Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.04.2003, Blaðsíða 42
En vigtin var notuð meira. Ég hafði alla ferðina verið í svokallaðri Hekluúlpu, gærufóðraðri, þær voru í tísku á þessum árum. Hún var orðin skelfilega leiðinlega þung, þrátt íyrir að ég væri alla daga í regnfatnaði utan yfir, ný- keyptum fyrir ferðina. Datt okkur félögunum í hug að vigta yfirhaíhir okkar og átti úlpan mín metið. Hún reyndist 18 kíló, svo nokkru vatni hefur hún haldið í sér. Hafði að vísu ekki verið þurrkuð um nóttina, eins og önn- ur föt okkar. Þung hefúr verið byrðin hans Redda daginn áður. Eftirmáli Ferðin hafði mikil áhrif á mig. Ég eignaðist alla ferða- félagana að vinum, sem entist til æviloka. Það er ekki vandalaust að búa við aðra eins erfiðleika og við gengum í gegnum í þessari ferð. Búa varð þröngt og taka tillit til hvers annars, ekki þýddi fyrir einn að breiða meira úr sér en pláss var til. Allir tóku þeir mótlætinu með jafnaðar- geði, annað var raunar ekki hægt, og víst er að engum var uppgjöf í huga. Það voru engir möguleikar á að endur- nýja nestið nema að slátra einu lambi. Það hefði sjálfsagt verið hægt, en engum datt það í hug né hafði orð á því og svo er ég viss um að enginn okkar hefði framkvæmt það. Ég held að það hefði sett smánarblett á ferð okkar ef við hefðum ekki komið þeim fénaði sem við fundum, til byggða, ef þess hefði verið kostur. Reyndar kom fyrir í slíkum ferðum sem þessum, sérstaklega meðan bráðpest- in herjaði sem harðast, að dauðvona kindum var fargað og kjötið flutt til byggða. Nú í dag hefði allt litið öðruvísi út. Allavega hefði ver- ið hægt að hafa samband við byggð og fólkið okkar feng- ið vitneskju um framgang ferðarinnar og okkur ef til vill sendur matur, þurr föt o.s.frv. Aðbúnaður allur er nú með öðrum hætti. Ekki er lengur legið í kofum, sem voru svo þröngir að ekki mátti neitt út af bera, svo ekki væri hætta á að þeir sem fremst lágu, gætu oltið fram af bálkinum. Hægt er að kynda og hita upp húsin og þurrka föt. Þá hafa menn meiri möguleika á að hafa með sér föt til skiptanna. En þó erfitt væri hjá okkur smölunum má ekki gleyma blessuðum hestunum. Þeirra hlutur verður ekki metinn sem skildi og án þeirra hefði ekki verið farið í ferðir sem þessar. Þeir voru okkar ffutningatæki, báru okkur á baki sér heilu dagana, og svo var trússið, farangurinn sem alltaf var á tveim þeirra. Allt þetta gerðu þeir, hver af þeim dugnaði sem í honum bjó og takmarkalausum trún- aði við húsbónda sinn. Ekki minnist ég þess að neinn þeirra hafi haft tilhneigingu til að stríða okkur hvað þá meira, með því að reyna strok ef þeim var sleppt. í upphafi greinarkorns þessa sagði ég að þerðin hafi markað tímamót að sumu leyti. Hún var óvenjulega löng og tók 12 daga. Féð var frekar margt sem fannst innan af- réttarins en þó urðu eftir kindur sem ekki fundust, því haustið eftir fundust á Dalsárkróknum, 3 gráar vetur- gamlar kindur, útigengnar, allar frá Litla-Hrauni. Einmitt á þeim slóðum sem við Steinþór fundum för en engar kindur. Ólafur íshóbn á haustdögum 2002, við gamla ferjustaðinn hjá Laugardœlum. Þetta var upphaf þess að í eftirleitir fóru ávallt fjórir menn. Með greinarkorni þessu vil ég reyna að varpa ljósi á þá erfiðleika sem við var að eiga í eftirleitum, þó ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þessi ferð, sem farin var haustið 1958, hafi í mörgu tilliti verið nánast barnaleikur á móti því sem menn höfðu áður lent í við fjallferðir, enginn lá t.d. úti næturlangt. Af því hafði Hermann m.a. reynslu frá haustinu 1955, þegar hann og Ingólfur Jóns- son á Minna Hofi, lágu úti næturlangt í Setuhrauni, eftir að hafa lent í kafófærð og illviðri á leið sinni úr Kisu- botnum að Bólstað. Einnig vil ég heiðra minningu þeirra félaga minna sem deildu erfiðleikum ferðarinnar með mér og vonast til að á þeirra hlut sé ekki hallað með neinu móti. Það er ekki ætlun mín og væri ósanngjarnt, í hæsta máta. Allir eru þeir látnir. Hermann lést 18. október 1980, 67 ára, Valentínus lést 14. maí 1899, 84 ára og Steinþór lést 16. febrúar 1995, tæpra 63 ára að aldri. Blessuð veri minning þeirra góðu félaga. Að ferðinni lokinn tóku við önnur verkefni. Næsta dag hélt ég af stað frá Skaftholti með mjólkurbílnum að Sel- fossi, þaðan til Reykjavíkur með áætlunarbíl. Þetta voru samgöngutæki þess tíma. Þar næsta dag fór ég síðan með áætlunarbíl til Varmahlíðar í Skagafirði og þaðan að Hól- um í Hjaltadal. Þar dvaldi ég við nám og störf á Bænda- skólanum á Hólum fram á vorið 1960. Þaðan á ég góðar minningar, sem ekki koma þessu erindi við. 186 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.