Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 43
Frá eyfirskum byggðum og öræfaslóðum Framhald afbls. 157 að miklu leyti upp á Hælinn. En tveir hestasleðar voru með í forinni og um þá sáu Jón Vigfusson, sonur Sesselju, og Hjálmar í Villingadal. Þeir komu timbrinu á þessa tvo sleða og óku með það suður að Geldingsá, skammt þar frá sem hún rennur í Jökulsá eystri. Þar var kofinn síðan reistur um sumarið, hlaðnir veggir, smíðuð grind og sett á hann torfþak. Það var árið 1920. Þessi kofi var nú farinn að láta allmikið á sjá að um 30 árum liðnum og sumarið 1951 var hann alveg endurbyggð- ur. Þá voru allir viðir fúavarðir og jám sett undir torf á þaki. Þekjan var rofin og veggir gerðir upp að því leyti sem þurffi og kofinn þannig að segja mátti endumýjaður. Hann stendur vel enn þann dag í dag eftir rúmlega hálfa öld og virðist eng- inn bilbugur á honum. Skiptir þá miklu að þakjámið var lát- ið ná út fyrir veggbrúnir og vama því að vatn gangi niður í veggina. í þessum kofa er hægt að hýsa eina 10 hesta og lít- ill bálkur er í öðram endanum fyrir menn. Síðan hefur kom- ið skálinn Sesseljubær, sem stendur rétt hjá Grána og þar er gisting fyrir allmarga menn, sem hefur verið notuð af ferða- mönnum. En nafhið á Grána er þannig til komið að Sesselja lét hann heita eftir gæðingi sem var í eigu hennar. Um þetta er skráð frásögn í „Heima er bezt“, júlí-ágúst hefti 1970, og jafnvel í „Göngum og réttum.“ 1970 var vegleg samkoma við Grána í minningu þess að 50 ár vora liðin frá byggingu hans. Þama kom fjölmenni saman í veðurblíðu og háfjalladýrð. Veisla var í farangrinum og þama vora rifjaðar upp gamlar sögur og sagnir af fjöllun- um. Jóhann Konráðsson var með í för og söng með sinni hljómfögra rödd við undirleik ámiðarins m. a. „Ég gleymi því aldrei er svanimir sungu...“ Ekki þurfti fólk að fara Vatnahjallaveginn til þessa fagnaðar því leiðin um Hólafjall var þá í fullu gildi. Svölurnar þrjár Til viðbótar við búskapinn tókum við hjónin að okkur að gera veðurathugun þrisvar á dag og gera mánaðarskýrslur um þær athuganir og veðurfyrirbæri og skila til Veðurstof- unnar. Ýmislegt var í þær skráð, svo að dæmi séu nefnd koma fugla og blómgun jurta, ennffemur ef jarðskjálfti fannst eða öskufall varð, einu sinni söfnuðum við ösku úr Heklu. Eitt hið minnisstæðasta sem ég man ffá þessum athugun- um okkar er að tvær svölur settust að hjá okkur, aðallega í hlöðu við fjárhús. Háttur þeirra var sá að þær vora á flögri allan daginn, stönsuðu nánast aldrei en sváfu um nóttina inni í hlöðunni uppi undir þaki. Timburhlaði hafði verið undir vegg þama skammt ffá en sennilega hafa nautgripir ratt honum niður. Þá sá ég þar höfðu dottið niður leifar af hreiðri og skum af tveimur eða þremur litlum eggjum sem að ég hygg vafalítið hafa verið komin ffá svölunum. Þetta varp þeirra misfórst því en svölumar dvöldu þama enn nokkra daga. En það sem mér er minnisstæðast í sambandi við þessa fuglakomu er að einn daginn tek ég eftir því að þær era ekki að flögra um heldur sitja þær á símavíram með all- nokkra millibili. Mér fannst þetta nokkuð undarlegt því þær höfðu verið síflögrandi og fylgist með þeim dijúga stund þar til þriðja svalan kemur og flýgur yfir án þess að setjast. Þær fljúga þá upp og hverfa á brott með henni og sáust ekki meir. Ég er í einfeldni minni viss um að þama var um einhveija miðun að ræða, einhverja skynjun sem hefur getað átt sér stað milli þessara þriggja fugla og svölumar tvær hafi verið einskonar fastir punktar í þessari miðun. Hvað satt er í þessu læt ég ósagt. En það var gaman að fá að fylgjast með og skrá svona at- riði í náttúranni, breytileg á milli árstíða og maður hélt þá Mynd af Grána, tekin 1970, þegarþess var minnst að 50 ár voru liðin frá byggingu hans. Hjá honum standa Jón Vigfússon, sonur Sesselju á Jökli, og Helga Sigfúsdóttir, eiginkona hans. eigin dagbók í leiðinni. Þetta atvik er eitt hið minnisstæðasta ffá þessu starfi. Húfulaus hreppstjóri Svo vikið sé að því sem ég hefi fengist við fyrir utan hin hefðbundnu bústörf, þá finnst mér gaman að rifja það upp að ég sinnti störfum hreppstjóra um nokkurra ára bil, því að nú er búið að setja alla hreppstjóra af, þeir era ekki til lengur nema í einstaka undantekningartilvikum. Embætti hrepp- stjóra á sér líklega sögu allt aftur á þjóðveldisöld, hefur verið sett á í einhveiju formi eftir að tíundarlögin gengu í gildi árið 1096. Landinu var skipt í hreppa eins og kemur ffam í Grágás og Jónsbók. A seinni áratugum hefur orðið sú þróun að hreppar sam- einast og sveitarfélögum fer að fækka. Hreppstjóri var full- trúi sýslumanns og hann hafði ákveðnum skyldum að gegna, það var innheimta opinberra gjalda sem reyndar var fallin niður hér í sveit á mínum starfstíma því auðvelt var að gera sín skil á Akureyri. Á fyrri tímum vora haldin í hreppunum Heima er bezt 187

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.