Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 9
Sigurður og Svava í skórrœktarlandinu við Torfufellsá. Litli drengurinn heitir Gísli Guðmann Einarsson. En í Saurbæjarhreppi voru strax á fyrsta og öðrum áratug tuttugustu aldarinnar, starfandi tvö ungmennafélög, það var Ungmennafélag Saurbæjarhrepps, sem var norðan til í hreppnum, og Ungmennafélagið Vörboðinn í Hólasókn, á ífemsta svæðinu. Og svo mikill kraftur var í því á tímabili að það kom sér upp sundlaug, sem byggð var úr torfi og grjóti við Hólsgerðislaug. Sundlaug þessi var starfrækt í fá ár en það komust þó nokkuð margir unglingar og jafnvel fullorðnir á flot og lærðu þar sund. Ólafur Magnússon, sundkennari á Akureyri og Páll bróðir hans komu þar eitt- hvað við sögu- En Hjálmar Þorláksson bóndi í Hólsgerði og síðar Villingadal, Skagfirðingur að ætt, sem hafði lært þar sund í æsku, hann kenndi og leiðbeindi mest þama. Margir sýndu í þessu mikinn dugnað og framför. En við áðumefnda fólksfækkun þá dofnaði yfir félagsskapnum og félagið lagð- ist niður einhvem tíma seint á þriðja áratugnum. En mjög skömmu seinna var stofnað Bindindisfélagið Dalbúinn, sem starfaði um áratugi Og oft af miklum krafti. Það var stofnað af ungum mönnum, sem vom reglusamir og þótti nóg um óreglu annarra og vildu veita unglingum lið með þessu móti og þetta hafði mjög góð áhrif. Mikið sam- starf var milli Dalbúans og Ungmennafélags Saurbæjar- hrepps í íþróttum og á fleiri sviðum og það endaði með því að þessi félög voru sameinuð og þá komst Vorboðinn aftur til nýrra lífdaga, nýja félagið var nefnt Vorboði. En síðan sameinast öll ungmennafélög í núverandi Eyjaijarðarsveit í félaginu Samheija. Þetta er orðinn nokkuð langur aðdrag- andi að þvi félagi. Búskapur á breytingatímum Fyrir mitt minni, þá var margt fólk í heimili hjá foreldrum mínum. Það voru afi minn og amma og systur föður míns þrjár, Kristbjörg, Laufey og Guðrún, taldar í aldursröð. fnd- íana, elsta systirinn, var gift Finni Kristjánssyni á Skálds- stöðum og nýbýlinu Artúni, þar sem þau bjuggu allan sinn Sigurður, vinstra megin á myndinni, að störfum sem grjóthleðslumaður við Strandgötu á Akureyri. Vinnufé- laginn heitir Steindór Geir Steindórsson, fjórði ættliður í beinan karllegg, sem ber þetta nafn. búskap, en áðumefndar þijár systur fluttu til Akureyrar, einnig fósturbróðir þeirra, fngólfur Júlíusson, en þau vom systraböm. Hann var alinn upp hjá afa mínum og ömmu til fullorðinsára, var vinnumaður hjá föður mínum en hann var þar einnig eins og náinn ættingi íjölskyldunnar. En fyrstu minningar um bústörf, heyskap til dæmis, ég man það ekki í svo glöggu minni, en mér finnst ég muna þegar fyrsta sláttuvélin kom. Eg hefi verið svona sex, sjö ára, þetta var alveg töfratæki og ég hálfhræddur við það, mér fannst það hafa svo hátt, það rauf dalakyrrðina. Þetta var svona fyrsti vísir að tæknivæddum búskap. Við vomm tvö systkinin sem upp komumst, Torfhildur systir mín og ég. Sigfríður systir okkar lést þriggja ára, og ólumst við þama upp með foreldrum okkar og frændliði. Amma mín dvaldi, þegar frá leið, til skiptis hjá börnum sínum, eftir að afi minn var fallinn ffá. Kannske er mín fyrsta endurminning frá jarð- arför hans. Ég efast nú um að þetta sé raunhæft minni, þetta sé kannske einhver upplifun, sem ég hefi skapað mér síðar. En mér finnst ég hafi séð prestinn, hann var náttúrlega ólík- ur öðra fólki í sínum búningi, og að ég muni það í óljósri bernskuminningu. Að sjálfsögðu fylgdist ég með búskapnum, það var eins og manni leiddist aldrei, það var alltaf eitthvað um að vera þótt þetta væri það sem kallað er fásinni sveitalífsins. Árs- tíðaskiptin vom svo markviss, það vom ákveðin verk á hverjum tíma. Sauðburðarins var beðið með eftirvæntingu og vorinu var tekið með fögnuði, vallarávinnsla og rúningur voru eftirminnileg störf, sem og allt umstangið í kringum sauðféð. Hestar voru þá mikið notaðir við búskapinn og það varð síðar meir mitt hlutskipti að vinna mikið með hestum áður en dráttarvél kom til sögunnar og mér líkaði það nokkuð vel. Hestar voru fyrir heyvinnuvélum og í heybandslest og Heimaerbezt 153

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.