Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 44

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 44
haustþing og einmánaðarþing, sem síðar voru kölluð hreppaskil og þar gerðu menn upp sín mál á ýmsan hátt. Stundum voru þama boðnar upp búslóðir og þá var oft fjör í tuskunum. Dapurlegt verk, leiðinlegt og ömurlegt var þeg- ar sveitarómagar vom boðnir upp og lægstbjóðendur fengu þá til fósturs og uppeldis, þar er einn skuggi sem hvílir yfir sögu okkar Islendinga. Svo vikið sé að öðrum skyldum hreppstjóra nú á seinni ámm, þá var hann formaður kjörneíhdar og þurfti að sjá um atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar þar sem allt þurfti að fara löglega ffarn með vottum og innsiglun á bréfum. Oft var það þó nokkur fjöldi atkvæða þeirra sem ekki vom heima á kjördegi er hreppstjóri varðveitti. Þá kom búfé sem var í óskilum, til kasta hreppstjóra, ef ekki fúndust eigendur var það boðið upp. Nú orðið á þetta ekki lengur við um sauðfé sem svo er ástatt um, því öllu er lógað af hræðslu við sjúkdóma. En hestar vora boðnir upp að undangenginni markaskoðun, sem markadómur fram- kvæmdi og síðan þurffi að auglýsa þá, helst í Lögbirtingi eða blöðum sem vora svo fúllgild að þetta næði tilætluðum árangri. Þegar þetta var um garð gengið þá var efnt til upp- boðs og gripimir seldir. Einhveiju sinni vora nokkur tryppi í óskilum í minni hreppstjóratíð og ég þurfti að bjóða þau upp. Sæmileg mæt- ing var á uppboðinu og meðal annarra var þarna ágæt ffú og góð vinkona mín og mér fannst hún ekki vera nógu ánægð með þess athöfh. Ég spurði hana hvað henni þætti að og hún kvaðst þá hafa komið eingöngu til þess að sjá mig með hreppstjórahúfúna. En ég hefi aldrei sett það höfúðfat upp enda var hún höfúð- fat sem hafði gengið manna á milli og var of lítil á mig. Öðra sinni hafði verið fúllnægt öllum formsatriðum um hross, markaskoðun og auglýsingum og það dæmt að vera brún meri. Agætur maður keypti tryppið og fór með það heim í sitt hesthús, en þá skeði það að skepnan fór að breyta um lit. Þetta var þá litforóttur gripur, sem breytir um lit milli árstíða og rétti eigandinn kom þama í hesthúsið og sá þar tryppið sitt. Þá leiðréttust mistökin, kaupin gengu til baka og þetta varð kynbótagripur, hið ágætasta hross. Fleira skondið gat skeð í þessu starfi. Eitt sinn kom til mín kærastupar, þeirra erinda að fá mig til þess að gefa þau saman. Ég tók þessu sem hverju öðra gríni, en þau létu sér ekki segjast og töldu að skipstjórar mættu framkvæma formlega giffingu hjóna og hreppstjórar hlytu að hafa hlið- stæð réttindi. Þá setti ég upp alvörasvip og tjáði þeim að ég hefði enga handbók sem fjallaði um slíkan gjöming, því miður! Þau fóra því ógift ffá mér, en efndu til kirkjubrúðkaups, sem hefúr dugað þeim vel, það best ég veit. Hreppstjóri var fúlltrúi sýslumanns og fór með lögreglu- vald en ef eitthvað slíkt hefði komið upp hjá mér, þá tók það ekki svo langan tíma að hringja til Akureyrar og fá lög- reglu, en í svipinn man ég ekki eftir neinu slíku tilviki. Þó hreppstjórar hafi í nær öllum tilvikum verið settir af þá er ákvæði í reglugerð þess efnis að þar sem óhjákvæmi- legt sé að hafa hreppstjóra þá skuli hann vera skipaður. Hreppstjóri er t. d. enn í Grímsey og er það m. a. vegna skráningar skipshafna. Þegar ég flyt úr sveitinni þá var ég ekki lengur löglegur sem hreppstjóri og nýr var skipaður. En það varaði ekki lengi því að bráðlega vora þrír hreppar í Eyjafirði sunnan Akureyrar, sameinaðir í eitt sveitarfélag, Eyjafjarðarsveit, og þá var kjörinn einn hreppstjóri fyrir það byggðarlag. En hann átti heldur ekki langan feril þar sem, að því er mig minnir í byrjun tíunda áratugarins, vora sett lögin sem kváðu á um að leggja embættið niður. Skógrækt og steinhleðsla Framvinda mála hjá okkur hjónum varð að við seldum jörð- ina, Torfúfell, en héldum eftir skika, eins konar ættarreit meðffam gljúffinu við Torfúfellsá og þar höfúm við plantað skógi, bæði við gilbarmana og niðri í gilinu. Skógurinn hef- ur vaxið vonum ffamar, maður gat ekki ímyndað sér að lerk- ið mundi þjóta upp úr melunum eins og það gerði. Þama höfúm við plantað auk lerkis, stafafúra, öspum og víðiteg- undum og náttúrlega birki. Þetta hefúr dafnað mjög vel og þarna er gaman að koma í góðu veðri. Þar sannast að það má rækta skóg hér á Islandi. Lerkið er haldið þeirri náttúra að það kann best við sig þar sem þurrt er og fjarri sjó, það er öfúgt við siktagrenið, sem þrífst betur í rakara lofti og þolir að vera í nánd við sjó. Þó bíður lerkið ef til vill ekki mikið tjón af því nema það sé mjög áveðra. Eftir að við fluttum í bæinn þá tók ég að mér eitt og annað eftir því sem gafst. Ég vann sem afgreiðslumaður á Um- ferðamiðstöðinni hér á Akureyri í tvö ár en á hveiju hausti var ég á sláturhúsinu í fjárréttinni. Ég hafði gaman af því að hitta þama sveitafólk, eignaðist þar marga góða kunningja og vann þama líklega ein tíu haust eða allt þar til sauðfjár- slátrun var lögð niður og fer hún nú öll ffam á Húsavík. Þá var ég raunar kominn á aldur en hafði fengið að halda áffam, þar sem ég var búinn að kynnast starfinu. Tvo sumarparta vann ég að hleðslu gijótgarðs við Strand- götuna hér á Akureyri sem blasir við öllum er um götuna fara. Var það hluti af endurgerð götunnar og fjörunnar með- ffam henni. Hleðslan var nokkuð flókið verk, hún var öll eftir útmæld- um punktum og með tilskildum halla og hæð. Allur er vegg- urinn á annað hundrað metra og hvergi beinn og með mis- munandi boga. Ég vona bara að hann standist veður og sjáv- argang. Þetta er hið helsta sem ég hefi unnið sem starfsmað- ur annarra hér í bæ. „Ef innl er þröngt, tak hnakk þinn og hest..." Nú á ég hesta einungis mér til yndisauka, hefi hús fyrir þá í hesthúsahverfi hér í bænum og hirði um þá og bregð mér á bak effir því sem ástæður leyfa. Svo horfið sé nú enn til baka þá var ekki mikill tími til ferðalaga meðan búskapur var stundaður af fúllum krafti. En þegar bömin vora komin upp og gátu séð um búið tíma og tíma, sem þau gerðu með ágætum og var það ekkert ógeð- fellt, þá gátum við hjónin farið að skoða okkur um og höfúm 188 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.