Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 21
Ingimann með mágkonu sinni, Þóreyju Jónsdóttur. fræðanna nú um stundir elur á. Að hafa undir sama þaki í Stefánshúsinu gamla fólk á borð við Ingimann Ólafsson, móður hans Guðnýju og Kristján Imsland og Mörtu, er upplifun á við langa dvöl í ímynduðu hnattþorpi dagsins í dag. Ingimann og Guðný sáu vel fyrir sér, þrátt fýrir augljósa fátækt. Eitt var það að þau áttu ævinlega mjólkurkú og seldu mjólk eftir því sem gafst. Það rifjaði Óskar Bjöms- son (f. 1924) upp við mig í símtali fyrir nokkru. Hann sagði mér að foreldrar sínir hefðu - meðan nyt var í kúnni - keypt pott af mjólk af Guðnýju og Ingimanni og lýsti gæð- um mjólkurinnar svo, að rjóminn í „spennunni“ hefði haldið uppi tveggjeyringi! En vitaskuld var hér fýrst og fremst um sjálfsþurftarbúskap að ræða, sem miklu réð um afkomu fátæks fólks á þessum tíma. Guðný og Ingimann voru sjálfsþurftarbændur sem fleiri voru í einni mynd eða annarri. Andsvar íslenskra öreiga í kreppu alþjóðaauð- valdsins milli heimsstyrjalda 20. aldar var að bjarga sér með því sem land og sjór gat veitt á frumstæðan hátt. Nú líður að lokum þessara frásagna minna af Ólafi Bergssyni, Guðnýju Kristjánsdóttur og Ingimanni Ólafs- syni. Allt er það brotakennt. Ólafúr var dáinn löngu fýrir mitt minni. Tilvera hans er þó upphaf þessara skrifa vegna skemmtilegrar vísu, sem eftir hann lifir. Guðný og Ingi- mann voru samtímamenn mínir og samsveitungar um ára- bil. Þau man ég vel, þau voru um margt sérstæðar menn- eskjur og fyrir þær sakir eftirminnilegt fólk. Ingimann Ólafsson var sá af þessu fólki sem ég þekkti eitthvað persónulega. Fór vel á með okkur þegar við kynntumst á unglingsárum mínum á Norðfirði fýrir 60 árum. Og jafnelskulegur var hann við mig nokkrum árum síðar þegar við vorum nágrannar í Laugarneshverfi í Reykjavík upp úr 1950. Hann var ekki margorður við mig um hagi sína þá, en bar það með sér að hann var sáttur við sitt. Efitir lát móður sinnar 1946 fluttist hann til Reykjavík- ur og tengdist þar fjölskyldu Jóns bróður síns, sem látist hafði tveimur árum fýrr. Hann tók upp sambúð við ekkju bróður síns, gerðist fýrirvinna og fjölskyldufaðir. Þau um- skipti hafa áreiðanlega orðið Ingimanni til góðs, aukið honum hamingju, auðgað lífsreynslu hans og mildað ofur- gagnrýnin lífsviðhorf hans, sem fýrrum voru. Ingimann Ólafsson andaðist í Reykjavík 11. nóv. 1971, 76 ára að aldri. Ritað haustið 2002 Eftirmáli Þegar ég taldi mig hafa lokið framanritaðri grein og búið til prentunar, barst mér bréf frá Guðbjörgu Jónsdóttur, bróður- dóttur Ingimanns. I bréjinu eru greinargóðar upplýsingar um Reykjavíkurár Ingimanns og um margt ítrekun á því sem hún hafði áður minnst á við mig í símtali. Stend ég í þakkar- skuld við Guðbjörgu fyrir bréfhennar ogfrásagnir. Guðbjörg Jónsdóttir skrifar m.a.: „Móðir mín hét Þórey Jónsdóttir, f 3. okt. 1897. Hún var frá Hömrum í Hraunhrepp á Mýrum. Faðir hennar var bóndiþar. Hún dó 6. mars 1979. Faðir minn, Jón Ólafsson, var fœddur 18. apríl 1893. Hann fór vestur á Mýrar og kynntist Þóreyju þar. Þau giftast og flytjast til Reykjavíkur. Hann var ekki heilsuhraustur og vann verkamannavinnu Hann var mjög handlaginn, átti hef- ilbekk og smíðaði. Ég átti eina systur, Guðnýju Ingibjörgu, f. 22. júní 1927. Maður hennar var Gunnar G. Einarsson innanhússarkitekt. Þau eignuðust 4 börn, 2 drengi og 2 dœtur. Guðný var heimavinnandi meðan börnin voru lítil, seinna vann hún á Grensásdeild Borgarspítalans sem aðstoðarstúlka. Hún lést 25. jan. 1979. Ég, Guðbjörg Jónsdóttir, er fædd 4. nóv. 1925. Maðurinn minn hét Einar Eyjólfsson, kaupmaður, f 7. júní 1923, d. 6. jan. 1982. Vió eignuðumst 5 börn, 3 drengi og 2 stúlkur. Ég var heimavinnandi meðan börnin voru lítil, en vann síðan í Sunnukjöri, verslun eiginmanns míns. ,,Ingi afi“, eins og við kölluðum Ingimann, átti hug okkar allra. Mamma og Ingi fluttu til okkar á Skeiðarvoginn kring- urn 1960, þegar þau fóru af Kirkjuteignum. Það var gott að hafa þau í húsinu og var Ingi segjandi sögur og kvœði og jafnvel heyrðist hann kveða. Hann hafði brennandi áhuga á skák. Það var tekið viðtal við Inga á segulband, eitthvað í sambandi við lífsbaráttuna á hans tíma. Þetta var einhver frá Háskóla Islands sem kom heim nokkrum sinnum í sambandi við einhverjar rannsóknir, sem ég veit ekki hverjar voru. Svo birtist viðtal við hann í sjónvarpinu sem tekið var upp í Tónabœ við Skaftahlíð. Þá voru þar eldri borgarar að spila og tefla." Þannig lýkur ágœtri og velþeginni frásögn Guðbjargar Jónsdóttur af Reykjavíkurárum Ingimanns Ólafssonar. Ekki fœr það dulist, að Ingimann birtist þarna mörgum í nýju Ijósi. Svo harðskeyttur sem Norðfirðingum þótti hann forðum tíð kemur í Ijós að hann hefur innst inni verið mjúkur og meyr. Slíkt er raunar aðal hugsjónamanns um jöfnuð og jafnrétti. Mynd Ingimanns skýrist mjög við þessa lýsingu frænku hans, gerir myndina jýllri ogfjölþættari. Ljósmyndir þær er fylgja greininni eru frá Guðbjörgu Jónsdóttir, bróðurdóttir Ingimanns. Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.