Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 4
Ágætu lesendur.
Löngum hefur verið talað um að ýmislegt í heiminum væri
óteljandi, og er vart að efast um að svo sé. Á Islandi sögðu
menn að eyjamar á Breiðafírði og hólamir í Vatnsdal, væm
óteljandi, og ekki veit ég hvort lögð hefur verið vinna í taln-
ingu til að afsanna það. En ef miðað er við það sem menn eru
famir að telja í dag, sumt reyndar með áætlunarlíkönum, þá
yrði þeim ekki skotaskuld úr því að slá tölu á þessi íslensku
fyrirbæri, sem fólk vildi meina að ógjömingur væri að telja.
Og það er oft næsta ótrúlegt hvað menn dunda sér við að
gera í þessum efnum, því víða kemur orðið fram að menn telji
sig vita um fjölda sandkoma á jörðinni. Já, hvorki meira né
minna. Það kom meðal annars ffam í fféttum frá áströlskum
stjömuffæðingum, fyrir nokkm síðan, að þeir hefðu reiknað
það út að stjömur himingeimsins væru tíu sinnum fleiri en öll
sandkom á ströndum og í eyðimörkum jarðarinnar.
Ekki fer hjá þvi að mann reki nokkuð í rogastans við svona
yfirlýsingu, því nógu erfítt hlýtur það að vera að áætla fjölda
sandkomanna, hvað þá stjamanna, sem ekki em eins innan
seilingar til afmarkaðra talninga.
Þetta er auðvitað allt samkvæmt einhveijum „áætlunarbú-
skap“, menn fínna sér eitthvert meðaltal á stærð sandkom-
anna og meðaltal á þykkt sandlags á jörðinni og reikna svo.
Það mun vera talið í dag, að einungis í okkar vetrarbraut
séu nokkur hundrað milljarða stjama, og sandkomin eitthvað
á sjöunda tug trilljóna. Gott er nú að vita það.
Áströlsku vísindamennimir segja að ffá dimmustu stöðum
jarðarinnar geti mannsaugað greint um 5.000 stjömur, en á
björtum, upplýstum götum borga, sjáist aðeins um 100.
Með nýjustu tækni hafa þeir áætlað að fjöldi stjamanna
væri talan 7 með 22 núllum aftan við. Þar mun hins vegar að-
eins vera átt við stjömumar sem maðurinn getur greint með
öflugustu tækni sinni, þær séu líklega miklu fleiri, jafnvel ó-
endanlega margar. Þessir vísu menn telja einnig að í kringum
margar stjömumar séu plánetur og að líklega sé líf að finna á
einhveijum þeirra. Þær séu hins vegar svo Iangt ffá jörðu að
hugsanlega muni manninum aldrei takast að komast í sam-
band við lífverumar. En það er svo auðvitað allt önnur Ella,
eins og sagt er.
Þetta gæti gefíð byr undir vængi þeirrar hugmyndar eða
kenningar, sem einhvem tímann heyrðist, að ef til vill væri
himingeimurinn endalaus og þá ekki bara til stærðarinnar upp
á við, heldur líka til smæðarinnar niður á við, samkvæmt okk-
ar jarðnesku mælistiku. Samkvæmt því væm vetrarbrautimar
og stjömumar, sem við sjáum út um giuggann hjá okkur, svo
Iíking sé tekin, sandkom á alheimslegri strönd eða þá eyði-
mörk, af þeirri stærðargráðu að hugur okkar getur ekki í-
myndað sér hana. Og þó kannski ekki endilega sandkom á
sjávarströnd, heldur atómeindir einhvers efnis, sem stærra er í
sniðum. Við vitum að til eru svo örsmáar lífverur að við get-
um tæpast greint þær í öflugustu smásjám. Setjum sem svo,
að þær hefðu vit og hugsun á við okkur. Allt í kringum þær er
sá efnisheimur sem við sjáum og af þeirri stærð og þéttleika
að við sjáum hann, a.m.k. að því er við teljum, í þeirri mynd
sem hann raunverulega er. Hvemig myndu þær sjá atóm þess
stærra og fjarlægara frá sér? Sem einhvers konar sólir eða
stjömur? Og þá það, sem fíngerðara er, sem fast efni í sinni
sýnilegu veröld? Tja, nú spyr sá, sem ekki veit. Á sama hátt
væri sá himinngeimur, sem við teljum víðtækari en allt sem
víðtækt er, býsna þétt efni í huga þess risa sem yfirgnæfði
stærð hans. Hcfur ekki einmitt verið sagt að ekkert fast efni sé
í raun til, það grisji allsstaðar á milli, ef bara nógu smátt er
skoðað?
Eg ætla nú ekki að teygja þig, lesandi góður, lengra út á
þessa braut að sinni, og ekki skal ég fullyrða um hvort raun-
vísindamenn myndu skrifa undir þessa alheimskenningu, en
heimsmynd okkar er stöðugt að breytast og sjálfsagt mun
okkur aldrci öðlast að skilja hana eða greina til fulls. Hún er
áreiðanlega miklu víðtækari og flóknari en við höfum
nokkum möguleika á að gera okkur í hugarlund, vegna
smæðar okkar og takamarkana í þessu gríðarlega tilverukerfi.
Og þá erum við ekki einu sinni farin að velta fyrir okkur
tíðnisviðunum, þar cru vistarverumar margar, eins og segir á
góðum stað. Orku sumra þessara efnistengdu sviða, sem okk-
ur em ósýnileg, hefur manninum tekist að virkja, og gera á-
þreifanleg, ef svo má að orði komast, og um leið gera þau
viðurkennd. En þar sem er reykur, hlýtur að vera eldur undir,
og þar af leiðandi afar líklegt að „ósýnilegu“ sviðin séu fyrir
hendi í ekki minni mæli en allt það, sem efninu tengist, og
sjálfsagt miklu víðtækari. En það er eðli vísindanna að viður-
kenna ekki eða slá föstu neinu nema því, sem hægt er að festa
hcndi á og hlutgera. Allt annað er flokkað undir trúarbrögð og
óræðar kenningar. Það merkir þó ekki að það sé ekki til, að-
eins að vísindin hafa ekki getað fært hlutlæga sönnun á það.
Það, sem snýr að andanum, er oft erfitt að sanna og festa
hcndi á, en þó hefur það verið ófrávíkjanlegur hluti alls lífs
frá upphafí vega.
Með bestu kveðjum,
Guðjón Baldvinsson
244 Heima er bezt