Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 13
Jökulsá eystri sem er nokkuð öruggt fyrir þá sem þekkja vaðið, nema áin sé í flóði. Þetta er hluti af svokölluðum Ey- firðingavegi sem nær allt til Þingvalla. Vafalaust hafa íbúar héraðsins fundið þessa leið þegar sækja þurfti þing á þjóð- veldisöld. Þessar vörður höföu látið nokkuð mikið á sjá er þeir gengu í það bræður, Angantýr Hjörvar og Þorlákur Hjálm- arssynir frá Villingadal ásamt fleirum, að endurhlaða vörð- urnar og þetta mun hafa verið upp úr 1970, þó ég muni það ekki nákvæmlega. En þessi uppbygging á vörðunum stendur nokkuð vel enn þann dag í dag og þær eru eins konar minn- isvarði um þessar fomu slóðir. Þrjár tilraunir um leiðir til öræfanna Eyjafjarðarhérað er nú þannig frá náttúrunnar hendi að fjallakrans er á alla vegu í kringum héraðið. Ef maður skoðar svo útgönguleiðir þá em alls staðar fjallvegir nema eina leið- in sem er á láglendi, sú um Dalsmynni austur til Fjóskadals og í Þingeyjarsýslu. Það þótti áhugavert að geta komist á bílum ffam úr Eyja- firði og ég man að það var mikill spenningur í kringum það þegar Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Ferðafélags Akur- eyrar ásamt fleirum, fór að kanna möguleika á því að ryðja veg upp á öræfin. Fyrsta atlaga að því var gerð á haustdögum 1939 að ryðja mela sem vom ófærir bílum hjá Hólsgerði, ffemsta bæ sem þá var í byggð. Síðan var greiðfært á kafla ffam dalinn. Því næst var lagt á brattann sunnan við Haffárgil í Amarsstaðatungum, mddur slóði upp mela og síðan gerðir sneiðingar í hlíðina. Félagar í Ferðafélagi Akureyrar lögðu á sig, helgi eftir helgi, að fara á boddíbílum - það vom vörubíl- ar með boddíi sem kallað var, léttu farþegaskýli á palli, til þessarar vinnu. Þeir þurftu að vinna til hádegis á laugardögum, vinnuvikan var lengri þá, og óku svo ffam í Hæl, en Hæll er heitið á fjallsöxlinni eða hálsinum sunnan við Haffárgilið. Svo var þokast lengra og lengra inn á fjallið. Sumsstaðar var jarðvegur og þá auðvelt að gera götuslóða en þá vildi leysingarvatnið spilla fyrir. Framan í brekkunum var borin möl ofan í götuslóðann og þar varð ég svo ffægur að vera kúskur, stjóma hesti fyrir kerm. Þetta var seinunnið verk en á því herrans ári 1944, lýðveldisárið, þá komust fyrstu bílamir suður á sanda, suður fyrir Drottningu og Geldingsárdrög. Raunar var þá mikið eftir að lagfæra veginn en ekki mikið gert að því og í kaldari ámm þá vom þama svo mikil snjóa- lög að það var vandkvæðum bundið að komast þetta. Þá var farið að huga að öðmm leiðum og Hólafjall varð fyrir valinu. Þess verður að geta að fyrstu árin sem mtt var á Vatnahjalla voru jarðýtur ekki komnar til sögunnar nema lík- lega síðasta árið. Þá var farið með litla ýtu suður að Urðar- vötnum og mtt norður fjallið, norður að Sankti-Pétri og götu- slóðinn niður hlíðina þar var lagfærður nokkuð. En það var árferðið, sem hamlaði því að þetta vegarstæði gæti verið far- sælt, það var svo seint sem snjóa leysti og stundum kannske aldrei til fulls. Því snem menn sér að Hólafjalli og ruddu slóð upp hjá Þormóðsstöðum í Sölvadal, að