Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 12
„I Dalakofa var dansað á eftir það dásamleg skemmtun telst og menn segja vangast mikið þar, um mánudagsnætur helst. “ Þetta er eitt lítið dæmi úr sveitalífinu. Öræfin heilla Alltaf var nokkuð mikill ævintýraljómi yfir öræfunum ffam af Eyjafirði. Þó ekki væru gerðar margar ferðir þangað þá var þó farið í fjárleitir á hveiju hausti ásamt Skagfirðingum. Á sínum tíma urðu málaferli út af þessu landi, það fór í dóm fyrir Hæstarétt og var dæmt að vera almenningur. En síðan hefur verið metin lögsaga að hún skiptist á þessu svæði milli Skagfirðinga og Eyfirðinga. Ég ætla ekki að fjalla um það efhi en þrátt fyrir öll mála- ferli þá voru ævinlega vinafundir í gangnakofanum Grána þegar Eyfirðingar og Skagfirðingar mættust, þeir létu ekkert á sig fá þessi málaferli á þeim vettvangi. Ymislegt kom í ljós og mörg voru þau málsskjöl sem komu fram í þessu málaþrasi og hafa sögulegt gildi. Vona ég að þeim sé til skila haldið í skjalasafni. Ætlast var til þess að þau færu öll þangað og þetta er sögulegt rannsóknarefni fyr- ir framtíðina. Nokkur effirvænting var samfara því þegar fjallmenn komu heim með fé, þá var alltaf fylgst með því hveijir áttu fjallafé. Þekktustu fjallmenn í Eyjafirði voru Hjálmar í Vill- ingadal, Gunnar Jónsson á Tjörnum og Jón Vigfusson á Amarstöðum. Fleiri komu við sögu síðar og bættust í hóp- inn og ég fór þama í ferðir og kynntist Skagfirðingum. Einnig var farið þama með ferðamenn, við tókum að okk- ur að flytja ffanskan vísindaleiðangur frá Sorbonne háskóla fram að Laugafelli. Þá var Ferðafélag Akureyrar búið að byggja þar sæluhús og þar dvöldu þeir í nokkrar vikur sum- arið 1954. Þá var óvenjugott vor og við fómm með klyfjar á einum 7 hestum en vomm alls með milli 10 og 20 hesta. Fimm ffanska vísindamenn ætluðum við að láta fara ríðandi með okkur. Einn Frakkinn var svo hræddur á hestinum að hann varð alveg stjarfúr og kaus heldur að ganga alla leið. Við vomm þrír sem fómm í þennan leiðangur og hann var nú nokkuð strangur. Við lögðum af stað úr byggð klukkan 9 að morgni 11. júní og bíll fylgdi okkur með farangurinn ffam að brattlendinu. Áttum þá effir að setja upp klyfjarnar áður en lagt var á brattann, Vatnahjallaveginn svokallaðan, um Haffárdal. Klukkan var orðin 12 á miðnætti þegar við kom- um suður fyrir Vatnahjalla og menn og skepnur orðin þreytt svo að við sveigðum af leið, fómm niður að Grána til að ná haglendi og hvíldum okkur þar nokkum tíma. Lögðum svo af stað í blíðviðri, tókum síðasta áfangann í Laugafell og náðum þangað á hádegi. Með hvíldinni vomm við búnir að vera á annan sólarhring á leiðinni. En heimferðin gekk greitt fyrir sig, við rákum hestana, 14 eða 16 saman, og ætluðum að halda þeim aflan við okkur. En það fór á annan veg, þeir tóku strikið og við vomm ekki nema eina þijá tíma heim á dalbrúnir. Það gekk Mynd tekin við lok heyskapar í Torfufelli 1948. Þar má sjá þrjú skeið tækninnar við heyöflun á Islandi. Frá vinstri: Maður með orf og Ijá, í miðju annar á hesta- sláttuvél og til hœgri hinn þriðji á dráttarvél með við- tengdri sláttuvél. því greitt fyrir sig. Þess má að lokum geta að um sumarið höfðu Frakkamir jeppa, sem leigður var á Akureyri, til að vera tengiliður við byggð um birgðaflutninga og með póst og fleira til þeirra. Bjöm Þorkelsson, rafvirki á Akureyri, var í þessu með gaml- an herjeppa og var mjög lipur í því starfi. Leiðangurinn hafði birgðastöð í Torfúfelli og höfðum við því mikil sam- skipti við þá og tjáskipti, sem gengu furðu vel. Einnig var efnt til skemmtiferða suður á öræfi, ffam að Laugafelli og var það mjög vinsælt. Tign fjallanna naut sín vel í góðu skyggni. Á Vatnahjallavegi hagar svo til að farið er vestanundir svokölluðum Kerlingarhnjúk og heitir þar Beinavarða, þá opnast öræfageimurinn alveg eins tjaldi sé svipt frá. Þá sést vítt til jökla, ffá Langjökli og allt austur um Bárðarbungu. Þá varð eitt sinn einum að orði: „Og bara kominn upp að Hofsjökli.“ Þangað er þó enn dijúgur spölur en útsýnið virkaði þannig að Hofsjökull væri þama mjög nærri. Til þess að gera grein fyrir þessari Vatnahjallaleið þá var það á dögum Bjama Thorarensens þegar hann var amtmað- ur á Möðruvöllum, að hann lét varða og ryðja leiðina suður um Vatnahjalla. Fyrsta varðan er á dalsbrún og heitir Sankti- Pétur, stór og myndarleg varða. Síðan er varðað suður fyrir Urðarvötn og heitir þar Drottning, einnig myndarleg varða. Eitt sinn fékk Drottning eftirfarandi vísu: Hátt við loft þinn heiður skín, hjálpin villtra manna. Aldrei dvínar dáðin þín Drottning örœfanna. (Höfúndur: Vigfús Jónsson, Vatnsenda.) Smærri vörður á milli vísa veginn og sumstaðar sér vel fyrir að rutt hefur verið gijóti og gerður götuslóði. Síðan lá leiðin í stefnu á Miklafell í Hofsjökli og yfir Geldingsárdrag nokkm austan við Grána, fram hjá Eystri-Pollum og um Ey- firðingavað, sem er suðvestur af Pollunum. Þar er brot á 156 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.