Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 41
Annarsunnudagur Já, nú fór í hönd erfiðasti dagur ferðarinnar, eða allavega finnst mér það í minningunni. Dagur sem ég gleymi sennilega seint. Mitt hlutverk var að fara fram með Þjórsá austan við Búrfell og ætlað að smala Búrfellsskóg. Nokkuð bar á því, fyrr á árum, að kindur, sem urðu eftir á afréttinum í fyrri leitum, smugu í gegnum afréttargirðinguna og ein- hverjar þeirra leituðu niður með Þjórsá og stöðvuðust í Búrfellsskóginum. Ekkert bar til tíðinda hjá okkur Redda fyrr en við kom- um í skóginn. Þar var þá dilkær og veturgömul kind. Gekk nokkuð vel að reka þær í gegnum skóginn, en gæta varð varúðar til að missa þær ekki úr augsýn. Skógurinn var mjög þéttur og ófært var með hest nema á þröngri götu. Því var það að þegar kindurnar laumuðust út af göt- unni, þurfti að binda hestinn við tjágrein og skríða í gegnum skógarþykkni til að komast fyrir þær. Þetta end- urtók sig nokkrum sinnum en að lokum kom ég þeim niður úr skóginum og rak þær út á sandinn meðfram Þjórsá. Á leiðinni gegnum skóginn varð ég var við kindaför í götunni, sem ekki gátu, lögunar sinnar vegna, verið eftir kindurnar sem ég rak. Því var ljóst að þarna voru fleiri kindur, eða allavega ein til viðbótar. Því fór ég til baka eftir að hafa komið kindunum þremur út úr skóginum. Batt Redda við trjágrein og fór gangandi. Þennan dag, sem hina fyrri, var rigning og þoka. Þéttist úrkoman eftir því sem á daginn leið. Komið var fram yfir miðjan dag þegar ég fann fjórðu kindina í skóginum. Hún var til að sjá mikil á velli, en nokkuð skógdregin. Hafði greinilega gengið lengi í skóginum, því togið var mjög stutt og snjáð. Þegar þessi kind varð mín vör, horfði hún á mig smá stund, en tók síðan undir sig stökk og hentist allt hvað af tók undan brekku og hvarf sjónum mínum. Gleði mín yfir því að hafa fundið kindina dvínaði nokkuð hratt. Tilfinningar smalans, þegar fé finnst á fjalli í síðustu leit- um, birtast í gleði yfir því að þeirri skepnu verði bjargað frá því að heyja dauðabaráttu við grimm örlög íslenskra vetrarveðra og ekki má þó gleyma refnum, sem, þegar harðnar á dalnum hans, á það til að drepa sér til matar. En auðvitað var ekki uppgjöf í huga á þessari stundu. Ekki kom annað til greina en freista þess að koma þessari vit- lausu kind til hinna og reka þær til byggða. Er nú ekki að orðlengja að langa stund tók það mig að koma þessari einu kind úr skóginum og út á sandinn. Ekki vildi hún með nokkru móti samlagast hinum þremur og virtist bókstaflega vera hrædd við allt sem hreyfðist. Ég gaf henni tíma til að hvílast og átta sig, en allt kom fyrir ekki. Tók ég því á það ráð að reyna að reka hópinn áleiðis inn að Hjálparfossi, en þar var meiningin að Her- mann biði mín. En eins og áður hafði gerst þurfti hann svo sannarlega að bíða. Að reka hópinn minn var hið mesta basl. Og gekk raunar ekki. Kindin, sem ég hafði síðast fundið, var greinilega útigengin og griðarlega væn. Hún reyndi allt hvað af tók að komast í skóginn og þurfti ég nokkrum sinnum að hleypa Redda til að koma í veg fyrir að hún stingi mig af. En auðvitað gekk þessi rekstr- armáti ekki lengi. Það kom nefnilega fljótt að því að Úti- ganga gafst upp og lagðist. Var því ekki um annað að ræða en að koma henni í hnakkinn og reiða. Þá hófst nú hin þrautin þyngri. Ég hafði bara ekki afl til að lyfta skepnunni. Og eftir nokkrar tilraunir á jafnsléttu, gafst ég upp. Gat ég dregið hana upp á stóran stein og kom henni þannig í hakkinn og settist þar líka. Aumingja Reddi, sá mátti nú taka á, en hans skaplyndi tók engum breyting- um. Hann hefur eflaust verið leiður en hlýðnaðist skipun- um mínum til fulls. Gekk nú reksturinn ágætlega. Kind- umar þrjár röltu götuna áleiðis að Hjálp og Reddi rak lestina í orðsins fyllstu merkingu, með sína þungu byrði. Myrkur var skollið á þegar þangað kom og auðvitað var Hermann þar. Hann hjálpaði mér að taka Útigöngu af baki en um leið og ég renndi mér úr hnakknum stóð ég ekki í fæturnar, svo dofinn var ég orðinn í fótunum eftir að hafa látið kindina hvíla á hjánum. Að reiða kind er ekki auðvelt verk og nauðsynlegt að stytta í ístöðunum, með því fæst betra sæti fyrir kindina. Eftir góða hvíld við Hjálp héldum við af stað og tilfellið var að Útiganga fékkst til að rölta með. Hópurinn hafði stækkað því Her- mann hafði fundið fjórar kindur. í Hallslaut hittum við þá Steina og Valla. Þeir höfðu líka fundið kindur og voru þær þá alls orðnar 28. Mikið rigndi og enn var hvass vindur. Sandá var vatns- mikil, en yfir hana þurftum við að fara, og hrakti féð tals- vert fram af vaðinu. í svarta myrkri voru þetta ekki kjöraðstæður til fjárreksturs. En allar komust kindurnar yfir og sífellt styttist leiðin í náttstað. Skógargatan heim að Skriðufelli frá Hallslaut liggur meðfram Sandá á kafla. Þar misstum við tvö lömb í ána og við það að ná þeim upp úr brutum við horn af þeim báðum. Bæði var, að lömbin voru bjórvot eftir volkið í ánni og rigninguna, svo voru hornin orðin mjög mjúk eft- ir bleytutíðina. Á tíunda tímanum um kvöldið náðum við í hlað á Skriðufelli. Þar skorti ekki á hlýjar móttökur. Hestarnir og kindurnar voru sett í hús en við gengum til bæjar og þáðum hinn besta beina. Gistum við á Skriðufelli um nóttina. Kindurnar voru fluttar á bíl frá Skriðufelli á mánudags- morguninn, allar nema Útiganga. Hún var eign Jóhanns Ólafssonar bónda á Skriðufelli og varð þar auðvitað eftir. Þetta var veturgömul kind, móðir hennar hafði náðst úr Búrfellsskógi haustið áður, með annað lamb sitt. Lék Jó- hanni hugur á að vita vænleika hennar. Var hún því vigt- uð um morguninn og var þá orðin sæmilega þurr eftir húsvistina. Reyndist hún vera 94 kíló. Eflaust hefur hún verið vel yfir 100 kíló, nýkomin úr skóginum daginn áður. Þegar þetta var ljóst gladdist ég nokkuð og var ekki eins undrandi á þróttleysi mínu við að koma henni í hnakkinn í Búrfellinu. Góða daga hefur hún átt í þar um veturinn og ekki síðri um sumarið. Heima er bezt 185

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.