Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 7
Sigurður Jósefsson í hlíðinni ofan við Fjósa- tungu, kominn yfir Bíldsárskarð á slóðir for- feðra í Fnjóskadal. Mynd tekin við gljúfur Torfufellsár, séð austuryfir Eyja- farðardal. Handan árgljúfursins er nú vaxinn upp skóg- ur, sem Sigurður og jjölskylda hafa ræktað. 8 barnabörn Sigurðar og Svövu í skógarreit þeirra 1990. Talið frá vinstri: Steinbjörn Jónsson, Svava Björg Ein- arsdóttir, Harpa Soffia Einarsdóttir, Steinar Már Ás- grímsson, Sigurður Jósef Arnason. Aftast: Sigurður Arni Jósefsson með Jón Þór Árnason. Börnin hafa að sjálf- sögðu stækkað síðan myndin var tekin en trén þó sýnu meira. Ibúðarhús Sigurðar og Svövu í Torfufelli. Myndin er frá 9. áratugnum báðar ættir hefiir ævinlega verið mikil og góð frændrækni. Ég vil geta þess hér að þegar ég er á öðru ári þá veikist móðir mín svo að það er rúmt ár sem hún er sjúklingur og ekki heima. Á þeim tíma er ég í fóstri hjá Margréti móðursystur minni á Grund og þá eru líka komin þar foreldrar henn- ar, Hólmfríður og Sigurður, og eyddu sínu ævi- kvöldi þar. I báðum þessum ættkvíslum hafa verið haldin ættarmót til að treysta frændsem- ina og allt hefur verið mjög ánægjulegt í sam- bandi við það. Til dæmis var á einu þessu ættarmóti hjá Snæbjamar- staðaættinni, farin einskonar pílagrímsför að Snæbjamar- stöðum í dýrðlegu veðri og þá var Fnjóskadalurinn fagur. Ég elst upp í Torfúfelli og bjó þar minn búskap allt fram að 1989, þá flytjum við hjónin í bæinn og höfúm búið hér á Akureyri síðan. Kristneshæli og mjólkursamlag Um uppvaxtarár mín vil ég segja að ég hafi átt frekar áhyggjulausa bemsku og æsku, án stórtíðinda er snertu mig beint. Þegar ég lít til baka og rifja upp einstaka stærri viðburði í nánasta umhverfí mínu allra fyrstu æviárin, þá staðnæmist ég einkiun við tvennt. Einhveijum vikum eftir að ég fæðist þá er Kristneshæli tekið í notkun. Þetta var mjög merkilegt framtak því að berklar geisuðu í héraðinu og felldu fólk alveg unnvörpum. Á þeirri stofnun hefúr verið unnið alveg ótrúlegt þrekvirki með því starfsliði sem hún hefúr átt á að skipa. Ég vil geta þess í leiðinni að þeir sem höfðu fyrsta frumkvæði að undir- búningi að byggingu Kristnesspítala eða Kristnesshælis, eins og það var alltaf nefnt, var Hjúkrunarfélagið Hjálpin í Saurbæjarhreppi, sem breytti svo nafni sínu í Kvenfélagið Hjálpin og starfar enn í dag með tiltölulega góðum krafti, þó Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.