Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 14
Magnús Gíslason, Frostastöðum: Minningaleiftur frá Ameríkudvöl Alltaf átt heima í Djúpadal Einn þeirra manna sem búsettur var í Kanada um fjölda ára, lenti þar í margvíslegum mannraunum og ævintýrum en leitaði að lokum heim til þess að eyða efri árum á æskuslóðum, er frændi minn bless- aður, hann Stebbi í Dal, svo ég nefni hann blátt áfram eins og við, frændur hans, vinir og kunningjar, erum vanir að gera. Og enda þótt hann sé síður en svo gefinn fyrir að halda á lofti því, sem fyrir hann kom á langri og viðburðaríkri dvöl á landi Leifs heppna, þá tók hann þeirri málaleitan minni Ijúfmann- lega, að segja eitthvað frá henni - svo sem hans var von og vísa. Stebbi í Dal heitir annars fullu nafni Stefán Eiríksson, á heima í Djúpadal í Blönduhlíð og hefur raunar aldrei átt annars staðar heima, að því er hann segir. Fæddur er hann í Djúpadal árið 1896, sonur hjónanna þar, Eiríks Jónssonar og Sigríðar Hannesdóttur. - Og dvaldirðu í Djúpadal alla stund þar til þú fórst til Ameríku? - Já, svo má nú heita. Að vísu var ég tvo vetur í Al- þýðuskólanum á Eiðum. Við urðum samferða þangað Hannes J. Magnússon, nú skólastjóri á Akureyri, frændi minn og nágranni, og ég. Lagt upp í langa ferð - Hvenær fórstu svo vestur? - Það var árið 1925. - Og hvemig stóð eiginlega á því að þér datt í hug að leggja í þetta ferðalag? - Ja, ég býst við að aðal ástæðan hafi verið sú að mig langaði til þess að sjá mig um í heiminum og svo kannski að leita að ævintýrum umfram það sem ég gat búist við að rata í hér heima. Og þá var ekki óeðlilegt að snúa stefninu til Am- eríku, þar átti ég margt skyldfólk og vil ég þar einkum nefna séra Rögnvald Pétursson og þau systk- ini. Ég vissi að þar mundi ég eiga alla þá aðstoð vísa, sem í þeirra valdi væri að veita, er vestur kæmi. - Man ég það ekki rétt að ein- hverjir Skagfirðingar yrðu þér samferða vestur? - Jú, við vorum íjórir, sem kom saman um að leggja í þessa Bjarmalandsfor. Félagar mínir voru þeir Pétur Jónsson frá Þor- leifsstöðum, Páll Jónsson frá Hús- ey og Eyþór Þorgrímsson. Af ferðinni vestur til Quebeck er ekkert sérstakt að segja. Allir mátt- um við heita mállausir þegar ensk- an var annars vegar. Ég var að vísu nokkurn veginn stautfær á bók og var það Eiðadvölinni að þakka. En þegar ég heyrði Enskinn tala þá skildi ég það svona áiíka og fuglamál. En samferða okkur var norskur karl, sem áður hafði verið í Ameríku og var góður í enskunni. Við hann gátum við rabbað og svo túlkaði hann fyrir okkur, eftir því sem á þurfti aó halda. En við kviðum svo sem ekkert málleysinu. Ur því hlyti að rakna með tíð og tíma. Og á þessum árum þóttumst við nú færir í flestan sjó. Ég hafði ekki einu sinni sam- band við skyldmenni mín vestra áður en ég fór. Vissi að þau myndu greiða götu mína ef í hart færi og það var mér nóg. Fyrrí hluti Á árunum frá 1874 og allt fram um aldamót, flykktust Islendingar í stórum hópum vestur um Atlantsála og til Am- eríku, sem þá var mjög rómuð sem mik- ið gósenland. Ekki veit ég hvort það hefur nokkurn tíma verið kannað til fullrar hlítar, hvað margir Islendingar fluttust vestur. Héðan úr Skagafirði fóru margir úr hverjum hreppi, nema Fljótum. Mér er ekki kunnugt um að þaðan hafi farið nema einn maður, sem fyrir búi átti að ráða, og hann kom til baka. Með tuttugustu öldinni tóku mjög að strjálast Ameríkuferðirnar, þótt áfram slitnaði upp einn og einn maður, ým- issa orsaka vegna. Fæstir þessara útflytjenda áttu aftur- kvæmt til gamla Fróns. Sjálfsagt hafa sumir ekkert kært sig um að hafa vista- skipti á ný. Aðrir hafa ekki átt þess kost, þótt hugurinn væri löngum bund- inn heimaslóðum. 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.