Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 37
t réðl ei ri u n in n ¥- Jón R. Hjálmarsson: Marx og jafnaðarstefnan Straumar og stefnur og alls kyns kennisetningar koma og fara í mannlegu samfélagi. Flest af því gleym- ist fljótlega og eyðist fyrir tím- ans tönn og aðeins fáum mönnum er það gefið að rita nöfn sín svo skírum stöfum á spjöld sögunnar að eftir þeim verði lengi munað og það jafn- vel svo öldum skiptir. En slíkir menn koma þó fram öðru hverju og lifa í sögunni, enda Karl Marx og viðamesta eru það þeir sem eiga drýgstan rit hans, “Das Kapital “ þátt í að skapa hana og móta og gera hana eftirminnilega. Einn slíkra manna sem sagan geymir frá 19. öld er Karl Marx, aðalhöfundur jafnaðar- stefnunnar eða sósíalismans. Fáir menn hafa átt ríkari þátt, beint eða óbeint, í að móta það samfélagslega um- hverfi sem við lifum og hrærumst í en þessi maður og er þá sama hvort við aðhyllumst kenningar hans eða ekki. Karl Heinrich Marx hét hann fullu nafni og var fæddur árið 1818 í borginni Trier í þáverandi Prússnesku Rínar- löndum. Faðir hans var lögmaður af Gyðingaættum, en hafði snúist til mólmælendatrúar af hagkvæmniástæðum sem og kona hans. Sonurinn Karl hugðist feta í fótspor föðurins og lesa lögfræði, þegar hann hóf háskólanám. En brátt sneri hann samt baki við þeirri grein og lagði í stað- inn stund á heimspeki og sagnfræði við háskólana í Bonn og Berlín. Snemma gerðist hann ákaflega fráhverfur öll- um trúarbrögðum og hneigðist í þeim mun ríkara mæli að heimspckikenningum Hegels. Sá boðskapur var þá mjög í tísku og má lýsa honum í fáum orðum þannig að það raunverulega sé það skynsamlega og það sem sé skynsam- lcgt sé þá jafnframt raunverulegt. Marx lauk doktorsprófi árið 1841 og sótti um stöðu sem háskólakennari. Þá stöðu fékk hann ekki sakir róttækra skoðanna sinna á þjóðmálum, því að á þessum árum ríkti stæk afturhaldsstefna víðast hvar í Evrópu. Hann sneri sér þá í staðinn að blaðamennsku og starfaði um skeið sem rit- stjóri í Köln. Um sama leyti kvæntist hann æskuvinkonu sinni og stofnaði heimili. Brátt fór svo að boðskapur Marx í blaði hans fór meira en lítið fyr- ir brjóstið á ráðandi valdhöfúm í Þýskalandi og var blað hans bannað og gert upptækt. Marx- hjónin fluttust þá úr landi og settust að í París til að komast hjá ofsóknum heima fyrir. I Parísar- borg kynntist Marx brátt frönskum sósíalistum sem boðuðu einkum þær róttæku skoðanir sem fram höfðu komið í stjórnarbyltingunni miklu 1789. Einnig komst hann þá líka í vinfengi sem entist ævilangt við vel stæðan þýskan hugsjóna- mann sem hét Friedrich Engels. Fyrir áhrif þessara vina og kunn- ingja gerðist Marx ákafur sósíalisti og átti síðan sjálfur drjúgan þátt í að móta þær kennisetningar sem þjóðmála- stefnu til frambúðar. I París og síðar í Brussel vann hann mjög að rannsókn- um á ýmsum félagsvísindum og árið 1847 gaf hann út bók sem hann nefndi Fátækt heimspekinnar. í því verki leggur hann drög að þeirri kenningu sinni að öll þróun í mann- legu samfélagi stjórnist af efnahagslegum forsendum og lögmálum. Og byltingarárið mikla, 1848, gaf hann ásamt vini sínum Engels út bók eða bækling, sem ávallt mun verða talinn meðal víðfrægustu áróðursrita síðari tíma. Það var Kommúnistaávarpið eða Das Kommunistische Manifest eins og þaö hét á þýsku, en á því máli birtist það í öndverðu. Þessi litla bók hefur frá því fyrsta haft gífurleg áhrif á þróun sósíalisma og verkalýðshreyfingar víða um lönd. En í verki þessu leggja þeir Marx og Engels höfuðá- herslu á hina samfelldu og óþrotlegu stéttabaráttu á öllum Heima er bezt 181

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.