Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 15
- Hafðirðu nokkra áætlun um hvað þú yrðir lengi í túrn- um? - Nei, hreint enga. Þó bjóst ég nú ekki við að verða mjög lengi vestra, svona 4-5 ár kannski. En það tognaði úr því. - Félagar þínir dvöldust þar allir mun skemur? - Já, þeir hafa líklega verið heimfúsari. Pétur þraukaði þeirra lengst, í 5 ár. Hann fór rakleitt til Soffoníasar móð- urbróður síns Þorkelssonar, sem þá var í Winnepeg. Seinna komst Pétur vestur til Kaliforníu, en þar var systir hans búsett. Halli fór til Gísla móðurbróður síns á Gimli. Dvaldi þar í eitt ár en hvarf að því búnu heim. En for Ey- þórs varð hin versta og er illt til þess að vita. Honum var aldrei hleypt frá borði. Ástæðan var sú að hann hafði staurfót. Stríðið var þá tiltölulega ný afstaðið og Kanada- stjórn taldi sig hafa nóg af fötluðum mönnum á sínum snærum. Annars hafði Eyþór læknis- vottorð héðan að heiman og var, eins og kunnugir vita, fullfær til margvís- legra starfa. En allt kom fyrir ekki. Honum var vísað frá. Presturinn skrökvaði, sem beturfór Þegar vestur kom fór ég beint til séra Rögnvalds Péturssonar í Winnipeg. Hjá honum dvaldi ég fyrstu vikuna. Svo fengum við Pétur okkur herbergi saman. Til að byrja með vann ég í Winnipeg á vegum séra Rögnvalds og þeirra bræðra, sem þá höfðu þar með höndum umfangsmikla bygg- ingastarfsemi. Mér leið vel í Winnipeg en kunni þó ekki við mig þar þegar til lengdar lét. Ég var sveitamaður, þótti þröngt í borginni og langaði út í sveit. Og séra Rögnvaldur var mér hjálplegur eins og áður. Hann réði mig hjá mági sínum, Hákoni Kristjánssyni frá Hraunkoti í Aðaldal. Hjá Hákoni var nóg að gera og gott að vera. En ein- hvers staðar þarna vestra átti að vera alnafni minn og frændi, Stefán Ei- ríksson, bróðir Jóhönnu heitinnar á Höskuldsstöðum. Stefán vildi ég endilega finna og hélt því uppi spurnum um hann. En það virtist ætla að verða djúpt á Stefáni. Loks hitti ég prest nokkurn, sem kannaðist við Stefán, en sagði mér að hann væri dauður. Það þóttu mér ljótu fréttirnar en varð víst ekki við gert úr því sem komið var. Nú var mér náttúrlega ljóst að Stefán frændi myndi ekki verða eilífur hér á jörð, frekar en aðrir menn, en ein- hvern veginn sátu nú samt í mér efasemdir um sannleiks- gildi þessarar dánarfregnar guðsmannsins. Og þegar ég kom að vestan um haustið, hitti ég á bjór- stofu, menn frá Gimli. Enn spurði ég eftir Stefáni. Jú, einn þeirra kannaðist við hann. Ég spurði hvenær hann hefði dáið. „Dáið!? Ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma dáið, var svarið. „Hann er eins snarlifandi og nokkur stórbóndi getur verið.“ Ég gat þess að presturinn hefði sagt Stefán dauðan. „Það er nú bara eins og hver önnur bölvuð lygin úr honum,“ svarað hinn. Mér þótti þetta nú heldur betri fréttir og kvöldið eftir dreif ég mig upp í járnbraut og beint til Stefáns. Hann tók mér eins og hann ætti í mér hvert bein. Þama var ég svo um veturinn og leið vel. Já, mér hefur reyndar sjaldan liðið betur. Enginn vandabundinn var þarna hjá gömlu hjónunum. Annar sonur þeirra féll í stríðinu, hinn var bóndi. Sumarið eftir var ég enn í bygg- ingavinnu í Winnipeg en hvarf um haustið á ný til Stefáns, þar sem ég taldi mitt raunverulega heimili. Hjá Stefáni starfaði ég að ýmsu. Meðal annars flutti ég mjólk á járn- brautarstöðina. Ók henni þangað á hestasleða og beitti fýrir hann tveimur gammahestum. Á vit ævintýranna Ég sagði þér víst áðan að megin ástæðurnar til Ameríkuferðar minn- ar hafi verið löngun til þess að sjá mig um í veröldinni og svo ævin- týraþrá. Þann tíma sem ég hafði enn dvalið í Kanada hafði ég að vísu séð og reynt margt nýstárlegt en í veru- lega bragðmiklum ævintýrum hafði ég þó enn ekki lent. Kannski hefði ég lagt í að leita þeirra ef á hefði þurft að halda, en til þess kom nú ekki. Þau bárust mér brátt að hönd- um, án allra eftirgangsmuna. Svo bar við að niðri á Gimli rakst ég eitt sinn á kaupmann nokkurn, landa minn, Hannes Kristjánsson að nafni. Hann sagði mér að hjá sér væri staddur skoskur mágur sinn, sem væri að ráða menn til ákveð- inna starfa fyrir stjórnina og ég mundi vera alveg kjörinn til þeirra verka. Ég lét nú í ljósi nokkum efa um það að ég hentaði vel í embætti hjá stjórninni en Hannes var ekki á þeim buxunum að láta sig með það. „Og hvað á ég svo að gera,“ spurði ég. „Þú átt að fara norður að íshafi,“ sagði hann. Ég sagði að mér fyndist nú nógu fjandi kalt á Gimli hvað þá norður við íshaf. En stjórnin vildi fá sem flest af íslendingum í þessa för, sagði Hannes. Hún stóð á þvi fastar en fótunum að engir Stefán Eiríksson, skömmu eftir að hann kom til Kanada. Heima er bezt 159

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.