að sækja fyrir það. Náði Guðmundur við illan leik heim til sín seint um daginn. I veðri þessu missti Gísli þriðjung- inn af fjárstofni sínum, sem hann mátti síst við. Fjárbúskapur Gísla var nú aðeins svipur hjá sjón hjá því er hann byrj- aði búskap. Hafði han átt í byrjun fallega hjörð, sem margir öfunduðu hann af. Sagði eldra fólk að þetta væri eins og forlög, Gísli ætti ekki að búa á Múla. En það var fleira sem amaði að hjá þeim Múlahjónum. Þau áttu tvær dætur, Mekkínu, sem var eldri, og Ingveldi. Þær voru mjög ólíkar. Ing- veldur var talin mikið búkonuefni, eins og það var kallað. Sívinnandi fyrir heimilið. Mjólkaði ær á Stöðli og ef smalann vantaði af ánum, hljóp Ingveldur af stað að leita og þótti ótrúlega fundvís á ærnar, sem vantað höfðu. Var hún mikil stoð heimilisins og vann alltaf kauplaust, nema sagt var að hún ætti fáeinar ær, sem voru ekki í kvíum. En hún þótt stirð í skapi. Töldu flestir að hún tæki við búskap á Múla af foreldrum sínum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Mekkín var öðruvísi skapi farin en systir hennar. Hún var mjög glaðvær en hafði engan áhuga á búskap. Vildi mennta sig. Lærði dönsku og var hún í miklu afhaldi hjá foreldrum sínum „og alltaf í siglingum," sagöi fólkiö í sveitinni. Að minnsta kosti fékk hún að fara til Danmerkur undir því yfirskini að læra eitthvað. Af lær- dómi varð víst lítið en hver reikning- urinn frá henni eftir annan, var send- ur versluninni á Djúpavogi og Gísli krafinn um að borga, sem hann gerði. Þau urðu örlög þessarar stúlku að hún fórst af slysförum í Kaupmanna- höfn. Gísla var sendur 1000 króna reikningur, sem kosnaður vegna Mekkínar. Það voru miklir peningar í þá daga. Vegna allra óhappa með fénaðinn og annan kosnað, veðsetti Gísli jörðina sína og þar sem hann gat ekki staðið í skilum við Örum og Wulff verzlunina, tók verzlunin jörð- ina til sín. Þótti Stefán verzlunar- stjóri oft harður í horn að taka og Gísli meinlaus. Þegar Ingveldur frétti hvernig kom- ið var, fór hún að heiman, til Seyðis- fjarðar, og bjó þar eftir það. Gísli tók allstóran part úr Múlanum á leigu í nokkur ár. Sá búskapur var mjög erf- iður þar eð jörðin var leigð oft fleirum en einum í einu og þvældist hver fyrir öðrum með skepnur sínar. Vörið 1894 keypti jörðina Jón Arnason. Kona hans var Katrín Antoníusardóttir. Þau bjuggu rausnarbúi á jörðinni og á eftir þeim synir þeirra og afkomendur í mörg ár. Þegar Jón keypti jörðina fékk Gísli að vera þar í húsmennsku með fjölskyldu sína og var þar í þrjú ár en flutti þá burt, hvort sem honum lík- aði betur eða verr. Fluttu þau hjónin austur að Sveinsstöðum í Hellisfirði, segir Þorsteinn Kjarval í bók sinni „Örlaganornin að mér réð“, en hann var þá vinnumaður hjá Gísla og fór með þeim austur. Gísli fór með nokkrar kindur með sér austur og má lesa um það í bók Þorsteins, hvernig þeim kindum reiddi af í hríðargusu þar. Þessara mætu hjóna var sárt sakn- að í sveitinni. Þau voru gestrisin og vinsæl. Gísli andaðist 1912. Þau Gísli og Guðríður voru svo heppin að ala upp stúlku. Hún hét Guðríður Guðmundsdóttir. Elskulegt barn, sagði Kristín Jónsdóttir, sem var í húsmennsku á Múla, ásamt manni sínum Guðmundi Einarssyni. Varð þeim Kristínu og Guðríði litlu vel til vina. Vorið sem Guðríður fluttist burt úr sveitinni með fóstur- foreldrum sínum, fékk hún að skreppa inn í Markúsarsel til að kveðja vini sína, en þá bjuggu þau þar Kristín og Guðmundur. Það var Kristínu lengi minnisstætt er þessi myndarlega og skemmtilega stúlka kom í heimsókn ásamt annarri stúlku og var þar nótt. Sungu þær allt kvöldið fyrir heimilisfólkið. M. a. sungu þær af mikilli upplifun gamla húsganginn „Komdu og skoðaðu i kistuna mína“. Sungu þær það aftur og aftur ásamt fleiri lögum og var mikið fjör í litlu baðstofunni í Mark- úsarseli þetta fagra vorkvöld, sem Kristínu fannst óglgeymanlegt. Þær Guðríður sáust aldrei síðan en Kristín frétti af þessari vinkonu sinni öðru hvoru, og þær fréttir glöddu hana. Guðríður bjó síðar með fjöl- skyldu sinni góðu búi að Seldal í Norðfjarðarsveit. Eitt af barnabörn- um hennar er Hallgerður Gísladóttir rithöfundur. Elsta barn Sigurðar og Ingveldar á Múla hét Kristín, talsvert eldri en Gísli, og var alltaf kært með þeim. Hún bjó nærri allan sinn búskap á Flugustöðum í Alftafirði. Maður hennar hét Björn Antoníusson. Kom- inn út af hinni ljölmennu Antoníusa- rætt úr Hamarsdal. Þau Kristín og Björn eignuðust 8 börn og ólu upp tvö fósturbörn. Elsta dóttir Flugustaðahjóna hét Þórunn. Hún giftist Ásmundi Jóns- syni frá Hvannavöllum á Múladal og bjuggu þau í sambýli við Kristínu og Björn á Flugustöðum og eignuöust 11 börn. Það var því fjölmennt á Flugustöðum. Húsakynni lítil og lé- leg en hér sannaðist hið fornkveðna að þröngt megi sáttir sitja. Var sam- býlið svo gott að á orði var haft. Þegar Kristín var orðin ekkja flutti hún í Starmýri, þar sem bjó Jón son- ur hennar, með Vilborgu konu sinni og mörgum börnum þeirra. Síðar bjuggu nokkur þeirra þar og áttu sæg af börnum. Kristín andaðist á Starmýri 1913. Stuðst við frásagnir eldra f'ólks í 176 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.