sjálfsögðu með jarðýtum. Þegar kom upp á fjallsöxlina þá var með köflum greiðfært suður fjallið en farið með ýtur alla leið til að ryðja þar sem urð var og torleiði. En þar endurtók sig sama sagan, leiðin varð svo seint til á sumrum að hún þótti ekki viðunandi. Þá var tekið til við Eyjafjarðardalinn og mddur vegarslóði ffam og upp úr dalbotninum sem var ærið torsótt. Þó er nú svo komið í dag að þetta er þokkalegur jeppavegur og rútur fara þetta líka, með gát. Vegurinn batnar heldur með hveiju árinu, árlega er lagt i hann viðhaldsfé og lagfærðir verstu partarnir hveiju sinni, eftir því sem efni og ástæður leyfa. Nú er leiðin viðurkennd í vegakerfinu sem fjallvegur 821 inn úr Eyjafirði að Laugafelli, og þaðan liggja vegir til allra átta, niður í Skagafjörð, suður yfir Sprengisand og austur í Bárð- ardal. Aukaleiðir em til dæmis niður að Grána og vestur að Hofsjökli. Nú, fyrst vegamál em til umræðu, þá vom fyrst er ég man eftir óbrúuð vatnsföll farartálmar, þótt ekki væm þau öll stór og hindmðu greiðan aðgang milli bæja. Eyjafjarðará var brú- uð þá hjá Möðruvöllum og Núpufelli. Torfufellsáin, sem er farartálmi, var ekki brúuð fyrr en 1949. Nokkm síðar kom brú yfir Eyjafjarðará hjá Vatnsenda og jeppafærar brýr bæði hjá Halldórsstöðum og Tjömum, en þær dugðu ekki lengi og var þá gerð varanleg brú milli Halldórsstaða og Tjama. Þetta vegamunstur hefur svo verið lagfært og endurbætt síðan. Lokið var við bundið slitlag ffam fyrir Saurbæ 1988. Framtak Sesselju á Jökli Fjallakofinn Gráni hefur aðeins verið nefndur hér áður og mér finnst því rétt að gera aðeins nánari grein fyrir tildrög- um og uppruna hans. Sú var tíðin að fjárleitarmenn úr Eyja- firði og Skagafirði síðar, urðu að gista í tjöldum og hestamir vom bundnir á streng og sú vist var oft köld. Svo skeði það að haustlagi að leitarmenn úr Eyjafirði vom á ijöllum og þá brast á stórhrið niðri í byggð. Móðir eins gangnamannsins, Sesselja húsfreyja á Jökli, strengdi þess heit að ef þeir slyppu óskemmdir úr þessari ferð, skyldi hún beita sér fyrir því að koma upp sæluhúsi þar sem gangnamenn gætu haft næturstað. En bæði gangnamenn úr Eyjafirði og Skagafirði þurftu að gista tvær nætur þama á öræfunum. Svo heppilega vildi þó til í þetta skipti að veðrið var öllu skaplegra þama inni á öræfunum. Þó nokkuð væri kalt þá var ekki eins mik- ið hvassviðri og snjókoma og menn sluppu því skaðlaust úr þeirri ferð. Þetta var rétt eftir stríðslokin fyrri og afurðir bænda vom í háu verði þama fyrstu árin. Sesselja lét ekki sitja við orðin tóm heldur safnaði fé og söfhun fór ffam í nærliggjandi hér- uðum, í Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Þá voru afurðir enn í nokkuð góðu verði og menn höföu sæmileg peningaráð, sem varð til þess að það safnaðist svo góður sjóður að hægt var að kaupa efni í sæmilegan fjalla- kofa. Létu menn þetta tækifæri ekki ónotað og kofinn var byggður. Efniviðurinn, timbrið, var flutt ffam Eyjafjarðardal og upp Vamahjalla um sumarmál, borið og dregið af mannahöndum Framhald á bls. 187 Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.