Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 38
öldum, þar sem eigast við ríkir menn og fátækir, aðalsmenn og ánauðugir bændur, meistarar og sveinar, frjálsir menn og þrælar og þar fram eftir götunum. A öllum tímum hafa sem sé kúgarar og hinir kúguðu staðið andspænis hvorir öðrum og háð sam- fellda baráttu leynt og ljóst og að síð- ustu hefur svo þjóðfélaginu verið breytt og það endurskapað með ein- hvers konar byltingu hinna kúguðu stétta. Síðan rekja þeir hvernig borgara- stéttin braut niður veldi lénsaðals og landeigenda og tók völdin í sínar hendur í frönsku byltingunni. Því næst skilgreina þeir hvemig iðn- byltingin breytti þjóðfélagsgerðinni á þann veg aó þá komu fram nýir og borgaralegir auðmenn sem áttu framleiðslutækin og náðu þannig völdum yfir hinni fjölmennu verkamannastétt. Síðan hefur auð- magnið tilhneigingu til að safnast á færri og færri hendur og þar með breikkar sífellt bilið milli hinna fáu ríku og hinna fjöl- mörgu snauðu. Þegar slík þróun hefur þannig haldið áfram nógu lengi, munu að lokum ör- eigamir rísa upp gegn kúgurum sínum í allsheijar bylt- ingu, brjóta veldi eignamannanna á bak aftur og stofna að því loknu nýtt þjóðskipulag í anda jafnaðarstefnunnar, þar sem samfélagið á framleiðslutækin og allur stéttamunur hverfur úr sögunni. í niöurlagi ritsins segir síðan: „Kommúnistar álíta sér ekki sæmandi að leyna skoðun- um sínum. Þeir lýsa því þess vegna opinberlega yfir að tilgangi þeirra verði aðeins náð í allsherjarbyltingu. Látum ríkjandi stéttir skjálfa af ótta við Kommúnistabyltinguna. Öreigam- ir hafa engu að tapa öðru en hlekkjun- um, en þeir hafa heila veröld að vinna. Öreigar allra landa sameinist.“ í byltingunni 1848 fluttist Marx aft- ur heim til Þýskalands og hóf blaðaút- gáfu á ný. En þessi bylting var fljót- lega bæld niður með harðri hendi og þá varð Marx útlægur í annað sinn. Hann fluttist þá til Englands og settist að í Lundúnaborg, þar sem hann fékkst við margs konar rannsóknir og ritstörf. Einnig beitti hann sér fyrir stofnun Fyrsta alþjóðasambands verkamanna 1864 og kom víða við sögu í þjóófélagsmálum og umræðu. Þar í Englandi samdi hann viðamesta verk sitt, Das Kapital eða Auðmagnið, sem byrjaði að koma út árið 1867. í því fjallar hann um lögmál fjármagns og vinnuafls sem og hið margslungna samspil þessara þátta í efnahagslífinu. Með kenningum sínum og ritverk- um hafði hann hrundið af stað voldugri stjórnmálahreyf- ingu sem æ síðan hefur haft mikil og margvísleg áhrif. Sjálfur barst hann ætíð lítið á og lifði að mestu í kyrrþey, þar sem hann sökkti sér niður í fræði sín, rannsóknir og ritstörf. Alla ævi var hann fátækur, en komst af fjárhags- lega með stuðningi skoðanabróður síns og vinar, verk- smiðjueigandans Friedrich Engels. Karl Marx féll frá árið 1883, 65 ára að aldri. Úr hlaðvarpanum Framhald afhls. 14H Ekki eru þessar götur dýranna að öllu jöfnu hornréttar eða beint „lagðar" heldur mjög gjarnan hlykkjóttar og ekki alltaf hægt að átta sig á hvað ráðið hafi staðsetningu þeirra og stefnu, en að öllum líkindum hcfur þar þó borið hæst lögmál þægindanna og þess hvar greiðfærast var. Svo voru auðvitað líka reiðgöturnar, þar sem hcsta- menn tíðkuðu ferðir sinar, og þær er hægt að finna enn í dag, sem afleiðingu alls þessa hcstastúss sem landinn iðk- ar. Ýmissa gerða hafa göturnar verið, allt eftir því hvert hlutverk þcirra var. Sumar voru ferðamannaleiðir, aörar þjóðbrautir og svo einkagöturnar, scm svo má nefna, þær sem urðu til af umfcrð einstakra bæja, eins og fyrr getur. Einhveijar afleiddar merkingar hafa verið til um götu- heitið og munu jafnvel vera dæmi um að bilið milli rúmanna í baðstofunum gömlu hafi verið kallað gata, svo mannfólkiö hefur ekki bara arkað götuna í haganum held- ur líka á milli rúma sinna innanbæjar. Ýmsir hafa örugglega orðið til þcss að yrkja um götu- slóða kynslóðanna og er nokkuö við hæfi að enda þessa hugleiðingu á einni slíkri, sem undirritaóur heyrði nýlega, en þar segir um þessa sporaglímu fótanna: Götur hertar gengnu spori, gestum veittu hraut um engi. LiJ'i merktar, þreki og þori, þegnum Jleyttu áfram lengi. Guójón Baldvinsson. 182 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.